Beinn arður af raforku er rýr - Skilar stóriðja, sæstrengur eða eitthvað allt annað mestu?

landsvirkj12.jpg
Auglýsing

Ekk­ert land í heim­inum fram­leiðir jafn mikla raf­orku á mann og Íslandi og hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa af raf­orku­fram­leiðslu er óvíða hærra, eða nær hund­rað pró­sent. Engu að síður hefur beinn arður Íslend­inga af raf­orku­fram­leiðslu verið rýr. Það sést best á því að langstærsti raf­orku­fram­leið­andi lands­ins, Lands­virkj­un, hefur í 50 ár greitt um 15 millj­arða króna í arð að núvirði.

Þetta segir í nýjum Mark­aðs­punktum frá grein­ing­ar­deild Arion banka, þar sem spurt er hvernig nýta eigi orku­auð­lindir lands­ins. „Nú er þó tæki­færi til að snúa þessu við svo að eig­endur þess­ara auð­linda njóta beins ágóða. Eft­ir­spurn eftir grænni íslenskri raf­orku hefur lík­lega aldrei verið meiri og fer vax­and­i,“ segir í mark­aðs­punkt­un­um. „Í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar eru nú virkj­ana­kostir sem gætu fram­leitt um 9 ter­awatt­stundir (TWst) af raf­orku árlega og þar með aukið raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi um u.þ.b. 50%. Um leið og velt er upp hvort ráð­ast eigi virkj­anir þarf að spyrja: Hvert væri hag­kvæm­ast að selja alla þessa raf­orku?“

Auglýsing

Verð fyrir raf­orku þarf að stand­ast ávöxt­un­ar­kröfu

Í grein­ingu Arion banka eru virkj­ana­kostir í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætlun raðað upp eftir núvirtum með­al­kostn­aði, skamm­stafað LCOE. „Ef við tökum sem dæmi Þeista­reyki eftir stækk­un, sem er ódýr­asti virkj­ana­kost­ur­inn í nýt­ing­ar­flokki ramma­áælt­un­ar, er LCOE um 35 banda­ríkja­doll­arar á MWst, sem þýðir að virkj­unin stenst ekki áætl­aða ávöxt­un­ar­kröfu ef raf­orku­verð er undir því. Með öðrum orð­um, fjár­magni hefði verið betur varið í annað en virkjun ef raf­orkan verður seld á lægra verði. Ef verð er lægra en LCOE er bein­línis verið að nið­ur­greiða raf­ork­una.“Um Hvamms­virkj­un, sem nýlega var færð í nýt­ing­ar­flokk ramma­á­ætl­un­ar, segir að miðað við 45 doll­ara núvirtan með­al­kostnað þeirrar virkj­unar þurfi Lands­virkjun að fá meira en hún fær fyrir ork­una í dag til þess að sú virkjun stand­ist ávöxt­un­ar­kröfu. „Lands­virkjun þyrfti að fá hærra raf­orku­verð en í dag eigi sú virkjun að stand­ast ávöxt­un­ar­kröfu. Fyr­ir­tækið hefur gefið út að það stefni á að ná með­al­verð­inu upp í 43 US$/MWst, sem er svipað heild­sölu­verði til heim­ila er í dag. Á því verði myndi ríf­lega helm­ingur kosta stand­ast gefna ávöxt­un­ar­kröf­u,“ segir grein­ing­ar­deild Arion banka.

Ekki for­sendur fyrir nýju álveri

Í grein­inni er spurt hvort best sé að nýta raf­ork­una í sæstreng, raf­orku eða eitt­hvað ann­að. Rifjað er upp að hreinn hagn­aður Lands­virkj­unar og ann­arra orku­fram­leið­enda af sæstreng geti numið um 30 millj­örðum króna á gengi dags­ins í dag, stand­ist for­sendur sem meðal ann­ars gera ráð fyrir að 80 doll­arar fáist fyrir hverja MWst. Vísað er í nýlega grein­ingu frá bank­anum þar sem fjallað var um kosti og galla sæstrengs, og kallað eftir frek­ari umræðu um verk­efn­ið. Tekið er fram að mikil óvissa ríki um hverju sæstrengur gæti skilað og kanna þurfi kost­inn áður en hægt sé að full­yrða nokkuð um hag­kvæmni hans.Áliðn­að­ur­inn er stærsti við­skipta­vinur íslenskra orku­fyr­ir­tækja og skapar stóran hluta útflutn­ings­tekna lands­ins. Þrátt fyrir það virðast, sem stend­ur, ekki vera for­sendur fyrir bygg­ingu nýrra álvera hér á landi, m.v. það dæmi sem hér er tek­ið, sé horft til þess að núvirtur með­al­kostn­aður virkj­ana­kosta er langt yfir því sem stór­iðjan greiðir í dag. Sé miðað við núver­andi með­al­verð Lands­virkj­un­ar, álf­ram­leiðslu á Íslandi, raf­orku­kaup stór­iðju og heims­mark­aðs­verðs áls (frá London Metal Exchange) í júní sl., er raf­orku­kostn­aður álvera á Íslandi um  25% af tekjum þeirra. Hækki raf­orku­verð álvera upp í 43 US$/MWst, myndi raf­orku­kostn­að­ur­inn fara upp í 42% af tekj­um. Því má ætla að álverð þyrfti að hækka umtals­vert ef nýtt álver ætti að borga sig,“ segir grein­ing­ar­deild Arion um hag­kvæmni bygg­ingu nýs álvers á Íslandi.

Kannski skilar eitt­hvað allt annað mestu

Í lokakafla grein­ing­ar­innar segir að mögu­lega skili eitt­hvað allt annað en stór­iðja eða sæstrengur þjóð­inni mestum ábata.  „Þá er einnig mögu­legt að hvorki sæstrengur né álver skili þjóð­inni sem mestum ábata af orku­auð­lindum okkar heldur eitt­hvað allt ann­að. Aðal­at­riðið er ekki ein­ungis að verk­efni stand­ist ávöxt­un­ar­kröfu heldur einnig að þau skili sem mestri arð­semi til eig­enda íslenskra orku­fyr­ir­tækja – þjóð­ar­inn­ar. Áhugi á orku­auð­lindum Íslend­inga hefur vaxið sam­hliða miklum ferða­mann­straumi sem gerir ósnorta nátt­úru vafa­lítið enn verð­mæt­ari en áður, svo taka þarf einnig til­lit til þess.Áður en ónýtt orka í ter­awatta­vís verður bundin samn­ingum um ný álver, aðra stór­iðju eða sæstreng væri skyn­sam­legt að skoða jafn­framt til hlítar aðra kosti sem skilað geta sem mestum heild­ar­á­bata til þjóð­ar­bús­ins. Hvernig við síðan skiptum þeim ábata milli rík­is, land­eig­enda, sveit­ar­fé­laga og ann­arra hags­muna­að­ila er efni í aðra umræð­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttir
None