Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu

Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.

Vinnustaður
Auglýsing

Banda­rískir starfs­menn sem hafa þurft að vinna heima hjá sér í far­aldr­inum hafa nú aukið fram­leiðni sína um fimm til átta pró­sent vegna fjar­vinn­unn­ar. Búist er við að tæpur helm­ingur allra starfa vest­an­hafs verði með ein­hvers­konar fjar­vinnu­fyr­ir­komu­lagi þegar far­aldr­inum lýk­ur, þar sem starfs­menn geta að með­al­tali unnið tvo daga í viku heima hjá sér. Þetta eru nið­ur­stöður banda­rísks og mexíkósks rann­sókn­ar­hóps um fjar­vinnu.

Betra við­horf gagn­vart fjar­vinnu

Rann­sókn­ar­hóp­ur­inn sam­anstendur af vís­inda­mönnum frá Stan­for­d-há­skóla, Chicago-há­skóla og ITA­M-há­skóla í Mexíkó, en hann byggir sínar nið­ur­stöður á mán­að­ar­legum skoð­ana­könn­unum á banda­ríska vinnu­mark­aðn­um. Sam­kvæmt þessum könn­unum hefur við­horfið gagn­vart fjar­vinnu batnað tölu­vert frá byrjun far­ald­urs­ins, en meiri­hluti svar­enda segja fyr­ir­komu­lagið hafi reynst betur en búist var við.

Vinnu­veit­endur þar sem fjar­vinna hefur verið stunduð eru einnig jákvæð­ari í garð fyr­ir­komu­lags­ins heldur en áður, en nú búast þeir við að meira en 40 pró­sent af vinn­unni verði unnin utan skrif­stof­unnar þegar far­aldr­inum er lok­ið. Þetta er nokkur munur frá því í fyrra, en þá gerðu þessir sömu vinnu­veit­endur ráð fyrir að fjar­vinna yrði 30 pró­sent vinn­unnar eftir far­ald­ur­inn.

Auglýsing

Meiri reynsla komin á fyr­ir­komu­lagið

Sam­hliða þess­ari við­horfs­breyt­ingu benda kann­anir rann­sókn­ar­hóps­ins til þess að fram­leiðni starfs­mann­anna hefur auk­ist vegna fjar­vinn­unn­ar. Ef tekið er til­lit til sjálfs­mats þeirra á eigið vinnu­fram­lag á síð­ustu mán­uðum og tím­ans sem spar­ast við að ferð­ast ekki til og frá vinn­unni er fram­leiðnin nú fimm til átta pró­sentum meiri en hún hefði ann­ars ver­ið.

Nick Bloom, sem er hag­fræði­pró­fessor við Stan­for­d-há­skóla og með­limur rann­sókn­ar­hóps­ins, birti þessar nið­ur­stöður í Twitt­er-­færslu, sem sjá má hér að neð­an, fyrr í vik­unni.

Á mynd­inni hér að ofan sést hvernig fram­leiðnin vegna fjar­vinn­unnar hefur auk­ist á síð­ustu mán­uð­um, en sam­kvæmt Bloom má rekja þessa aukn­ingu til þess að meiri reynsla hafi kom­ist á fyr­ir­komu­lag­ið.

Í nýlegri við­tali rann­sókn­ar­hóps­ins við The Economist segir hann að fjar­vinnan sé lík­lega komin til að vera, þar sem vinnu­staðir hafi varið tíma og pen­ing í að aðlag­ast þessu nýja fyr­ir­komu­lagi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent