Breskir bankar rannsaka peningaþvætti FIFA

h_51642199-1.jpg
Auglýsing

Barclays og Stand­ard Chartered bank­arnir í Bret­landi hafa hafið rann­sókn á tengslum sínum við Alþjóða­knatt­spyrnu­sam­band­ið, FIFA, eftir ákærur á hendur hátt­settum mönnum innan sam­bands­ins.

Banda­ríska alrík­is­lög­reglan hefur ákært fjórtán ein­stak­linga vegna spill­ing­ar, mútu­þægni og pen­inga­þvættis í tengslum við FIFA. Komið hefur fram hjá lög­regl­unni að Barclays og Stand­ard Charter­ed, sem og HSBC bank­inn, hafi verið not­aðir í pen­inga­þvætt­ið.

Breska rík­is­út­varpið BBC greinir frá því að bæði Barclays og Stand­ard Chartered hafi hafið rann­sóknir á mál­inu, en aðeins sá síð­ar­nefndi hefur stað­fest það. HSBC-­bank­inn hefur ekki tjáð sig um mál­ið.

Auglýsing

Fleiri bankar voru nefndir í 164 blað­síðna ákæru­skjöl­unum gegn FIFA-­mönn­un­um. Bank­arnir eru ekki sak­aðir um að hafa gert nokkuð rangt, aðeins not­aðir til sönn­unar á ólög­legum greiðsl­um.

BBC segir þó víst að þessir þrír bresku bankar muni allir rann­saka málið vel, ekki síst vegna þess ða bæði HSBC og Stand­ard Chartered hafa á und­an­förnum árum greitt banda­rískum yfir­völdum háar upp­hæðir vegna þess að þeir hafa leyft pen­inga­þvætti eða greiðslur sem fara fram­hjá við­skipta­þving­unum sem Banda­ríkin hafa sett. Barclays er einnig með langan lista sekt­ar­greiðslna sem bank­inn þarf að greiða vegna ýmissa mála.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None