Íslensk upplýsingalög gilda um íslensk TiSA-gögn

kjarninn_gunnarbragi_vef.jpg
Auglýsing

TiSA-­samn­ing­ur­inn verður gerður opin­ber strax og Ísland hefur und­ir­ritað hann og íslensk upp­lýs­inga­lög gilda um öll gögn sem Ísland leggur fram í samn­ings­við­ræð­un­um. Íslensk stjórn­völd virða hins vegar „þá stað­reynd að ólíkar reglur gilda um opin­beran aðgang að upp­lýs­ingum ein­stakra þátt­töku­ríkja".

Þetta kemur fram í skrif­legu svari utan­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­konu Pírata, um TiSA-við­ræð­urnar sem barst í gær. Svarið er hægt að lesa í heild sinni hér.

Kjarn­inn og ýmsir aðrir fjöl­miðlar víðs­vegar um heim­inn greindu skjölum úr TiSA-við­ræð­unum um aukið frelsi fjár­mála­þjón­ustu á alþjóða­mörk­uðum þann 19. júní síð­ast­lið­inn. Wiki­leaks komst yfir skjöl­in, sem eru dag­sett 19. apríl 2014, og kom þeim til val­ina fjöl­miðla. Kjarn­inn var eini íslenski fjöl­mið­illi sem var boðið að taka þátt í því sam­starfi. Hægt er að lesa skjölin hér.

Auglýsing

Fimm ára trún­aðurÁ meðal þess sem kom fram í skjöl­unum var að vilji sé til þess að vinda ofan af því reglu­verki sem sett hefur verið á fjár­mála­þjón­ustu eftir hrun, liðka fyrir veru lyk­il­stjórn­enda og sér­fræð­inga í öðrum löndum en þeirra eigin heima­löndum umfram aðra og setja upp ein­hvers konar yfir­þjóð­legan dóm­stól til að taka ákvarð­anir um deilu­mál sem munu spretta upp á milli fjár­mála­fyr­ir­tækja og þjóða í fram­tíð­inni.

Mikil leynd hvílir yfir skjöl­unum sem Kjarn­inn greindi frá, og birti, og við­ræð­unum í heild. Þær þykja afar við­kvæmar enda verið að sýsla með grund­vall­ar­rétt­indi á vett­vangi sem lýtur í raun engum regl­um. Á for­síðu skjal­anna segir meðal ann­ars að ekki megi aflétta trún­aði á þeim fyrr en fimm árum eftir að TiSA-­sam­komu­lagið taki gildi eða fimm árum eftir að við­ræð­unum ljúki, fari svo að samn­ingar náist ekki. Á skjöl­unum stendur að þau verði að „vera vistuð í lok­aðri eða öruggri bygg­ingu, her­bergi eða hirslu“.

Talið auka ójöfnuð gríð­ar­legaAl­þjóða­sam­tök starfs­fólks í almanna­þjón­ustu (PSI) hafa gagn­rýnt TiSA-við­ræð­urnar harð­lega. Í skýrslu sem þau gáfu út í lok apríl 2014 segir meðal ann­ars að við­ræð­urnar séu vís­vit­andi til­raun til að auka hagnað stærstu og rík­ustu fyr­ir­tækja og þjóð­ríkja heims á kostnað þeirra sem verst hafa það. Verði sam­komu­lagið að veru­leika muni það auka ójöfnuð gríð­ar­lega.

„Þetta sam­komu­lag mun koma fram við far­and­verka­menn (e. migr­ant wor­kers) sem vöru og tak­marka getu rík­is­stjórna til að tryggja rétt­indi þeirra,“ segir enn fremur í skýrslu PSI.

Heitir sam­ráðiÍ svari Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Birgittu Jóns­dóttur vegna TiSA-við­ræðn­anna kemur fram að ákvörðum um að taka þátt í við­ræð­unum hafi verið tekin í des­em­ber 2012, í tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar. Öll helstu sam­starfs­ríki Íslands taka einnig þátt í við­ræð­un­um.

Í svar­inu kemur fram að Ísland hafi sótt alls níu fundi vegna við­ræðn­anna, þar af sex form­legar samn­ingslot­ur. Gunnar Bragi heitir sam­ráði við utan­rík­is­mála­nefnd og segir að henni verði gert kleift að koma sjón­ar­miðum sínum á við­ræð­unum á fram­færi.

Hér­lend upp­lýs­inga­lög gilda um inn­lend gögnEin spurn­ingin í fyr­ir­spurn Birgittu er svohljóð­andi: „Er ráð­herra með­vit­aður um að ekki má aflétta trún­aði af skjölum sem liggja til grund­vallar samn­ingnum í fimm ár eftir að sam­komu­lagið tekur gildi og hvernig hyggst ráð­herra gera þing­inu grein fyrir samn­ingnum ef slíkar tak­mark­anir eru í gild­i?“

Í svari ráð­herra segir að samn­ing­ur­inn verði gerður opin­ber strax og hann verður und­ir­rit­aður og „um þau gögn sem Ísland leggur fram í samn­ings­við­ræð­unum gilda hér­lend upp­lýs­inga­lög en eins og i öllu alþjóða­sam­starfi verður að virða þá stað­reynd að ólíkar reglur gilda um opin­beran aðgang að upp­lýs­ingum ein­stakra þátt­töku­ríkja. Af hálfu Íslands verður starfað sam­kævmt íslenskri upp­lýs­inga­gjöf en á sama tíma virtur áskiln­aður um trúnað sem önnur þátt­töku­ríki gera áskilnað um þegar kemur að gögnum sem þessi ríki leggja fram“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None