Borgin bannar stórar rútur í miðborginni

10191521713-a0fe08b602-z.jpg
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri til­kynnti í dag að ákvörðun hafi verið tekin um að banna stórar rútur í mið­borg Reykja­vík­ur. Frá þessu greinir borg­ar­stjóri á Twitter og Instagram.Höfum ákveðið að banna stórar rútur innan mið­borg­ar­innar og munum kynna til­lögur að sleppi­stæðum á næst­unni #betri­Reykja­vikA photo posted by Dagur B. Egg­erts­son (@daguregg) on

AuglýsingÁ mynd­inni hér að ofan, sem Dagur birti í dag á Instagram, má sjá stað­setn­ingu fyr­ir­hug­aðra sleppi­svæða í jaðri mið­borg­ar­innar þar sem ferða­menn geta stigið um borð og yfir­gefið rútur sem eru lengri en átta metrar að lengd.

Í sam­tali við RÚV segir borg­ar­stjóri að fyrir liggi sam­komu­lag sem tak­marki umferð rútu­bif­reiða um mið­borg­ina, og nú sé ein­ungis beðið eftir því að lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins stað­festi það.„Við ætlum að tak­marka umferð allra bíla sem eru meira en 8 metra lang­ir. Það mun gilda um mest allt mið­borg­ar­svæð­ið. Það er býsna góð sam­staða milli okkar og lög­regl­unnar í þessu,“ segir Dagur í sam­tali við RÚV.

Aðspurður um hvenær aðgerða sé að vænta, vildi Dagur ekki nefna nákvæma dag­setn­ingu en sagði að haf­ist yrði handa á næst­unni. Þá benir hann á að borgin hafi gefið út fyr­ir­mæli í haust um umferð rútu­bif­reiða um mið­borg­ina, sem greini­lega hafi ekki verið nóg. Nú verð­i ­bannið skil­greint nákvæm­lega og skiltum komið upp þar sem við á í mið­borg­inni.Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None