Leiguverð lækkaði í júní - Mikill munur eftir svæði og stærð húsnæðis

íbúðir.jpg
Auglýsing

Leigu­verð íbúð­ar­hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lækk­aði tölu­vert í síð­asta mán­uði. Milli maí og júní lækk­aði leigu­verð um 1,9 pró­sent, sam­kvæmt mæl­ingum Þjóð­skrár Íslands á leigu­verði. Vísi­tala leigu­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur lækkað um 0,6 pró­sent á síð­ustu þremur mán­uðum en hækkað um 3,3 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um. Grafið hér að neðan er unnið úr gögnum Þjóð­skrár og sýnir hvernig verð hefur breyst síð­ustu tólf mán­uði.Upp­lýs­ingar um breyt­ingar á vísi­tölu leigu­verðs fyrir apr­íl, maí og júní voru birtar síð­asta föstu­dag á vef Þjóð­skrár. Þær voru ekki birtar fyrr vegna verk­falls lög­fræð­inga hjá Sýslu­mann­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fram kemur í frétt Þjóð­skrár að talna­upp­lýs­ingar um leigu­verð í júní eru unnar upp úr 480 leigu­samn­ingum sem þing­lýst var í júní 2015.

Mik­ill munur eftir svæðum og gerð í Reykja­víkÞegar rýnt er nánar í gögn Þjóð­skrár eftir stærð hús­næð­is og svæðum sést að mik­ill munur er á verð­breyt­ingum síð­asta árið. Sam­kvæmt gögn­unum hefur með­al­-­leigu­verð á tveggja her­bergja íbúð í Reykja­vík vestan Kringlu­mýr­ar­brautar og á Sel­tjarn­ar­nesi hækkað um 6,4 pró­sent milli júní 2014 og júní 2015. Með­al­-­leigu­verð á þriggja her­bergja íbúð á sama svæð­i hefur lækkað um rúmt pró­sent og leigu­verð á fjög­urra til fimm her­bergja íbúð á sama stað hefur hækkað um rúm tíu pró­sent, sam­kvæmt þing­lýstum samn­ing­um.

Leigu­verð á tveggja her­bergja íbúð í Reykja­vík milli Kringlu­mýr­ar­brautar og Reykja­nes­brautar var um 14,7 pró­sentum hærra í júní 2015 en í júní 2014. Þriggja her­bergja íbúð á þessu svæði hefur á tíma­bil­inu hækkað um aðeins 1,6 pró­sent sam­kvæmt gögnum Þjóð­skrár og leigu­verð á fjög­urra til fimm her­bergja íbúð á þessu svæði hefur hækkað um 13 pró­sent milli ára að með­al­tali.

Auglýsing

Lækkun sögð eðli­legFjallað er um lækkun vísi­tölu leigu­verðs í júní í Morg­un­blað­inu í dag og er haft eftir Svani Guð­munds­syni, leigu­miðl­ara, að þró­unin sé eðli­leg. „Þetta kemur ekki mikið á óvart af feng­inni reynslu, bæði á þessum tíma og líka vegna þess að fólk ræður illa við leig­una. Það er minni eft­ir­spurn á sumrin en með haustinu eykst hún. Þegar skól­arnir byrja og þegar nær dregur ára­mótum eykst hún aft­ur,“ segir hann í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None