Borgin borgar hátt í hálfan milljarð til að koma Borgarlínu í gegnum Knarrarvog

Reykjavíkurborg ætlar að greiða 460 milljónir fyrir fasteignir fyrirtækis við Knarrarvog 2, fyrir tengingu Borgarlínu í gegnum Vogahverfið. Borgin er einnig að semja við Barnavinafélagið Sumargjöf um landskika undir Borgarlínu handan Sæbrautar.

Reykjavíkurborg kaupir fasteignir Nýju sendibílastöðvarinnar á lóðinni við Knarrarvog 2, sem hér er merkt í gulu, á næstum hálfan milljarð, undir legu Borgarlínu.
Reykjavíkurborg kaupir fasteignir Nýju sendibílastöðvarinnar á lóðinni við Knarrarvog 2, sem hér er merkt í gulu, á næstum hálfan milljarð, undir legu Borgarlínu.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg ætlar sér að kaupa fast­eignir Nýju sendi­bíla­stöðv­ar­innar við Knarr­ar­vog 2 til þess að tryggt verði að hægt verði að nýta lóð­ina undir fyr­ir­hug­aða legu Borg­ar­línu. Kaup­verð sem samn­ingar hafa náðst um nemur 460 millj­ónum króna og hefur hlut­hafa­fundur Nýju sendi­bíla­stöðv­ar­innar sam­þykkt sölu á eign­unum fyrir sitt leyti.

Þessi upp­kaup borg­ar­innar voru til umfjöll­unar á fundi borg­ar­ráðs í gær og sam­þykkt af fjórum full­trúum meiri­hlut­ans gegn atkvæðum þriggja full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­ráði. Málið verður því rætt frekar í borg­ar­stjórn á næst­unni og tekið þar til loka­af­greiðslu.

Verð­mat fast­eigna­sala á bil­inu 330-345 millj­ónir

Kaup­verðið sem borgin hefur náð sam­komu­lagi um er sem áður segir 460 millj­ónir króna, en tveir fast­eigna­salar sem fram­kvæmdu verð­mat á fast­eign­unum fyrir borg­ina komust að þeirri nið­ur­stöðu að mark­aðs­verð lóð­ar­innar væri öllu lægra, eða á bil­inu 330-345 millj­ónir króna.

Samn­ingateymi á vegum borg­ar­innar virð­ist þannig hafa þurft að teygja sig nokkuð langt yfir mark­aðs­verðið til að fá Nýju sendi­bíla­stöð­ina til þess að sam­þykkja sölu á fast­eignum sínum í Knarr­ar­vogi.

Stefán Búa­son, stjórn­ar­for­maður og einn rúm­lega hund­rað hlut­hafa Nýju sendi­bíla­stöðv­ar­inn­ar, segir við Kjarn­ann að mis­mikil ánægja hafi verið á meðal hlut­hafa með söl­una, ein­hverjir séu ánægðir með þessa nið­ur­stöðu en aðrir ekki.

Spurður út í kaup­verðið segir hann ekki hægt að horfa bara á fer­metra­verðið sem borgin sé að greiða, þar sem Nýja sendi­bíla­stöðin fái ekki aðra lóð í Reykja­vík­ur­borg undir sína starf­semi.

Húsnæðið við Knarrarvog 2 hýsir bæði Nýju sendibílastöðina og aðra bíltengda þjónustustarfsemi. Mynd: Úr verðmati fasteignasölunnar Valhallar.

Því megi líta svo á að borgin sé að greiða hlut­höfum félags­ins „miska­bæt­ur“ umfram mark­aðs­verð fast­eign­anna í þessum við­skipt­um.

Í umsögn ann­ars fast­eigna­sal­ans sem verð­mat eign­ina segir að lóðin hafi ein­staka stað­setn­ingu. Hún sé ein­stak­lega stór og rúm­góð athafna­lóð sem vart eigi sér hlið­stæðu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sé mik­ils virði fyrir fyr­ir­tækið sem þar er með starf­semi.

Bæði borg­ar­ráðs­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks og áheyrn­ar­full­trúi Mið­flokks­ins gagn­rýndu að greitt væri yfir­verð fyrir lóð­ina, í bók­unum á fundi borg­ar­ráði. Í bókun Sjálf­stæð­is­manna sagði sömu­leiðis að það skyti skökku við að borgin væri að kaupa þessa eign þar sem mál­efni Borg­ar­lín­unnar væru í sér­stöku félagi, Betri sam­göngum ohf.

Auglýsing

„Fyr­ir­liggj­andi er verð­mat tveggja aðila sem er langt fyrir neðan það kaup­verð sem liggur fyrir fund­in­um. Hér er því verið að greiða yfir­verð fyrir eign sem á að rífa undir borg­ar­línu. Rétt er að benda á að þessi „fjár­fest­ing“ er ekki á fjár­hags­á­ætlun borg­ar­inn­ar,“ sagði í bókun full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks.

Í grein­ar­gerð eigna­skrif­stofu borg­ar­innar vegna kaupanna segir að gert verði ráð fyrir kaup­unum innan gild­andi fjár­fest­ing­ar­á­ætl­un­ar.

Samn­inga­við­ræður við eig­anda leik­skóla­lóðar handan Sæbrautar

Til við­bótar við þessi áform­uðu upp­kaup borg­ar­innar vegna Borg­ar­línu í Knarr­ar­vogi er Reykja­vík­ur­borg einnig í við­ræðum við lóð­ar­hafa handan Sæbraut­ar­innar um land til þess að koma Borg­ar­línu fyr­ir.

Við Suð­ur­lands­braut 75 á Barna­vina­fé­lagið Sum­ar­gjöf lóð og fast­eignir leik­skól­ans Steina­hlíð­ar, sem rek­inn er af Reykja­vík­ur­borg.

Þar er þó ekki stefnt á upp­kaup, heldur hefur samn­inga­fólk borg­ar­innar verið í við­ræðum við full­trúa Sum­ar­gjafar um breyt­ingar á lóða­mörk­um.

Leikskólinn Steinahlíð stendur á rúmlega 30 þúsund fermetra eignarlóð Barnavinafélagsins Sumargjafar við Suðurlandsbraut 75. Borgin ásælist skika af lóðinni undir legu Borgarlínu yfir í Vogabyggðina. Mynd: Af vef Steinahlíðar.

Kristín Haga­lín Ólafs­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Sum­ar­gjaf­ar, útskýrir fyrir blaða­manni Kjarn­ans að end­an­leg nið­ur­staða liggi ekki fyrir í þeim við­ræð­um, en að rætt hafi verið um að borgin taki til sín um 5.000 fer­metra land­bita af lóð­inni og bæti Sum­ar­gjöf það upp með því að láta sam­svar­andi land­skika norðan núver­andi lóðar í stað­inn.

Hún segir horft til þess að það land verði skipu­lagt sem grænt svæði fyrir börnin á leik­skól­anum og aðra borg­ar­búa. Ekki séu áform um upp­bygg­ingu fast­eigna á lóð­inni af hálfu Sum­ar­gjaf­ar, nema ef til vill eins leik­skóla­hús­næðis til við­bót­ar.

„Það eru hug­myndir um að byggja þarna upp virki­lega skemmti­legt svæði fyrir borg­ar­bú­ana og það er það sem okkur langar að ger­a,“ segir Krist­ín.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent