Bretar telja Pútín haga sér eins og einræðisherra á miðri 20. öld

h_51782709-1.jpg
Auglýsing

For­setar Úkra­ínu og Rúss­lands, Petro Poros­henko og Vla­dimír Pútín, munu funda með Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara og Francois Hollande Frakk­lands­for­seta í Minsk í Hvíta-Rúss­landi á mið­viku­dag. Þetta var ákveðið eftir að fjór­menn­ing­arnir áttu síma­fund sín á milli fyrr í dag.

Minsk hefur ákveðna merk­ingu í tengslum við borg­ara­stríðið í Úkra­ínu, en þar náð­ist sam­komu­lag um vopna­hlé í sept­em­ber. Vopna­hléið hélt þó ekki og átök hófust á ný mjög skömmu eftir það, en Poros­henko hefur sagt að nýtt vopna­hlé þurfi að byggja á skil­málum þess sem var sam­þykkt í Minsk.

Auglýsing


Sam­kvæmt tals­manni þýsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Steffen Seibert, ræddu leið­tog­arnir ýmsar til­lögur til að reyna að ná alhliða lausn á stríð­inu í aust­ur­hluta Úkra­ínu á fundi sínum í dag. Ekki hefur verið greint ítar­lega frá því í hverju frið­ar­um­leit­anir Frakka og Þjóð­verja felast, en Hollande Frakk­lands­for­seti hefur þó sagt að til­lög­urnar miði við að 50 til 70 kíló­metra hlut­laust svæði verði með­fram svæð­inu þar sem barist hefur ver­ið.Merkel og Hollande hafa tekið að sér að reyna að ná fram frið í Úkra­ínu fyrir hönd Vest­ur­landa. Merkel sagði í gær að það væri ekki víst að þeim tæk­ist ætl­un­ar­verk­ið, en hún sagð­ist telja það þess virði að reyna.Málið hefur verið í aðal­hlut­verki á örygg­is­ráð­stefn­unni í Munchen, sem lýkur í dag. Í morgun tal­aði John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, um mál­ið. Banda­ríkja­menn íhuga að veita stjórn­völdum í Úkra­ínu hern­að­ar­lega aðstoð, og sömu sögu hefur Atl­ants­hafs­banda­lag­ið. Veit­ing hern­að­ar­að­stoðar er mjög umdeild meðal leið­toga Vest­ur­land­anna, og Merkel sagði síð­ast í gær að hún væri mjög andsnúin þeirri hug­mynd. Fleiri vopn myndu bara gera ástandið verra.Kerry vís­aði því þó á bug að það væri mis­sætti milli Vest­ur­landa­ríkja, ein­hugur ríkti um að ná frið­sam­legri lausn á deil­unni.Philip Hamm­ond, utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands, gæti þó hafa hleypt olíu á eld Rússa með ummælum sínum í morg­un. Í við­tali við Sky News sagði hann að Vla­dimír Pútín hagi sér eins og ein­ræð­is­herra á miðri 20. öld­inni. „Þessi maður hefur sent her­menn yfir alþjóð­leg landa­mæri og hernumið svæði sem til­heyrir öðru ríki, á 21. öld­inni, hag­andi sér eins og ein­hver ein­ræð­is­herra á miðri 20. öld. Sið­aðar þjóðir haga sér ekki þannig. Við sjáum enga ástæðu til að umbera svona sví­virði­lega og gam­al­dags hegðun frá Kreml,“ sagði utan­rík­is­ráð­herr­ann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None