Norður-Kórea vill ekki semja um kjarnorkuáætlunina

kim_jong_un.jpg
Auglýsing

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa engan áhuga á að hefja samræður við alþjóðasamfélagið um kjarnorkuáætlun sína, líkt og Íran hefur gert. Liður í því yrði að alþýðulýðveldið á Kóreuskaga gæfi upp hversu öflugt kjarnorkuvígi það hefur.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu í dag. Þar segir einnig að kjarnorkuáætlunin sé mikilvægt mótvægi gegn utanríkistefnu Bandaríkjanna, sem stjórnvöld í Norður-Kóreu telja fjandsamlega. Frá þessu er meðal annars greint á vef Reuters.

Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Þýskaland og Frakkland, auk Evrópusambandsins, gerðu á dögunum samkomulag við Íran um kjarnorku, sem á að koma í veg fyrir að Íranir geti þróað kjarnorkuvopn. Í skiptum fyrir það verður efnahagsþvingunum gegn Íran létt á næstu árum.

Auglýsing

„Það er ekki rökrétt að bera saman aðstæður okkar og íranska kjarnorkusamkomulagið því við þurfum að búa við stanslausar hótanir og fjandsamlegar aðgerðir Bandaríkjahers, meðal annars risavaxnar heræfingar og yfirvofandi kjarnorkuárásir,“ segir í yfirlýsingu Norður-Kóreu sem var flutt af ríkismiðlum, en eignuð talsmanni utanríkisráðuneytisins.

Jafnframt segir í yfirlýsingunni: „Við höfum engan áhuga á að frysta eða gefa kjarnorkusprengjurnar okkar einhliða.“ Þá fullyrða stjórnvöld í Norður-Kóreu að þau séu kjarnorkuveldi og að „kjarnorkuveldi fylgja sínum eigin hagsmunum“.

Óvissa um getu Norður-Kóreu


FILE NORTH KOREA MISSILE LAUNCH Norður-kóreskt flugskeyti sent á loft í tilraunaskyni.

Síðan 2003 hefur Norður-Kórea ekki verið hluti af samkomulagi alþjóðasamfélagsins um að fjölga ekki kjarnorkuvopnum í heiminum. Árið 2009 fullyrtu stjórnvöld þar að þeim hafi tekist að þróa og framleiða kjarnorkuvopn. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin og forstjóri hennar, Mohamed El Baradei, töldu sig viss um að það væri rétt.

Talið er að kjarnorkuvopnabúr Norður-Kóreu sé lítið og frekar einfalt. Auk þess er talið að ríkið búi yfir efnavopnum af einhverju tagi. Upplýsingar um vopnabúr Norður-Kóreu eru að miklu leyti getgátur vegna þess hversu lokað landið er og fá tækifæri eru til að afla upplýsinga. Helstu bandamenn Norður-Kóreu á alþjóðavettvangi eru til að mynda Kínverjar, sem vilja jafnframt halda spilunum þétt að sér hvað varðar hernaðarmátt.

Kraftur þessara kjarnorkusprengja sem talið er að Norður-Kórea hafi tekist að smíða eru, eftir því hver er spurður, á bilinu 6-40 kílótonn að stærð. Til samanburðar þá var kraftur stærstu sprengjunnar sem Bandaríkin prufuðu 15 megatonn.

Flugskeyti Norður-Kóreu eru heldur ekki fullkomin, borið saman við vopnabúr Vesturlanda. Lengsta vegalengd flugskeytis sem getur borið kjarnorkusprengju er talin vera 4.000 kílómetrar. Það mundi þó duga til að senda kjarnorkusprengju á nær alla Síberíu í vestri og norðri, á nyrstu eyjar Indónesíu í suðri og í mitt Kyrrahafið í austri.

NORTH KOREA DEFENCE

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None