Flugvélabrak fannst á frönsku eyjunni Réunion í Indlandshafi í gær og nú er talið næstum öruggt að brakið sé úr týndu Boeing þotunni frá Malaysian Airlines, MH370, sem hvarf af ratsjám í mars í fyrra. Vélin hvarf af ratsjám yfir Indlandshafi þegar hún var á leið frá Kuala Lumpur til Peking.
Brakið er tveir metrar og er talið hluti af væng. Þá hefur verið greint frá því í morgun að ferðataska hafi einnig fundist, en hún gæti einnig hafa verið í flugvélinni. Sérstök rannsóknarteymi frá Frakklandi og Malasíu munu rannsaka brakið.
BREAKING '657BB' code found on wreckage is Boeing 777 flaperon according to manual #MH370 http://t.co/MlhHe777Wd pic.twitter.com/bM9DPNW5gw
Auglýsing
— AirLive.net (@airlivenet) July 30, 2015