Bók Eggerts Skúlasonar: Fyrrum starfsmaður FME vildi selja Hreiðari Má skýrslu fyrir 30 milljónir

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Í bók Egg­erts Skúla­son­ar, And­er­sen skjölin – rann­sóknir eða ofsókn­ir?“, er sagt frá því að þáver­andi starfs­manður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hafi boð­ist til þess að afhenda Hreið­ari Má Sig­urðs­syni, fyrrum for­stjóra Kaup­þings, og lög­manni hans skýrslu eft­ir­lits­ins um meinta mark­aðs­mis­notkun Kaup­þings sem hafði verið send til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Hann vildi frá 30 millj­ónir króna fyrir gögn­in. Hreiðar Már hitti mann­inn á bíla­stæði við Árbæj­ar­kirkju í sept­em­ber 2011 til að fara yfir mál­ið. Þar á mað­ur­inn að hafa sýnt honum skýrsl­una á tölvu sinni en hún hafi orðið straum­laus skömmu eftir að lestur hófst. Hreiðar Már hitti mann­inn ekki aftur og keypti ekki skýrsl­una.

Frá þessu er greint í DV í dag en Egg­ert, höf­undur bók­ar­inn­ar, er rit­stjóri blaðs­ins.

Þessa dag­anna stendur yfir aðal­með­ferð í mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings. Þar er Hreiðar Már á meðal sak­born­inga. Hann var dæmdur til fimm og hálfs árs fang­els­is­vistar í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða fyrr á þessu ári, meðal ann­ars fyrir mark­aðs­mis­notk­un.

Auglýsing

Átti að sýna fram á sjón­ar­mið um sak­leysiÍ frétt DV um bók Egg­erts segir að inni­hald skýrsl­unnar hafi átt að sýna fram á ýmis sjón­ar­mið sem styddu við þá skoðun að stjórn­endur Kaup­þings hefðu ekki gerst sekir um mark­aðs­mis­notk­un. Í bók­inni segir að þeim atriðum hafi hins vegar „öllum verið eytt út í loka­út­gáf­unni sem send var sér­stökum sak­sókn­ara.“

Bæði Hreiðar Már og Hörður Felix Harð­ar­son, lög­maður hans, stað­festa þessa frá­sögn sam­kvæmt DV. Höf­undur bók­ar­innar náði hins vegar ekki tali af fyrrum starfs­manni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem vildi selja skýrsl­una á 30 millj­ón­ir, að því er kemur fram í bók­inni.

Í DV kemur fram að starfs­mað­ur­inn fyrr­ver­andi hafi átt frum­kvæði að því að hitta Hreiðar Má. Í bók­inni seg­ir: „Hörður tók erind­inu vel og hitt­ust þeir nokkru síð­ar. Þar kvaðst mað­ur­inn hafa í fórum sínum gögn sem myndu hjálpa skjól­stæð­ingi Harð­ar, Hreið­ari Má, en hann vildi fá 30 millj­ónir króna fyrir þau. Mað­ur­inn vildi lítið segja um efni þess­ara gagna annað en að þau gætu nýst í málsvörn­inni sem framundan væri vegna ákæru sér­staks sak­sókn­ara í mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli á hendur nokkrum fyrr­ver­andi starfs­mönnum Kaup­þings, þeirra á meðal Hreið­ari Má.“

Hitt­ust á bíla­stæði við Árbæj­ar­kirkjuHörður Felix til­kynnti mann­inum að athæfið væri ólög­legt og hann gæti því ekki verið milli­göngu­maður í mál­inu. Hreiðar Már ákvað hins vegar að hitta mann­inn. „Hreiðar Már trúði vart eigin eyr­um. Hann segir að það hafi verið mjög stór ákvörðun að vega og meta hvort hann ætti að freista þess að hitta mann­inn en úr varð að þeir gerðu það. Upp­ljóstr­ar­inn lagði til að fund­ur­inn færi fram að kvöld­lagi og skyldu þeir hitt­ast á bíla­stæðum við Árbæj­ar­kirkju. Hreið­ari Má fannst þetta allt að því súr­r­eal­ískt og minnti hann á atriði úr kvik­mynd. Skil­yrði var að Hreiðar Már kæmi yfir í bíl­inn til manns­ins.“ 

Síðan segir að Hreiðar Már hafi hitt mann­inn á bíla­stæði við Árbæj­ar­kirkju klukkan tíu í sept­em­ber 2011.

„Hreiðar Már lagði bíl sínum í annarri röð svo að nokkuð var á milli bíl­anna. Því næst gekk hann yfir að bíl upp­ljóstr­ar­ans og sett­ist í fram­sæt­ið, far­þega­meg­in. Mað­ur­inn var tauga­ó­styrkur og Hreiðar Már við­ur­kennir að hann hafi sjálfur sveifl­ast á milli þess að vera undr­andi og smeyk­ur. Fyrst sagð­ist mað­ur­inn vera ósáttur við vinnu­brögð Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vegna skýrsl­unnar um meinta mark­aðs­mis­notkun Kaup­þings, sem hefði verið send til sér­staks sak­sókn­ara.“

Mað­ur­inn sagði að skýrslan væri með rekj­an­legum breyt­ingum (e. track changes). Sam­kvæmt DV komu fram þar sjón­armð sem „styddu við að ekki hefði verið um mark­aðs­mis­notkun að ræða en að þau atriði hefðu aftur á móti ekki fylgt með í loka­út­gáfu skýrsl­unnar til sér­staks sak­sókn­ara.“

Mað­ur­inn á síðan að hafa sýnt Hreið­ari Má skýrsl­una í aft­ur­sæti bif­reiðar sinn­ar. Í DV seg­ir: „Um leið og mað­ur­inn opn­aði tölv­una sá Hreiðar að þetta var skýrsla Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem send var til sér­staks sak­sókn­ara vegna meintrar mark­aðs­mis­notk­unar Kaup­þings. Hreiðar Már var rétt byrj­aður að skoða skýrsl­una þegar tölvan varð straum­laus. Við svo búið kvaddi Hreiðar Már mann­inn.“

Hreiðar Már hitti mann­inn ekki aftur og sam­kvæmt DV veit hann enn ekki hvert inni­hald gagn­anna er.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None