Búið að skipa nýjan varamann Framsóknar í stað Gústafs Níelssonar

Screen-Shot-2015-01-22-at-11.42.22.png
Auglýsing

Gréta Björg Egils­dóttir var í gær­kvöldi skipuð vara­maður Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina í mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur. Þetta var gert á borg­ar­stjórn­ar­fundi sem lauk um klukkan hálf eitt í nótt. Hún kemur í stað Gúst­afs Níels­son­ar, en hann hafði verið kjör­inn sem vara­maður á síð­asta borg­ar­stjórn­ar­fundi.

Skipan Gúst­afs var strax harð­lega gagn­rýnd vegna yfir­lýstra skoð­ana hans á múslimum og sam­kyn­hneigðum, sem hann hefur skrifað margar greinar í blöð um. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn dró skipan hans til baka á hádegi dag­inn eftir að hún átti sér stað. Í til­kynn­ingu frá borg­ar­stjórn­ar­flokknum kom fram að skipun Gúst­afs hafi verið mis­tök. Í fjöl­miðlum sögðu borg­ar­full­trúar Fram­sóknar að þær hefðu ekki vitað af skoð­unum og skrifum Gúst­afs um sam­kyn­hneigða.

Þá höfðu tveir ráð­herrar hans, Eygló Harð­ar­dóttir og Gunnar Bragi Sveins­son, gagn­rýnt hana opin­ber­lega, og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður flokks­ins, fundað með borg­ar­full­trú­unum sem skip­uðu Gúst­af. Hins vegar var ekki hægt að skipa nýjan vara­mann fyrr en á næsta borg­ar­stjórn­ar­fundi, og hann fór fram í gær.

Auglýsing

Daður við öfga­stefnu og ras­ismaHefð er fyrir því að sam­þykkja til­nefn­ingar flokka í ráð. Sú hefð hefur heldur betur raskast vegna Gúst­afs. Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri sat hjá þegar kosið var um skipan hans fyrir tveimur vikum og sagði ástæð­una vera sú að hann þekkti til mál­flutn­ings Gúst­afs. Auk Dags sátu borg­ar­full­trú­arn­ir ­Sóley Tóm­as­dótt­ir, Skúli Helga­son, Heiða Björg Hilm­is­dóttir og Hall­dór Auðar Svans­son hjá við kosn­ingu Gúst­afs.

Í gær sátu síðan þrír borg­ar­full­trúar hjá við kosn­ingu á nýjum vara­manni Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina í mann­réttinda­ráð. S. Björn Blön­dal, for­maður borg­ar­ráðs, Sóley Tóm­as­dótt­ir, Vinstri græn­um, og Hall­dór Auðar Svans­son Pírati.

Björn sagði ástæð­una daður Fram­sókn­ar­flokks og flug­vall­ar­vina við öfga­stefnu og ras­isma. Sóley Tóm­as­dóttir sagði borg­ar­full­trú­unum ekki treystandi til að til­nefna í mann­réttinda­ráð og hún vildi ekki taka ábyrgð á þeirra til­nefn­ing­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None