Borgin borgar hátt í hálfan milljarð til að koma Borgarlínu í gegnum Knarrarvog

Reykjavíkurborg ætlar að greiða 460 milljónir fyrir fasteignir fyrirtækis við Knarrarvog 2, fyrir tengingu Borgarlínu í gegnum Vogahverfið. Borgin er einnig að semja við Barnavinafélagið Sumargjöf um landskika undir Borgarlínu handan Sæbrautar.

Reykjavíkurborg kaupir fasteignir Nýju sendibílastöðvarinnar á lóðinni við Knarrarvog 2, sem hér er merkt í gulu, á næstum hálfan milljarð, undir legu Borgarlínu.
Reykjavíkurborg kaupir fasteignir Nýju sendibílastöðvarinnar á lóðinni við Knarrarvog 2, sem hér er merkt í gulu, á næstum hálfan milljarð, undir legu Borgarlínu.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg ætlar sér að kaupa fast­eignir Nýju sendi­bíla­stöðv­ar­innar við Knarr­ar­vog 2 til þess að tryggt verði að hægt verði að nýta lóð­ina undir fyr­ir­hug­aða legu Borg­ar­línu. Kaup­verð sem samn­ingar hafa náðst um nemur 460 millj­ónum króna og hefur hlut­hafa­fundur Nýju sendi­bíla­stöðv­ar­innar sam­þykkt sölu á eign­unum fyrir sitt leyti.

Þessi upp­kaup borg­ar­innar voru til umfjöll­unar á fundi borg­ar­ráðs í gær og sam­þykkt af fjórum full­trúum meiri­hlut­ans gegn atkvæðum þriggja full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­ráði. Málið verður því rætt frekar í borg­ar­stjórn á næst­unni og tekið þar til loka­af­greiðslu.

Verð­mat fast­eigna­sala á bil­inu 330-345 millj­ónir

Kaup­verðið sem borgin hefur náð sam­komu­lagi um er sem áður segir 460 millj­ónir króna, en tveir fast­eigna­salar sem fram­kvæmdu verð­mat á fast­eign­unum fyrir borg­ina komust að þeirri nið­ur­stöðu að mark­aðs­verð lóð­ar­innar væri öllu lægra, eða á bil­inu 330-345 millj­ónir króna.

Samn­ingateymi á vegum borg­ar­innar virð­ist þannig hafa þurft að teygja sig nokkuð langt yfir mark­aðs­verðið til að fá Nýju sendi­bíla­stöð­ina til þess að sam­þykkja sölu á fast­eignum sínum í Knarr­ar­vogi.

Stefán Búa­son, stjórn­ar­for­maður og einn rúm­lega hund­rað hlut­hafa Nýju sendi­bíla­stöðv­ar­inn­ar, segir við Kjarn­ann að mis­mikil ánægja hafi verið á meðal hlut­hafa með söl­una, ein­hverjir séu ánægðir með þessa nið­ur­stöðu en aðrir ekki.

Spurður út í kaup­verðið segir hann ekki hægt að horfa bara á fer­metra­verðið sem borgin sé að greiða, þar sem Nýja sendi­bíla­stöðin fái ekki aðra lóð í Reykja­vík­ur­borg undir sína starf­semi.

Húsnæðið við Knarrarvog 2 hýsir bæði Nýju sendibílastöðina og aðra bíltengda þjónustustarfsemi. Mynd: Úr verðmati fasteignasölunnar Valhallar.

Því megi líta svo á að borgin sé að greiða hlut­höfum félags­ins „miska­bæt­ur“ umfram mark­aðs­verð fast­eign­anna í þessum við­skipt­um.

Í umsögn ann­ars fast­eigna­sal­ans sem verð­mat eign­ina segir að lóðin hafi ein­staka stað­setn­ingu. Hún sé ein­stak­lega stór og rúm­góð athafna­lóð sem vart eigi sér hlið­stæðu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sé mik­ils virði fyrir fyr­ir­tækið sem þar er með starf­semi.

Bæði borg­ar­ráðs­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks og áheyrn­ar­full­trúi Mið­flokks­ins gagn­rýndu að greitt væri yfir­verð fyrir lóð­ina, í bók­unum á fundi borg­ar­ráði. Í bókun Sjálf­stæð­is­manna sagði sömu­leiðis að það skyti skökku við að borgin væri að kaupa þessa eign þar sem mál­efni Borg­ar­lín­unnar væru í sér­stöku félagi, Betri sam­göngum ohf.

Auglýsing

„Fyr­ir­liggj­andi er verð­mat tveggja aðila sem er langt fyrir neðan það kaup­verð sem liggur fyrir fund­in­um. Hér er því verið að greiða yfir­verð fyrir eign sem á að rífa undir borg­ar­línu. Rétt er að benda á að þessi „fjár­fest­ing“ er ekki á fjár­hags­á­ætlun borg­ar­inn­ar,“ sagði í bókun full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks.

Í grein­ar­gerð eigna­skrif­stofu borg­ar­innar vegna kaupanna segir að gert verði ráð fyrir kaup­unum innan gild­andi fjár­fest­ing­ar­á­ætl­un­ar.

Samn­inga­við­ræður við eig­anda leik­skóla­lóðar handan Sæbrautar

Til við­bótar við þessi áform­uðu upp­kaup borg­ar­innar vegna Borg­ar­línu í Knarr­ar­vogi er Reykja­vík­ur­borg einnig í við­ræðum við lóð­ar­hafa handan Sæbraut­ar­innar um land til þess að koma Borg­ar­línu fyr­ir.

Við Suð­ur­lands­braut 75 á Barna­vina­fé­lagið Sum­ar­gjöf lóð og fast­eignir leik­skól­ans Steina­hlíð­ar, sem rek­inn er af Reykja­vík­ur­borg.

Þar er þó ekki stefnt á upp­kaup, heldur hefur samn­inga­fólk borg­ar­innar verið í við­ræðum við full­trúa Sum­ar­gjafar um breyt­ingar á lóða­mörk­um.

Leikskólinn Steinahlíð stendur á rúmlega 30 þúsund fermetra eignarlóð Barnavinafélagsins Sumargjafar við Suðurlandsbraut 75. Borgin ásælist skika af lóðinni undir legu Borgarlínu yfir í Vogabyggðina. Mynd: Af vef Steinahlíðar.

Kristín Haga­lín Ólafs­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Sum­ar­gjaf­ar, útskýrir fyrir blaða­manni Kjarn­ans að end­an­leg nið­ur­staða liggi ekki fyrir í þeim við­ræð­um, en að rætt hafi verið um að borgin taki til sín um 5.000 fer­metra land­bita af lóð­inni og bæti Sum­ar­gjöf það upp með því að láta sam­svar­andi land­skika norðan núver­andi lóðar í stað­inn.

Hún segir horft til þess að það land verði skipu­lagt sem grænt svæði fyrir börnin á leik­skól­anum og aðra borg­ar­búa. Ekki séu áform um upp­bygg­ingu fast­eigna á lóð­inni af hálfu Sum­ar­gjaf­ar, nema ef til vill eins leik­skóla­hús­næðis til við­bót­ar.

„Það eru hug­myndir um að byggja þarna upp virki­lega skemmti­legt svæði fyrir borg­ar­bú­ana og það er það sem okkur langar að ger­a,“ segir Krist­ín.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent