Kauphöllin segir að "áhyggjuefni" hversu lítið gagnsæi sé

pallvef.jpg
Auglýsing

Páll Harð­ar­son, for­stjóri Kaup­hallar Íslands, segir það áhyggju­efni hversu lítið gagn­sæi sé í kringum afgreiðslu und­an­þága frá gjald­eyr­is­höft­um, "einkum ef haft er í huga hversu mik­il­vægar ákvarð­anir er um að ræða sem geta haft verueg áhrif á umsækj­endur og íslenskt efna­hagslif, eins og nýleg dæmi sanna". Þetta kemur fram í grein sem Páll ritar í Mark­að­inn í dag.

Nýlega dæmið sem Páll vísar er til eru áform Promens um að flytja höf­uð­stöðvar sínar út landi ef tekst að ganga frá sölu á öllu hlutafé þess til breska fyr­ir­tæk­is­ins RPC. Helsta ástæða þess sem núver­andi eig­endur Promens, Fram­taks­sjóður Íslands og félag í eigu Lands­bank­ans, hafa gefið fyrir söl­unni er sú að Promens hafi ekki fengið und­an­þágu frá gjald­eyr­is­höftum og því ekki getað vaxið í takt við alþjóð­lega sam­keppni.

Ákvörðun Promens hefur verið harð­lega gagn­rýnd, meðal ann­ars af Guðna Ágústs­syni, fyrrum for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann hefur kallað eftir því að lög verði end­ur­skoðuð vegna þessa. Gagn­rýnin kemur í kjöl­far þess að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði á þingi að ekki væri allt sem sýnd­ist í full­yrð­ingum þess efnis að Promens hafi flutt höf­uð­stöðvar sínar úr landi vegna haftaum­hverf­is. Fyr­ir­tækið hafi á liðnum árum fengið und­an­þágur frá gjald­eyr­is­höftum en að seðla­bank­inn hafi ekki viljað nið­ur­greiða fjár­fest­ingar þess erlend­is. Promens seg­ist hins vegar ein­ungis hafa sótt um hefð­bundna und­an­þágu frá fjár­magns­höft­um. Þar sem beiðnin er ekki opin­ber getur almenn­ingur ekki lagt sjálf­stætt mat á hvað sé rétt í mál­inu né hvort jafn­ræðis sé gætt við veit­ingu und­an­þágu­beiðna.

Auglýsing

Höfuðstöðvar Promens verða fluttar úr landi vegna þess að fyrirtækið fékk ekki ákveðnar undanþágur frá fjármagnshöftum. Höf­uð­stöðvar Promens verða fluttar úr landi vegna þess að fyr­ir­tækið fékk ekki ákveðnar und­an­þágur frá fjár­magns­höft­u­m.

Ótví­ræður ávinn­ingurÍ grein sinni í dag segir Páll að Seðla­bank­inn telj­i ­gagn­sæi tak­mörk­unum háð vegna þagn­ar­skyldu gagn­vart umsækj­end­um. Það hafi verið reynt að koma til móts við kröfu um aukið gagn­sæi með birt­ingu upp­lýs­inga um almenna fram­kvæmd und­an­þágu­beiðna á heima­síðu bank­ans, en umsækj­endum sé engu nokkur vandi á höndum við mat á því hvort jafn­ræðis sé gætt í ákvörð­unum bank­ans. "Ein­falt væri að draga úr tor­tryggni, t.d. með því að bjóða upp á fljót­virka kæru­leið eins og Við­skipta­ráð hefur lagt til. Einnig mætti hugsa sér að óháðum aðila á vegum stjórn­valda væri falið að fara kerf­is­bundið yfir ákvarð­anir er varða stærri hags­muni og aðrar ákvarð­anir valdar af handa­hófi til að leggja mat á hvort gætt væri jafn­ræðis í afgreiðslu und­an­þágu­beiðna. Á þessu sviði sem öðrum er gagn­sæið krefj­andi, en ávinn­ing­ur­inn ótví­ræð­ur."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None