Páll Winkel kallar Gest Jónsson „freka kallinn“

13900877580_a2d537a097_c.jpg
Auglýsing

Páll Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­unnar segir Gest Jóns­son, verj­anda Sig­urðar Ein­ars­son­ar, sem afplánar fang­els­is­dóm á Kvía­bryggju fyrir Al-T­hani málið og sætir ákæru í stóru mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli sem nú er rekið fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, fara fram með frekju með því að krefj­ast sér­með­ferðar fyrir skjól­stæð­ing sinn. Þetta segir Páll í sam­tali við Kjarn­ann.

Gestur hefur sakað fang­els­is­mála­stjóra um að brjóta á mann­rétt­indum skjól­stæð­ings síns með því að synja honum um dag­legar bíl­ferðir frá Kvía­bryggju, vegna aðal­með­ferðar í mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings, heldur gera honum að gista í Hegn­ing­ar­hús­inu við Skóla­vörðu­stíg á meðan aðal­með­ferð máls­ins fór fram.

Í grein sem Gestur skrifar í Frétta­blaðið í dag, sakar hann fang­els­is­mála­stjóra um að hafa reglur stofn­un­ar­innar framar mann­rétt­ind­um, og vísar í því efni til 6. greinar mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu þar sem seg­ir:

Auglýsing

Hver sá sem bor­inn er sökum um refsi­verða hátt­semi skal eigi njóta minni réttar en hér grein­ir:

...........

b. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að und­ir­búa vörn sína.

c. Hann fái að halda uppi vörnum sjálf­ur…

d. Hann fái að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd eru gegn hon­um…

Þá hefur Gestur sömu­leiðis gagn­rýnt fang­els­is­mála­yf­ir­völd fyrir að hafa synjað beiðni hans um að Sig­urður yrði fluttur úr Kvía­bryggju á skrif­stofu lög­manns­stofu hans um helgi, til að und­ir­búa skjól­stæð­ing sinn undir skýrslu­tök­ur.

Sak­aði fang­els­is­mála­stjóra um ósann­indiFor­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­unar sagði í sam­tali við frétta­stofu RÚV í fyrra­dag að ákvörðun um „að synja refsi­fanga um bíl­stjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur sé ekki mann­rétt­inda­brot, heldur full­kom­lega eðli­leg vinnu­brögð. Það að ein­hverjum lög­manni hins vegar detti í hug að til­teknir fangar geti borgað fyrir umfram­rétt­indi sé í besta falli dóm­greind­ar­skortur og til marks um þekk­ing­ar­leysi á því hvernig okkar fulln­ustu­kerfi, og reyndar hjá öðrum sið­mennt­uðum þjóðum virk­ar.“

Í grein sinni í Frétta­blað­inu í dag skrifar Gest­ur: „Verj­and­inn vill taka það fram að hann hefur aldrei nefnt við fang­els­is­mála­stjóra eða annan starfs­mann hjá stofn­un­inni að mað­ur­inn fái „um­fram­rétt­indi“ og það eru hrein ósann­indi að verj­and­inn hafi boðið borgun fyrir slíkt. Þess hefur ein­ungis verið óskað fyrir hönd ákærðs manns að hann fái notið lög­bund­inna rétt­inda sinna til þess að verj­ast fyrir dómi og fá að fylgj­ast með sönn­un­ar­færsl­unni gegn sjálfum sér. Verj­and­inn hefur haldið því fram að mað­ur­inn fái ekki í reynd notið þess­ara mann­rétt­inda vegna skil­yrða sem stofn­unin set­ur. Telur verj­and­inn að mann­rétt­indin gangi framar reglum Fang­els­is­mála­stofn­unar um fulln­ustu refs­inga.“

„Gestur er ekki eini lög­mað­ur­inn á Íslandi“„Það eru mann­rétt­inda­brot að fangar í geð­rofi séu lok­aðir inni án við­eig­andi þjón­ustu, og það eru mann­rétt­inda­brot að dóm­þolar þurfi að bíða lengi eftir afplánun og það eru mann­rétt­inda­brot að fangi fái ekki full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu eða aðra þjón­ustu sem er lög­bund­in,“ segir Páll Win­kel í sam­tali við Kjarn­ann aðspurður um gagn­rýni verj­anda Sig­urðar Ein­ars­son­ar.

„Það er hins vegar ekki mann­rétt­inda­brot að geta ekki valið sér gisti­stað eftir langan dag í Hér­aðs­dómi. Við tryggjum fullt aðgengi allra refsi­fanga að lög­mönnum og gögn­um, en við getum ekki tryggt fullt aðgengi refsi­fanga að lög­mönnum á þeim stöðum þar sem þeim hent­ar. Það fylgir því að vera afplán­un­ar­fangi að þú ert sviptur frelsi þínu. Þú ferð ekki á skrif­stofur út í bæ eða út að borða. Þú ert á okkar ábyrgð og ferð eftir þeim reglum sem við setj­um. Ef fangar eiga erindi í Reykja­vík, þá eru þeir vistaðir í Reykja­vík. Við höfum vistað konur og karla á aldr­inum fimmtán til 95 ára í Hegn­ing­ar­hús­inu og það sama skal yfir alla ganga.“

Aðspurður um hvort Páll hafi borið Gest Jóns­son röngum sök­um, með því að láta að því liggja að hann hafi ­boðið greiðslu fyrir „um­fram­rétt­indi“ til handa skjól­stæð­ingi sínu, svar­aði hann: „Það er ein­fald­lega þannig að lög­menn í þessu stóra máli hafa farið fram á hluti sem engum hefur dottið í hug hingað til að fara fram á. Ég f­urð­aði mig aðeins á því að ein­hverjum lög­manni skyldi láta sér detta það í hug að fangar geti borgað fyrir umfram­rétt­indi, og Gesti Jóns­syni til upp­lýs­ing­ar, þá er hann ekki eini lög­mað­ur­inn á Íslandi. Jón Gnarr skrif­aði um dag­inn, hvað það geti verið þreyt­andi að tala við „freka kall­inn,“ það er því miður verk­efni mitt í þessu máli,“ segir Páll Win­kel í sam­tali við Kjarn­ann.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None