Borgin bannar stórar rútur í miðborginni

10191521713-a0fe08b602-z.jpg
Auglýsing

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í dag að ákvörðun hafi verið tekin um að banna stórar rútur í miðborg Reykjavíkur. Frá þessu greinir borgarstjóri á Twitter og Instagram.
Höfum ákveðið að banna stórar rútur innan miðborgarinnar og munum kynna tillögur að sleppistæðum á næstunni #betriReykjavik


A photo posted by Dagur B. Eggertsson (@daguregg) on

Auglýsing


Á myndinni hér að ofan, sem Dagur birti í dag á Instagram, má sjá staðsetningu fyrirhugaðra sleppisvæða í jaðri miðborgarinnar þar sem ferðamenn geta stigið um borð og yfirgefið rútur sem eru lengri en átta metrar að lengd.

Í samtali við RÚV segir borgarstjóri að fyrir liggi samkomulag sem takmarki umferð rútubifreiða um miðborgina, og nú sé einungis beðið eftir því að lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins staðfesti það.


„Við ætlum að takmarka umferð allra bíla sem eru meira en 8 metra langir. Það mun gilda um mest allt miðborgarsvæðið. Það er býsna góð samstaða milli okkar og lögreglunnar í þessu,“ segir Dagur í samtali við RÚV.

Aðspurður um hvenær aðgerða sé að vænta, vildi Dagur ekki nefna nákvæma dagsetningu en sagði að hafist yrði handa á næstunni. Þá benir hann á að borgin hafi gefið út fyrirmæli í haust um umferð rútubifreiða um miðborgina, sem greinilega hafi ekki verið nóg. Nú verði bannið skilgreint nákvæmlega og skiltum komið upp þar sem við á í miðborginni.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None