Búið að semja við viðskiptabankana um Leiðréttinguna

FullSizeRender.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið hefur kom­ist að sam­komu­lagi við íslensku við­skipta­bank­ana þrjá um aðferð­ar­fræð­ina sem beita á við útreikn­inga á virði þeirra hús­næð­is­lána sem á að lækka höf­uð­stól­inn á, sam­kvæmt leið­rétt­inga­á­formum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta stað­festir Tryggvi Þór Her­berts­son, verk­efna­stjóri leið­rétt­ing­ar­inn­ar, við Kjarn­ann og segir að sam­komu­lagið hafi verið gert síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Fyrir lá að sam­komu­lagið þyrfti að nást fyrir lok þessa árs. Það hefur nú tek­ist.

Hvorki á að skap­ast tap né hagn­aðurNið­ur­fell­ing á verð­tryggðum hús­næð­is­lánum var eitt helsta stefnu­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún á að kosta allt að 80 millj­arða króna og í byrjun nóv­em­ber gátu þeir sem sóttu um nið­ur­fell­ingu fengið að vita hvað þeir áttu að fá. Þeir hafa síðan þurft að stað­festa nið­ur­stöð­una.

Tryggvi Þór Herbertsson er verkefnastjóri Leiðréttingarinnar. Tryggvi Þór Her­berts­son er verk­efna­stjóri Leið­rétt­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Þegar til­kynnt var um hversu mikið hver ætti að fá lá ekki fyrir sam­komu­lag við Arion banka, Íslands­banka og Lands­banka um hvernig verð­tryggð lán í þeirra eigu yrðu nið­ur­færð. Eft­ir­lits­stofnun EFTA, ESA, fylgd­ist grannt með þeim við­ræðum vegna þess að  mjög mis­mun­andi er hvort lán­veit­endur séu að hagn­ast nið­ur­greiðslu rík­is­sjóðs á höf­uð­stóli hús­næð­is­lána. Í lögum um lækkum höf­uð­stóls verð­tryggðra hús­næð­is­lána sem sam­þykkt voru í maí síð­ast­liðnum segir að miða skuli við „að hvorki skap­ist hagn­aður né tap hjá samn­ings­að­ila vegna greiðslu rík­is­sjóðs á leið­rétt­inga­hluta láns“.

Við­ræð­urn­ar, sem nú er lok­ið, snér­ust um að við­skipta­bank­arnir fái ekki meira til baka af sumum lánum sínum vegna leið­rétt­ing­ar­innar en þeir gátu vænst ef hún hefði ekki orðið að veru­leika. Þeir eiga ekki að„hagnast“ á fram­kvæmd­inni. Sam­komu­lagið á að tryggja að svo sé ekki.

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None