Borgarstjóri: „Sat hjá því ég þekki til Gústafs og málflutnings hans“

14471454313_5d118e43e8_z.jpg
Auglýsing

Fimm borg­ar­full­trúar sátu hjá við kosn­ingu Gúst­afs Níels­sonar sem vara­manns í Mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur­borgar í gær. Þeirra á meðal var Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri, en auk hans sátu borg­ar­full­r­tú­arnir Sóley Tóm­as­dótt­ir, Skúli Helga­son, Heiða Björg Hilm­is­dóttir og Hall­dór Auðar Svans­son hjá við kosn­ingu Gúst­afs.

Ákvörðun odd­vita Fram­sóknar og flug­valla­vina, Svein­björgu Birnu Svein­björns­dótt­ir, að skipa Gústaf sem vara­mann í ráðið vakti hörð við­brögð og þá ekki síst á meðal for­kólfa innan Fram­sókn­ar­flokks­ins. Eygló Harð­ar­dóttir félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra og Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra voru á meðal þeirra sem gagn­rýndu skip­un­ina mjög og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­rá­herra sagði hana „mis­tök.“ Gústaf hefur meðal ann­ars barist gegn hjóna­böndum sam­kyn­hneigðra og bygg­ingu mosku í Reykja­vík. Svo hörð við­brögð vakti skipun hans að hún var dregin til baka í dag.

Fóru gegn ríkj­andi hefð



Sam­kvæmt hefð kjósa allir borg­ar­full­trúar með þeim full­trúum sem borg­ar­stjórn­ar­flokk­arnir til­nefna í hinar ýmsu nefndir borg­ar­innar hverju sinni. Til marks um það hlutu sex full­trúar fram­boð­anna sam­hljóða kosn­ingu á fundi borg­ar­stjórnar í gær, eða allir nema Gúst­af. Eins og áður segir sátu fimm borg­ar­full­trúar hjá við kosn­ing­una á Gúst­af, og fóru þeir því gegn ríkj­andi hefð með afstöðu sinni. Aðrir borg­ar­full­trúar kusu með skipun Gúst­afs, og var hann því kjörin með tíu atkvæð­um.

„Ég sat hjá vegna þess að ég þekki til Gúst­afs og mál­flutn­ings hans. Ég veit að það voru ekki allir sem þekktu til þess þar sem borg­ar­full­trúar Fram­sókn­ar­flokks­ins höfðu ekki til­kynnt um það fyr­ir­fram. Til­nefn­ing í þetta vara­manns sæti var auð­vitað ein­ungis á ábyrgð Fram­sókn­ar­flokks­ins. Það er nán­ast óskrifuð regla að virða til­nefn­ingar flokka í kosn­ingum í nefndir og ráð, og ein­hverjir hafa ef til vill greitt atkvæði með skip­an­inni út frá þeirri reglu, þrátt fyrir að þekkja til Gúst­afs. Ég held að ábyrgð Fram­sókn­ar­flokks­ins hljóti að vera lyk­il­at­riðið í mál­inu, og því mik­il­vægt að flokk­ur­inn hefur dregið skip­an­ina til baka. Ég man ekki eftir styttri vara­manns­ferli í borg­ar­stjórn,“ segir Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri í sam­tali við Kjarn­ann.

Auglýsing

Aðspurður um aft­ur­köllun á skipun Gúst­afs, svar­aði Dag­ur: „Ég er mjög feg­inn að þetta hafi orðið nið­ur­stað­an.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None