Páll Winkel kallar Gest Jónsson „freka kallinn“

13900877580_a2d537a097_c.jpg
Auglýsing

Páll Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­unnar segir Gest Jóns­son, verj­anda Sig­urðar Ein­ars­son­ar, sem afplánar fang­els­is­dóm á Kvía­bryggju fyrir Al-T­hani málið og sætir ákæru í stóru mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli sem nú er rekið fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, fara fram með frekju með því að krefj­ast sér­með­ferðar fyrir skjól­stæð­ing sinn. Þetta segir Páll í sam­tali við Kjarn­ann.

Gestur hefur sakað fang­els­is­mála­stjóra um að brjóta á mann­rétt­indum skjól­stæð­ings síns með því að synja honum um dag­legar bíl­ferðir frá Kvía­bryggju, vegna aðal­með­ferðar í mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings, heldur gera honum að gista í Hegn­ing­ar­hús­inu við Skóla­vörðu­stíg á meðan aðal­með­ferð máls­ins fór fram.

Í grein sem Gestur skrifar í Frétta­blaðið í dag, sakar hann fang­els­is­mála­stjóra um að hafa reglur stofn­un­ar­innar framar mann­rétt­ind­um, og vísar í því efni til 6. greinar mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu þar sem seg­ir:

Auglýsing

Hver sá sem bor­inn er sökum um refsi­verða hátt­semi skal eigi njóta minni réttar en hér grein­ir:

...........

b. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að und­ir­búa vörn sína.

c. Hann fái að halda uppi vörnum sjálf­ur…

d. Hann fái að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd eru gegn hon­um…

Þá hefur Gestur sömu­leiðis gagn­rýnt fang­els­is­mála­yf­ir­völd fyrir að hafa synjað beiðni hans um að Sig­urður yrði fluttur úr Kvía­bryggju á skrif­stofu lög­manns­stofu hans um helgi, til að und­ir­búa skjól­stæð­ing sinn undir skýrslu­tök­ur.

Sak­aði fang­els­is­mála­stjóra um ósann­indiFor­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­unar sagði í sam­tali við frétta­stofu RÚV í fyrra­dag að ákvörðun um „að synja refsi­fanga um bíl­stjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur sé ekki mann­rétt­inda­brot, heldur full­kom­lega eðli­leg vinnu­brögð. Það að ein­hverjum lög­manni hins vegar detti í hug að til­teknir fangar geti borgað fyrir umfram­rétt­indi sé í besta falli dóm­greind­ar­skortur og til marks um þekk­ing­ar­leysi á því hvernig okkar fulln­ustu­kerfi, og reyndar hjá öðrum sið­mennt­uðum þjóðum virk­ar.“

Í grein sinni í Frétta­blað­inu í dag skrifar Gest­ur: „Verj­and­inn vill taka það fram að hann hefur aldrei nefnt við fang­els­is­mála­stjóra eða annan starfs­mann hjá stofn­un­inni að mað­ur­inn fái „um­fram­rétt­indi“ og það eru hrein ósann­indi að verj­and­inn hafi boðið borgun fyrir slíkt. Þess hefur ein­ungis verið óskað fyrir hönd ákærðs manns að hann fái notið lög­bund­inna rétt­inda sinna til þess að verj­ast fyrir dómi og fá að fylgj­ast með sönn­un­ar­færsl­unni gegn sjálfum sér. Verj­and­inn hefur haldið því fram að mað­ur­inn fái ekki í reynd notið þess­ara mann­rétt­inda vegna skil­yrða sem stofn­unin set­ur. Telur verj­and­inn að mann­rétt­indin gangi framar reglum Fang­els­is­mála­stofn­unar um fulln­ustu refs­inga.“

„Gestur er ekki eini lög­mað­ur­inn á Íslandi“„Það eru mann­rétt­inda­brot að fangar í geð­rofi séu lok­aðir inni án við­eig­andi þjón­ustu, og það eru mann­rétt­inda­brot að dóm­þolar þurfi að bíða lengi eftir afplánun og það eru mann­rétt­inda­brot að fangi fái ekki full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu eða aðra þjón­ustu sem er lög­bund­in,“ segir Páll Win­kel í sam­tali við Kjarn­ann aðspurður um gagn­rýni verj­anda Sig­urðar Ein­ars­son­ar.

„Það er hins vegar ekki mann­rétt­inda­brot að geta ekki valið sér gisti­stað eftir langan dag í Hér­aðs­dómi. Við tryggjum fullt aðgengi allra refsi­fanga að lög­mönnum og gögn­um, en við getum ekki tryggt fullt aðgengi refsi­fanga að lög­mönnum á þeim stöðum þar sem þeim hent­ar. Það fylgir því að vera afplán­un­ar­fangi að þú ert sviptur frelsi þínu. Þú ferð ekki á skrif­stofur út í bæ eða út að borða. Þú ert á okkar ábyrgð og ferð eftir þeim reglum sem við setj­um. Ef fangar eiga erindi í Reykja­vík, þá eru þeir vistaðir í Reykja­vík. Við höfum vistað konur og karla á aldr­inum fimmtán til 95 ára í Hegn­ing­ar­hús­inu og það sama skal yfir alla ganga.“

Aðspurður um hvort Páll hafi borið Gest Jóns­son röngum sök­um, með því að láta að því liggja að hann hafi ­boðið greiðslu fyrir „um­fram­rétt­indi“ til handa skjól­stæð­ingi sínu, svar­aði hann: „Það er ein­fald­lega þannig að lög­menn í þessu stóra máli hafa farið fram á hluti sem engum hefur dottið í hug hingað til að fara fram á. Ég f­urð­aði mig aðeins á því að ein­hverjum lög­manni skyldi láta sér detta það í hug að fangar geti borgað fyrir umfram­rétt­indi, og Gesti Jóns­syni til upp­lýs­ing­ar, þá er hann ekki eini lög­mað­ur­inn á Íslandi. Jón Gnarr skrif­aði um dag­inn, hvað það geti verið þreyt­andi að tala við „freka kall­inn,“ það er því miður verk­efni mitt í þessu máli,“ segir Páll Win­kel í sam­tali við Kjarn­ann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None