Beinn arður af raforku er rýr - Skilar stóriðja, sæstrengur eða eitthvað allt annað mestu?

landsvirkj12.jpg
Auglýsing

Ekk­ert land í heim­inum fram­leiðir jafn mikla raf­orku á mann og Íslandi og hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa af raf­orku­fram­leiðslu er óvíða hærra, eða nær hund­rað pró­sent. Engu að síður hefur beinn arður Íslend­inga af raf­orku­fram­leiðslu verið rýr. Það sést best á því að langstærsti raf­orku­fram­leið­andi lands­ins, Lands­virkj­un, hefur í 50 ár greitt um 15 millj­arða króna í arð að núvirði.

Þetta segir í nýjum Mark­aðs­punktum frá grein­ing­ar­deild Arion banka, þar sem spurt er hvernig nýta eigi orku­auð­lindir lands­ins. „Nú er þó tæki­færi til að snúa þessu við svo að eig­endur þess­ara auð­linda njóta beins ágóða. Eft­ir­spurn eftir grænni íslenskri raf­orku hefur lík­lega aldrei verið meiri og fer vax­and­i,“ segir í mark­aðs­punkt­un­um. „Í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar eru nú virkj­ana­kostir sem gætu fram­leitt um 9 ter­awatt­stundir (TWst) af raf­orku árlega og þar með aukið raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi um u.þ.b. 50%. Um leið og velt er upp hvort ráð­ast eigi virkj­anir þarf að spyrja: Hvert væri hag­kvæm­ast að selja alla þessa raf­orku?“

Auglýsing

Verð fyrir raf­orku þarf að stand­ast ávöxt­un­ar­kröfu

Í grein­ingu Arion banka eru virkj­ana­kostir í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætlun raðað upp eftir núvirtum með­al­kostn­aði, skamm­stafað LCOE. „Ef við tökum sem dæmi Þeista­reyki eftir stækk­un, sem er ódýr­asti virkj­ana­kost­ur­inn í nýt­ing­ar­flokki ramma­áælt­un­ar, er LCOE um 35 banda­ríkja­doll­arar á MWst, sem þýðir að virkj­unin stenst ekki áætl­aða ávöxt­un­ar­kröfu ef raf­orku­verð er undir því. Með öðrum orð­um, fjár­magni hefði verið betur varið í annað en virkjun ef raf­orkan verður seld á lægra verði. Ef verð er lægra en LCOE er bein­línis verið að nið­ur­greiða raf­ork­una.“Um Hvamms­virkj­un, sem nýlega var færð í nýt­ing­ar­flokk ramma­á­ætl­un­ar, segir að miðað við 45 doll­ara núvirtan með­al­kostnað þeirrar virkj­unar þurfi Lands­virkjun að fá meira en hún fær fyrir ork­una í dag til þess að sú virkjun stand­ist ávöxt­un­ar­kröfu. „Lands­virkjun þyrfti að fá hærra raf­orku­verð en í dag eigi sú virkjun að stand­ast ávöxt­un­ar­kröfu. Fyr­ir­tækið hefur gefið út að það stefni á að ná með­al­verð­inu upp í 43 US$/MWst, sem er svipað heild­sölu­verði til heim­ila er í dag. Á því verði myndi ríf­lega helm­ingur kosta stand­ast gefna ávöxt­un­ar­kröf­u,“ segir grein­ing­ar­deild Arion banka.

Ekki for­sendur fyrir nýju álveri

Í grein­inni er spurt hvort best sé að nýta raf­ork­una í sæstreng, raf­orku eða eitt­hvað ann­að. Rifjað er upp að hreinn hagn­aður Lands­virkj­unar og ann­arra orku­fram­leið­enda af sæstreng geti numið um 30 millj­örðum króna á gengi dags­ins í dag, stand­ist for­sendur sem meðal ann­ars gera ráð fyrir að 80 doll­arar fáist fyrir hverja MWst. Vísað er í nýlega grein­ingu frá bank­anum þar sem fjallað var um kosti og galla sæstrengs, og kallað eftir frek­ari umræðu um verk­efn­ið. Tekið er fram að mikil óvissa ríki um hverju sæstrengur gæti skilað og kanna þurfi kost­inn áður en hægt sé að full­yrða nokkuð um hag­kvæmni hans.Áliðn­að­ur­inn er stærsti við­skipta­vinur íslenskra orku­fyr­ir­tækja og skapar stóran hluta útflutn­ings­tekna lands­ins. Þrátt fyrir það virðast, sem stend­ur, ekki vera for­sendur fyrir bygg­ingu nýrra álvera hér á landi, m.v. það dæmi sem hér er tek­ið, sé horft til þess að núvirtur með­al­kostn­aður virkj­ana­kosta er langt yfir því sem stór­iðjan greiðir í dag. Sé miðað við núver­andi með­al­verð Lands­virkj­un­ar, álf­ram­leiðslu á Íslandi, raf­orku­kaup stór­iðju og heims­mark­aðs­verðs áls (frá London Metal Exchange) í júní sl., er raf­orku­kostn­aður álvera á Íslandi um  25% af tekjum þeirra. Hækki raf­orku­verð álvera upp í 43 US$/MWst, myndi raf­orku­kostn­að­ur­inn fara upp í 42% af tekj­um. Því má ætla að álverð þyrfti að hækka umtals­vert ef nýtt álver ætti að borga sig,“ segir grein­ing­ar­deild Arion um hag­kvæmni bygg­ingu nýs álvers á Íslandi.

Kannski skilar eitt­hvað allt annað mestu

Í lokakafla grein­ing­ar­innar segir að mögu­lega skili eitt­hvað allt annað en stór­iðja eða sæstrengur þjóð­inni mestum ábata.  „Þá er einnig mögu­legt að hvorki sæstrengur né álver skili þjóð­inni sem mestum ábata af orku­auð­lindum okkar heldur eitt­hvað allt ann­að. Aðal­at­riðið er ekki ein­ungis að verk­efni stand­ist ávöxt­un­ar­kröfu heldur einnig að þau skili sem mestri arð­semi til eig­enda íslenskra orku­fyr­ir­tækja – þjóð­ar­inn­ar. Áhugi á orku­auð­lindum Íslend­inga hefur vaxið sam­hliða miklum ferða­mann­straumi sem gerir ósnorta nátt­úru vafa­lítið enn verð­mæt­ari en áður, svo taka þarf einnig til­lit til þess.Áður en ónýtt orka í ter­awatta­vís verður bundin samn­ingum um ný álver, aðra stór­iðju eða sæstreng væri skyn­sam­legt að skoða jafn­framt til hlítar aðra kosti sem skilað geta sem mestum heild­ar­á­bata til þjóð­ar­bús­ins. Hvernig við síðan skiptum þeim ábata milli rík­is, land­eig­enda, sveit­ar­fé­laga og ann­arra hags­muna­að­ila er efni í aðra umræð­u.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None