Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð

Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Auglýsing

Borg­ar­ráð sam­þykkti á fundi sínum í dag að láta fjár­mála- og áhættu­svið Reykja­vík­ur­borgar meta kosti og galla þess að selja Mal­bik­un­ar­stöð­ina Höfða, sem er að öllu leyti í eigu borg­ar­innar og með póli­tískt skip­aða stjórn yfir sér. Leitað verður til óháðra ráð­gjafa vegna verk­efn­is­ins. Reykja­vík­­­ur­­borg hefur átt mal­bik­un­­ar­­stöð­ina í meira en 80 ár.

Sam­kvæmt mál­efna­samn­ingi núver­andi meiri­hluta borg­ar­stjórnar Reykja­vík­ur, sem sam­anstendur af Sam­fylk­ingu, Píröt­um, Við­reisn og Vinstri grænum átti að leggja Mal­bik­un­ar­stöð­inni Höfða til nýja lóð á kjör­tíma­bil­inu og kanna í kjöl­farið sölu á fyr­ir­tæk­in­u. 

Mal­bik­un­ar­stöðin hefur haft afnot af stórri lóð við Sæv­ar­höfða í Reykja­vík á grund­velli óskráðs ótíma­bund­ins afnota­samn­ings við Reykja­vík­ur­borg. Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg sem send var út í dag segir að borgin og mal­bik­un­ar­stöðin hafi nú gert með sér „Sam­komu­lag um brott­flutn­ing mal­bik­un­ar­stöðv­ar­innar vegna fyr­ir­hug­aðrar upp­bygg­ingar á nýju 20 þús­und manna hverfi á Ártúns­höfða og við Elliða­ár­vog, þar sem gert er ráð fyrir bland­aðri byggð með íbúðum og léttri þjón­ustu­starf­sem­i.“ Höfði þarf að víkja af lóð­inni fyrir lok þessa árs.

Fyr­ir­tækið keypti þess í stað lóð við Álf­hellu í Hafn­ar­firði og er flutn­ingur hennar þangað þegar haf­inn.

Með 91 pró­­sent hlut­­deild

Borg­­ar­­full­­trúar Sjálf­­stæð­is­­flokks hafa lengi verið mjög áfram um að mal­bik­un­­ar­­stöðin verði seld. Snemma árs 2017 lögðu full­­trúar flokks­ins í umhverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­víkur til að ráðið sam­­­þykki áskorun til borg­­­ar­ráðs um að selja hana. Sá vilji hefur verið ítrek­aður nokkrum sinnum síð­an, síð­ast í fyrra­haust.

Auglýsing
Í til­­­lög­unni frá 2017 sagði að ástæður þessa væru tvær, ann­­­ars vegar væri eign­­­ar­hald borg­­­ar­innar á Höfða ósam­­­rým­an­­­legt sjón­­­­­ar­miðum um heil­brigða sam­keppni og hag­­­kvæma opin­bera þjón­­­ustu og hins vegar mætti færa lagarök fyrir því að eign­­­ar­hald borg­­­ar­innar á mal­bik­un­­­ar­­­stöð­inni væri ólög­­mætt. Meg­in­regla sam­­­kvæmt íslenskum sveit­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­lögum væri að atvinn­u­­­rekstur sveit­­­ar­­­fé­laga á frjálsum mark­aði væri óheim­ill nema sér­­­­­stök laga­heim­ild kæmi til. Höfði var á þeim tíma með 73 pró­­sent mark­aðs­hlut­­deild í mal­bik­un­­ar­verk­efnum á vegum borg­­ar­inn­­ar. 

Athugun Við­­skipta­ráðs Íslands á útboðum áranna 2017 til 2020, sem gerð var opin­ber fyrr á þessu ári, sýndi svo að hlut­­deild Höfða í mal­bik­un­ar­út­­­boðum innan Reykja­víkur hafði auk­ist í 91 pró­­sent. Aðeins einu sinni af ell­efu vann annað fyr­ir­tækið þess háttar útboð á vegum borg­­ar­inn­­ar. 

Á meðal raka sem sett hafa verið fram fyrir eign­­ar­haldi Reykja­vík­­­ur­­borgar á Höfða eru þau að það tryggi sam­keppni, en lengi vel var aðeins eitt annað fyr­ir­tæki fram­­leiddi mal­bik á suð­vest­­ur­horni lands­ins. Fyr­ir­tækin eru nú orðin þrjú, fyrir utan Mal­bik­un­­ar­­stöð­ina Höfða. 

Ýmsir hag­að­ilar hafa líka skorað á borg­ina að selja fyr­ir­tækið í gegnum tíð­ina. Í lok apríl síð­­ast­lið­inn skrif­uðu til að mynda fram­­kvæmda­­stjórar Sam­­taka iðn­­að­­ar­ins og Við­­skipta­ráðs Íslands saman grein í Morg­un­­blaðið þar sem þeir hvöttu til þess.

Gera ráð fyrir arð­greiðslum 2025 og 2026

Mal­bik­un­­ar­­stöðin Höfði velti 1.429 millj­­ónum króna á árinu 2020 sem er 450 millj­­ónum krónum minna en fyr­ir­tækið velti á árinu 2019. Í árs­­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins er til­­­tekið að áhrif af COVID-19 hafi þó ekki verið veru­­lega mik­il. 

Alls tap­aði Höfði 16,7 millj­­ónum króna á árinu 2020  en hafði hagn­­ast um 115,7 millj­­ónir króna á árinu 2019. Inni í fyr­ir­tæk­inu var umtals­vert óráð­stafað eigið fé um síð­­­ustu ára­­mót, eða alls 1.247 millj­­ónir króna. Heildar eigið fé í lok árs 2020 var 1.490 millj­­ónir króna en ljóst er að eitt­hvað hefur gengiuð á það í fyrra og í ár. Sam­­kvæmt fjár­­hags­á­ætlun Reykja­vík­­­ur­­borgar vegna árs­ins 2022 mun eigin fé Höfða verða 1.079 millj­­ónir króna í lok þess árs.

Í inn­­­gangi Dags B. Egg­erts­­son­­ar, borg­­ar­­stjóra Reykja­vík­­­ur, í grein­­ar­­gerð sem fylgdi með frum­varpi um fjár­­hags­á­ætlun borg­­ar­innar fyrir árið 2022 og fimm ára áætlun hennar sem á að gilda til árs­ins 2026, var fjallað um mál­efni Mal­bik­un­­ar­­stöðv­­­ar­innar Höfða og greint frá flutn­ingnum í Hafn­­ar­­fjörð. 

Þrátt fyrir að borg­­ar­­stjóri hafi sagt þar að kostir og gallar þess að selja Mal­bik­un­­ar­­stöð­ina Höfða yrði skoð­aðir var gert ráð fyrir því í áætl­­un­inni að fyr­ir­tæki greiði borg­inni arð árin 2025 og 2026, sam­tals 70 millj­­ónir króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent