Borgarráð samþykkir þak á hótelbyggingar í Kvosinni – skoða Laugaveg og Hverfisgötu

14471454313_5d118e43e8_z.jpg
Auglýsing

Borg­ar­ráð Reykja­víkur sam­þykkti í gær að setja þak á hót­el­upp­bygg­ingu í Kvos­inni. Sam­kvæmt þak­inu mega hótel ekki vera meira en 23 pró­sent af starf­sem­inni á svæð­inu. Fari Lands­símareit­ur­inn svo­kall­aði í hót­el­upp­bygg­ingu er því hámarki náð. Eftir það verða ekki fleiri hótel byggð í Kvos­inni.

Í viku­legu frétta­bréfi sem Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri sendir frá sér á föstu­dögum segir að með þak­inu vilji borgin stuðla að því að Kvosin verði ekki eins­leit og að upp­bygg­ing í þágu ferða­þjón­ustu dreif­ist víð­ar.

Þar segir einnig að nauð­syn­legt sé „að kanna hvort grípa þurfi til við­líkra aðgerðar víð­ar, t.d. við Lauga­veg og Hverf­is­göt­u.“

Auglýsing

Aðspurður um hvort hann telji að það þurfi að grípa til þess að setja þak á hót­el­upp­bygg­ingu við Lauga­veg og Hverf­is­götu líka svarar Dagur ját­andi. Fyr­ir­spurnir sem varða þessar tvær götur gefi fullt til­efni til þess. „Ég lýsti því yfir á opnum fundi um upp­bygg­ing­una í Reykja­vík að við þurfum að vera vak­andi fyrir því að setja þak á hlut­fall gist­ingar á fleiri stöð­um. Fyr­ir­spurnir og beiðnir sem varða þessar tvær lyk­il­götur gefa fullt til­efni til þess. Hótel geta reyndar átt vel heima við versl­un­ar­götur að því gefnu að það séu versl­anir og lif­andi starf­semi á jarð­hæðum en það þarf þá að tryggja, ásamt nauð­syn­legum gæðum í öllum frá­gangi og hlut­fall gist­ingar af heild­inni þarf að skoða til þess að fjár­fest­ing og upp­bygg­ing verði ekki of ein­hæf.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None