Bréf í TM lækkuðu mikið eftir uppgjör sem olli fjárfestum vonbrigðum

tryggingami--stoe--in.jpg
Auglýsing

Gengi bréfa í Trygg­inga­mið­stöð­inni (TM) lækk­aði um 5,81 pró­sent í dag í alls 187,2 millj­óna króna við­skipt­um. Alls var veltan í Kaup­höll­inni í dag 736,6 millj­ónir króna og því voru við­skipti með bréf í TM fjórð­ungur allra við­skipta. Bréf í TM lækk­uðu mun meira en bréf í öðrum skráðum félög­um.

Gengi bréfa í TM, sem var skráð á markað í maí 2013, hefur lækkað tölu­vert und­an­farnar vikur og er nú 20,25 krónur á hlut. Þegar gengið var hæst, í des­em­ber 2013, var það 33 krónur á hlut. Síðan þá hefur gengi bréfa í TM því lækkað um tæp 39 pró­sent. Vert er þó að taka fram að ákveðið var að lækka hlutafé Í TM þann 12. mars síð­ast­liðn­um, sem hafði þau áhrif að gengið féll skarpt strax dag­inn eft­ir.

Vont veð­ur­ ­kost­aði rúman hálfan millj­arðTM birti árs­hluta­upp­gjör fyrir fyrstu þrjá mán­uði árs­ins eftir lokun mark­aða síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Það var síð­asti við­skipta­dagur síð­ustu viku þar sem lokað var fyrir við­skipti föstu­dag­inn 1. maí.

Upp­gjörið olli miklum von­brigðum á mark­aði, heild­ar­hagn­aður félags­insvar ein­ungis 72 millj­ónir króna á árs­fjórð­ungnum eða um tíu pró­sent af því sem hann var á sama tíma árið áður. Ástæðan er ein­föld: 542 millj­óna króna tap af vátrygg­inga­starf­semi TM. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar vegna upp­gjörs­ins segir m.a.: „Rúm­lega 500 m.kr tap af vátrygg­inga­starfs­semi skýrist meðal ann­ars af mik­illi aukn­ingu í fjölda eigna- og öku­tækjatjóna þar sem slæmt tíð­ar­far skiptir mest­u. Fjórð­ung­ur­inn hefur verið bæði ill­viðra- og úrkomu­samur með þeim afleið­ingum að marg­földun hefur orðið í fjölda mála tengdum erf­iðum akst­urs­skil­yrð­um, foki og óveðri. Því til stuðn­ings má nefna að tjón af völdum foks og óveð­urs voru tæp­lega 300 á fyrsta fjórð­ungi árs­ins 2015 en aðeins 2 á sama tíma í fyrra. Af­koma ábyrgð­ar- og slysa­trygg­inga var einnig nei­kvæð og undir vænt­ing­um. Aðeins tveir greina­flokkar vátrygg­inga, sjó- og líftrygg­ing­ar, skila hagn­að­i. Í ljósi afleitrar afkomu af vátrygg­inga­starf­semi á fjórð­ungnum er ekki útlit fyrir að mark­mið um 95% sam­sett hlut­fall í lok árs náist.“

Auglýsing

Á móti skil­uðu fjár­fest­ingar 872 millj­óna króna tekj­um. Þær tekjur vógu því að ein­hverju leyti upp tap félags­ins af vátrygg­inga­starf­semi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None