BSRB harmar umræðu um opinbera starfsmenn

13896336488-7c9d641fbd-z.jpg
Auglýsing

Stjórn BSRB harmar nei­kvæða og vill­andi umræðu sem hefur verið áber­andi í garð opin­berra starfs­manna á und­an­förnum vik­um. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn­inni. Tekið er fram í álykt­un­inni að störfum á vegum rík­is­ins hafi fækkað um meira en 10 pró­sent frá efna­hags­hurni. „Þrátt fyrir mikla fækkun starfs­fólks hefur stofn­unum rík­is­ins verið gert að halda óbreyttu þjón­ustu­stig­i,“ segir í álykt­unn­inni.

Minnt er á það í álykt­unn­inni að opin­berir starfs­menn hafi staðið vörð um grunn­þjón­ustu í sam­fé­lag­inu á erf­iðum tím­um, ekki síst heil­brigð­is­þjón­ustu og umönnun ýmis kon­ar.

Álykt­unin er fer hér að neðan í heild sinni.

Auglýsing

Stjórn BSRB harmar þá nei­kvæðu og vill­andi umræðu sem hefur verið áber­andi í garð opin­berra starfs­manna á und­an­förnum vik­um.

Störfum á vegum rík­is­ins hefur fækkað um meira en 10% frá efna­hags­hruni. Þrátt fyrir mikla fækkun starfs­fólks hefur stofn­unum rík­is­ins verið gert að halda óbreyttu þjón­ustu­stigi. Yfir­gnæf­andi meiri­hluti opin­berra starfs­manna sinnir grunn­stoðum sam­fé­lags­ins. Þeir veita heil­brigð­is­þjón­ustu og umönn­un, tryggja öryggi okkar og veita mennt­un. Það fólk sem í almanna­þjón­ust­unni starfar hefur frá efna­hags­hruni lagt á sig ómælt erf­iði til að halda grunn­þjón­ustu lands­ins gang­andi.

Þrátt fyrir það hefur hluti kjör­inna full­trúa reglu­lega vegið gróf­lega að starfs­heiðri þessa fólks með mjög ósann­gjörnum hætti. Ítrekað hafa rang­færslur um rétt­indi opin­berra starfs­manna, kjör þeirra og fjölda verið sett fram sem sann­indi. Allt tal um frek­ari fækkun opin­berra starfs­manna myndi aftur á móti kalla á gjör­breytta þjóð­fé­lags­mynd – skert öryggi, lak­ari mennt­un­ar­mögu­leika og veik­ara heil­brigð­is­kerfi.

Stjórn BSRB krefst þess að umræða um rekstur rík­is­ins og opin­bera starfs­menn byggi á stað­reyndum en ekki ósönnum full­yrð­ing­um, sem virð­ast vera settar fram í þeim til­gangi að rétt­læta frek­ari nið­ur­skurð og skerða rétt­indi opin­berra starfs­manna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None