Bretar telja Pútín haga sér eins og einræðisherra á miðri 20. öld

h_51782709-1.jpg
Auglýsing

For­setar Úkra­ínu og Rúss­lands, Petro Poros­henko og Vla­dimír Pútín, munu funda með Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara og Francois Hollande Frakk­lands­for­seta í Minsk í Hvíta-Rúss­landi á mið­viku­dag. Þetta var ákveðið eftir að fjór­menn­ing­arnir áttu síma­fund sín á milli fyrr í dag.

Minsk hefur ákveðna merk­ingu í tengslum við borg­ara­stríðið í Úkra­ínu, en þar náð­ist sam­komu­lag um vopna­hlé í sept­em­ber. Vopna­hléið hélt þó ekki og átök hófust á ný mjög skömmu eftir það, en Poros­henko hefur sagt að nýtt vopna­hlé þurfi að byggja á skil­málum þess sem var sam­þykkt í Minsk.

Auglýsing


Sam­kvæmt tals­manni þýsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Steffen Seibert, ræddu leið­tog­arnir ýmsar til­lögur til að reyna að ná alhliða lausn á stríð­inu í aust­ur­hluta Úkra­ínu á fundi sínum í dag. Ekki hefur verið greint ítar­lega frá því í hverju frið­ar­um­leit­anir Frakka og Þjóð­verja felast, en Hollande Frakk­lands­for­seti hefur þó sagt að til­lög­urnar miði við að 50 til 70 kíló­metra hlut­laust svæði verði með­fram svæð­inu þar sem barist hefur ver­ið.Merkel og Hollande hafa tekið að sér að reyna að ná fram frið í Úkra­ínu fyrir hönd Vest­ur­landa. Merkel sagði í gær að það væri ekki víst að þeim tæk­ist ætl­un­ar­verk­ið, en hún sagð­ist telja það þess virði að reyna.Málið hefur verið í aðal­hlut­verki á örygg­is­ráð­stefn­unni í Munchen, sem lýkur í dag. Í morgun tal­aði John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, um mál­ið. Banda­ríkja­menn íhuga að veita stjórn­völdum í Úkra­ínu hern­að­ar­lega aðstoð, og sömu sögu hefur Atl­ants­hafs­banda­lag­ið. Veit­ing hern­að­ar­að­stoðar er mjög umdeild meðal leið­toga Vest­ur­land­anna, og Merkel sagði síð­ast í gær að hún væri mjög andsnúin þeirri hug­mynd. Fleiri vopn myndu bara gera ástandið verra.Kerry vís­aði því þó á bug að það væri mis­sætti milli Vest­ur­landa­ríkja, ein­hugur ríkti um að ná frið­sam­legri lausn á deil­unni.Philip Hamm­ond, utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands, gæti þó hafa hleypt olíu á eld Rússa með ummælum sínum í morg­un. Í við­tali við Sky News sagði hann að Vla­dimír Pútín hagi sér eins og ein­ræð­is­herra á miðri 20. öld­inni. „Þessi maður hefur sent her­menn yfir alþjóð­leg landa­mæri og hernumið svæði sem til­heyrir öðru ríki, á 21. öld­inni, hag­andi sér eins og ein­hver ein­ræð­is­herra á miðri 20. öld. Sið­aðar þjóðir haga sér ekki þannig. Við sjáum enga ástæðu til að umbera svona sví­virði­lega og gam­al­dags hegðun frá Kreml,“ sagði utan­rík­is­ráð­herr­ann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None