Hagvöxtur í Bretlandi mældist 2,6 prósent í fyrra, sem er töluvert meira en flestir höfðu búist við, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er mesti hagvöxtur í Bretlandi frá árinu 2007, en árið 2013 var hagvöxturinn 1,7 prósent.
Hagvöxturinn á síðustu þremur mánuðum ársins reyndist minni en vonir stóðu til, eða 0,5 prósent. Blikuru eru á lofti í efnahagsmálunum og óvissa hefur aukist.
Haft er eftir George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, að þessar tölur sýni að efnahagsbatinn frá því árið 2008, þegar fjármálakreppan var sem dýpst, sé viðvarðandi og að breska hagkerfið sé á réttri leið. Hann varaði jafnframt við því að alþjóðaumhverfið væri að versna og að rekstrarumhverfi alþjóðlegra fyrirtækja yrði því erfiðara á næstu misserum.