Búið að semja við viðskiptabankana um Leiðréttinguna

FullSizeRender.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið hefur kom­ist að sam­komu­lagi við íslensku við­skipta­bank­ana þrjá um aðferð­ar­fræð­ina sem beita á við útreikn­inga á virði þeirra hús­næð­is­lána sem á að lækka höf­uð­stól­inn á, sam­kvæmt leið­rétt­inga­á­formum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta stað­festir Tryggvi Þór Her­berts­son, verk­efna­stjóri leið­rétt­ing­ar­inn­ar, við Kjarn­ann og segir að sam­komu­lagið hafi verið gert síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Fyrir lá að sam­komu­lagið þyrfti að nást fyrir lok þessa árs. Það hefur nú tek­ist.

Hvorki á að skap­ast tap né hagn­aðurNið­ur­fell­ing á verð­tryggðum hús­næð­is­lánum var eitt helsta stefnu­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún á að kosta allt að 80 millj­arða króna og í byrjun nóv­em­ber gátu þeir sem sóttu um nið­ur­fell­ingu fengið að vita hvað þeir áttu að fá. Þeir hafa síðan þurft að stað­festa nið­ur­stöð­una.

Tryggvi Þór Herbertsson er verkefnastjóri Leiðréttingarinnar. Tryggvi Þór Her­berts­son er verk­efna­stjóri Leið­rétt­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Þegar til­kynnt var um hversu mikið hver ætti að fá lá ekki fyrir sam­komu­lag við Arion banka, Íslands­banka og Lands­banka um hvernig verð­tryggð lán í þeirra eigu yrðu nið­ur­færð. Eft­ir­lits­stofnun EFTA, ESA, fylgd­ist grannt með þeim við­ræðum vegna þess að  mjög mis­mun­andi er hvort lán­veit­endur séu að hagn­ast nið­ur­greiðslu rík­is­sjóðs á höf­uð­stóli hús­næð­is­lána. Í lögum um lækkum höf­uð­stóls verð­tryggðra hús­næð­is­lána sem sam­þykkt voru í maí síð­ast­liðnum segir að miða skuli við „að hvorki skap­ist hagn­aður né tap hjá samn­ings­að­ila vegna greiðslu rík­is­sjóðs á leið­rétt­inga­hluta láns“.

Við­ræð­urn­ar, sem nú er lok­ið, snér­ust um að við­skipta­bank­arnir fái ekki meira til baka af sumum lánum sínum vegna leið­rétt­ing­ar­innar en þeir gátu vænst ef hún hefði ekki orðið að veru­leika. Þeir eiga ekki að„hagnast“ á fram­kvæmd­inni. Sam­komu­lagið á að tryggja að svo sé ekki.

Arion banki gaf ekki út lánsloforð vegna Primera Air
Arion banki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru athugasemdir við rangfærslur Andra Más Ingólfssonar. Arion banki segir að þrátt fyrir að bankinn hafi átt í viðræðum við Primera Air þá hafi bankinn ekki gefið fyrirheit um lánveitingu.
Kjarninn 13. desember 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Eignarhald ríkisins skapar tækifæri
Kjarninn 13. desember 2018
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Vill enginn ódýrari iPhone?
Kjarninn 13. desember 2018
Bréf Icelandair rjúka upp eftir fréttir af samdrætti hjá WOW
WOW air dregur verulega saman rekstur sinn. Afleiðing þess er sú að hlutabréfaverð í stærsta samkeppnisaðila fyrirtækisins hefur hækkað verulega.
Kjarninn 13. desember 2018
Fjöldauppsagnir hjá WOW og flugvélum fækkað
Mörg hundruð manns verður sagt upp í dag hjá WOW air og mun félagið selja fjórar vélar.
Kjarninn 13. desember 2018
Sólveig Anna Jónsdóttir
Hver er krafa vinnuaflsins?
Kjarninn 13. desember 2018
Primera air
Travelco tapaði fimm milljörðum á falli Primera air
Andri Már Ingólfsson segir tap Travelco nema fimm milljörðum vegna gjaldþrots Primera air. Andri Már segir að Primera Air væri enn í rekstri hefði Arion banki verið reiðubúinn til að veita félaginu brúarfjármögnun líkt og staðið hafði til.
Kjarninn 13. desember 2018
Vantrausttillaga gegn May felld í breska þinginu
Skömmu fyrir kosninguna lýsti hún því yfir að hún myndi hætta sem forsætisráðherra í lok kjörtímabilsins.
Kjarninn 12. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None