Borgarstjóri: „Sat hjá því ég þekki til Gústafs og málflutnings hans“

14471454313_5d118e43e8_z.jpg
Auglýsing

Fimm borg­ar­full­trúar sátu hjá við kosn­ingu Gúst­afs Níels­sonar sem vara­manns í Mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur­borgar í gær. Þeirra á meðal var Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri, en auk hans sátu borg­ar­full­r­tú­arnir Sóley Tóm­as­dótt­ir, Skúli Helga­son, Heiða Björg Hilm­is­dóttir og Hall­dór Auðar Svans­son hjá við kosn­ingu Gúst­afs.

Ákvörðun odd­vita Fram­sóknar og flug­valla­vina, Svein­björgu Birnu Svein­björns­dótt­ir, að skipa Gústaf sem vara­mann í ráðið vakti hörð við­brögð og þá ekki síst á meðal for­kólfa innan Fram­sókn­ar­flokks­ins. Eygló Harð­ar­dóttir félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra og Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra voru á meðal þeirra sem gagn­rýndu skip­un­ina mjög og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­rá­herra sagði hana „mis­tök.“ Gústaf hefur meðal ann­ars barist gegn hjóna­böndum sam­kyn­hneigðra og bygg­ingu mosku í Reykja­vík. Svo hörð við­brögð vakti skipun hans að hún var dregin til baka í dag.

Fóru gegn ríkj­andi hefð



Sam­kvæmt hefð kjósa allir borg­ar­full­trúar með þeim full­trúum sem borg­ar­stjórn­ar­flokk­arnir til­nefna í hinar ýmsu nefndir borg­ar­innar hverju sinni. Til marks um það hlutu sex full­trúar fram­boð­anna sam­hljóða kosn­ingu á fundi borg­ar­stjórnar í gær, eða allir nema Gúst­af. Eins og áður segir sátu fimm borg­ar­full­trúar hjá við kosn­ing­una á Gúst­af, og fóru þeir því gegn ríkj­andi hefð með afstöðu sinni. Aðrir borg­ar­full­trúar kusu með skipun Gúst­afs, og var hann því kjörin með tíu atkvæð­um.

„Ég sat hjá vegna þess að ég þekki til Gúst­afs og mál­flutn­ings hans. Ég veit að það voru ekki allir sem þekktu til þess þar sem borg­ar­full­trúar Fram­sókn­ar­flokks­ins höfðu ekki til­kynnt um það fyr­ir­fram. Til­nefn­ing í þetta vara­manns sæti var auð­vitað ein­ungis á ábyrgð Fram­sókn­ar­flokks­ins. Það er nán­ast óskrifuð regla að virða til­nefn­ingar flokka í kosn­ingum í nefndir og ráð, og ein­hverjir hafa ef til vill greitt atkvæði með skip­an­inni út frá þeirri reglu, þrátt fyrir að þekkja til Gúst­afs. Ég held að ábyrgð Fram­sókn­ar­flokks­ins hljóti að vera lyk­il­at­riðið í mál­inu, og því mik­il­vægt að flokk­ur­inn hefur dregið skip­an­ina til baka. Ég man ekki eftir styttri vara­manns­ferli í borg­ar­stjórn,“ segir Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri í sam­tali við Kjarn­ann.

Auglýsing

Aðspurður um aft­ur­köllun á skipun Gúst­afs, svar­aði Dag­ur: „Ég er mjög feg­inn að þetta hafi orðið nið­ur­stað­an.“

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None