Búið að semja við viðskiptabankana um Leiðréttinguna

FullSizeRender.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið hefur kom­ist að sam­komu­lagi við íslensku við­skipta­bank­ana þrjá um aðferð­ar­fræð­ina sem beita á við útreikn­inga á virði þeirra hús­næð­is­lána sem á að lækka höf­uð­stól­inn á, sam­kvæmt leið­rétt­inga­á­formum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta stað­festir Tryggvi Þór Her­berts­son, verk­efna­stjóri leið­rétt­ing­ar­inn­ar, við Kjarn­ann og segir að sam­komu­lagið hafi verið gert síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Fyrir lá að sam­komu­lagið þyrfti að nást fyrir lok þessa árs. Það hefur nú tek­ist.

Hvorki á að skap­ast tap né hagn­aðurNið­ur­fell­ing á verð­tryggðum hús­næð­is­lánum var eitt helsta stefnu­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún á að kosta allt að 80 millj­arða króna og í byrjun nóv­em­ber gátu þeir sem sóttu um nið­ur­fell­ingu fengið að vita hvað þeir áttu að fá. Þeir hafa síðan þurft að stað­festa nið­ur­stöð­una.

Tryggvi Þór Herbertsson er verkefnastjóri Leiðréttingarinnar. Tryggvi Þór Her­berts­son er verk­efna­stjóri Leið­rétt­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Þegar til­kynnt var um hversu mikið hver ætti að fá lá ekki fyrir sam­komu­lag við Arion banka, Íslands­banka og Lands­banka um hvernig verð­tryggð lán í þeirra eigu yrðu nið­ur­færð. Eft­ir­lits­stofnun EFTA, ESA, fylgd­ist grannt með þeim við­ræðum vegna þess að  mjög mis­mun­andi er hvort lán­veit­endur séu að hagn­ast nið­ur­greiðslu rík­is­sjóðs á höf­uð­stóli hús­næð­is­lána. Í lögum um lækkum höf­uð­stóls verð­tryggðra hús­næð­is­lána sem sam­þykkt voru í maí síð­ast­liðnum segir að miða skuli við „að hvorki skap­ist hagn­aður né tap hjá samn­ings­að­ila vegna greiðslu rík­is­sjóðs á leið­rétt­inga­hluta láns“.

Við­ræð­urn­ar, sem nú er lok­ið, snér­ust um að við­skipta­bank­arnir fái ekki meira til baka af sumum lánum sínum vegna leið­rétt­ing­ar­innar en þeir gátu vænst ef hún hefði ekki orðið að veru­leika. Þeir eiga ekki að„hagnast“ á fram­kvæmd­inni. Sam­komu­lagið á að tryggja að svo sé ekki.

Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að vera aðstandandi veiks foreldris
Kjarninn 20. júlí 2019
Bjarni Már Magnússon
Þriðji orkupakkinn og sæstrengir
Kjarninn 20. júlí 2019
Tæplega 60 jarðir á Íslandi í eigu erlendra fjárfesta
Félagið Dylan Holding S.A. er sagt í eigu auðjöfursins Ratcliffe. Félagið er móðurfélag 20 annarra félaga sem skráð eru eigendur jarða á Íslandi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None