Páll Winkel kallar Gest Jónsson „freka kallinn“

13900877580_a2d537a097_c.jpg
Auglýsing

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar segir Gest Jónsson, verjanda Sigurðar Einarssonar, sem afplánar fangelsisdóm á Kvíabryggju fyrir Al-Thani málið og sætir ákæru í stóru markaðsmisnotkunarmáli sem nú er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, fara fram með frekju með því að krefjast sérmeðferðar fyrir skjólstæðing sinn. Þetta segir Páll í samtali við Kjarnann.

Gestur hefur sakað fangelsismálastjóra um að brjóta á mannréttindum skjólstæðings síns með því að synja honum um daglegar bílferðir frá Kvíabryggju, vegna aðalmeðferðar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, heldur gera honum að gista í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á meðan aðalmeðferð málsins fór fram.

Í grein sem Gestur skrifar í Fréttablaðið í dag, sakar hann fangelsismálastjóra um að hafa reglur stofnunarinnar framar mannréttindum, og vísar í því efni til 6. greinar mannréttindasáttmála Evrópu þar sem segir:

Auglýsing

Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal eigi njóta minni réttar en hér greinir:
...........
b. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína.
c. Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur…
d. Hann fái að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd eru gegn honum…

Þá hefur Gestur sömuleiðis gagnrýnt fangelsismálayfirvöld fyrir að hafa synjað beiðni hans um að Sigurður yrði fluttur úr Kvíabryggju á skrifstofu lögmannsstofu hans um helgi, til að undirbúa skjólstæðing sinn undir skýrslutökur.

Sakaði fangelsismálastjóra um ósannindi


Forstjóri Fangelsismálastofnunar sagði í samtali við fréttastofu RÚV í fyrradag að ákvörðun um „að synja refsifanga um bílstjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur sé ekki mannréttindabrot, heldur fullkomlega eðlileg vinnubrögð. Það að einhverjum lögmanni hins vegar detti í hug að tilteknir fangar geti borgað fyrir umframréttindi sé í besta falli dómgreindarskortur og til marks um þekkingarleysi á því hvernig okkar fullnustukerfi, og reyndar hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum virkar.“

Í grein sinni í Fréttablaðinu í dag skrifar Gestur: „Verjandinn vill taka það fram að hann hefur aldrei nefnt við fangelsismálastjóra eða annan starfsmann hjá stofnuninni að maðurinn fái „umframréttindi“ og það eru hrein ósannindi að verjandinn hafi boðið borgun fyrir slíkt. Þess hefur einungis verið óskað fyrir hönd ákærðs manns að hann fái notið lögbundinna réttinda sinna til þess að verjast fyrir dómi og fá að fylgjast með sönnunarfærslunni gegn sjálfum sér. Verjandinn hefur haldið því fram að maðurinn fái ekki í reynd notið þessara mannréttinda vegna skilyrða sem stofnunin setur. Telur verjandinn að mannréttindin gangi framar reglum Fangelsismálastofnunar um fullnustu refsinga.“

„Gestur er ekki eini lögmaðurinn á Íslandi“


„Það eru mannréttindabrot að fangar í geðrofi séu lokaðir inni án viðeigandi þjónustu, og það eru mannréttindabrot að dómþolar þurfi að bíða lengi eftir afplánun og það eru mannréttindabrot að fangi fái ekki fullnægjandi heilbrigðisþjónustu eða aðra þjónustu sem er lögbundin,“ segir Páll Winkel í samtali við Kjarnann aðspurður um gagnrýni verjanda Sigurðar Einarssonar.

„Það er hins vegar ekki mannréttindabrot að geta ekki valið sér gististað eftir langan dag í Héraðsdómi. Við tryggjum fullt aðgengi allra refsifanga að lögmönnum og gögnum, en við getum ekki tryggt fullt aðgengi refsifanga að lögmönnum á þeim stöðum þar sem þeim hentar. Það fylgir því að vera afplánunarfangi að þú ert sviptur frelsi þínu. Þú ferð ekki á skrifstofur út í bæ eða út að borða. Þú ert á okkar ábyrgð og ferð eftir þeim reglum sem við setjum. Ef fangar eiga erindi í Reykjavík, þá eru þeir vistaðir í Reykjavík. Við höfum vistað konur og karla á aldrinum fimmtán til 95 ára í Hegningarhúsinu og það sama skal yfir alla ganga.“

Aðspurður um hvort Páll hafi borið Gest Jónsson röngum sökum, með því að láta að því liggja að hann hafi boðið greiðslu fyrir „umframréttindi“ til handa skjólstæðingi sínu, svaraði hann: „Það er einfaldlega þannig að lögmenn í þessu stóra máli hafa farið fram á hluti sem engum hefur dottið í hug hingað til að fara fram á. Ég furðaði mig aðeins á því að einhverjum lögmanni skyldi láta sér detta það í hug að fangar geti borgað fyrir umframréttindi, og Gesti Jónssyni til upplýsingar, þá er hann ekki eini lögmaðurinn á Íslandi. Jón Gnarr skrifaði um daginn, hvað það geti verið þreytandi að tala við „freka kallinn,“ það er því miður verkefni mitt í þessu máli,“ segir Páll Winkel í samtali við Kjarnann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None