Elísabet Bretadrottning er byrjuð að tísta á Twitter. Hennar fyrsta tíst kom frá Vísindasafninu í London þar sem hún opnaði sýningu sem heitir Upplýsingaöldin (Information Age).
Bretadrottning mun framvegis tísta undir nafninu @BritishMonarchy en sá Twitter-aðgangur hefur til þessa verið til umsjónar hjá embættismönnum hinnar konunglegu fjölskyldu í Bretlandi. Fyrstu skilaboðin fóru til 724 þúsund fylgjenda.
Virkir notendur Twitter eru taldir vera um 20 milljónir, en Twitter hefur til þess haldið að sér nákvæmum upplýsingum þessi mál. Í september í fyrra gaf samfélagsmiðlarisinn út að virkir notendur í Bretlandi væru um 15 milljónir, en talið er að þeim hafi fjölgað ört síðan. Hún mun notast við svonefnt hashtag, #TheQueenTweets
It is a pleasure to open the Information Age exhibition today at the @ScienceMuseum and I hope people will enjoy visiting. Elizabeth R.
— BritishMonarchy (@BritishMonarchy) October 24, 2014