Vester Lee Flanigan, maðurinn sem er talinn hafa myrt tvo fréttamenn á WDBJ7 sjónvarpsstöðinni í dag, skaut sjálfan sig í bíl sínum að sögn lögreglu í Virginíu, þar sem morðin voru framin. Misvísandi fréttir eru um það hvort hann er látinn eða ekki. Fyrstu fregnir hermdu að hann væri látinn en nú segja einhverjir fjölmiðlar að hann sé í lífshættu.
Flanigan starfaði á sjónvarpsstöðinni til ársins 2013. Hann gekk undir nafninu Bryce Williams.
VA shooter Vester Lee Flanagan is a former employee of @WDBJ7, reported under the name Bryce Williams pic.twitter.com/3qBDgQ684q
Auglýsing
— CBS News (@CBSNews) August 26, 2015
Fréttakonan Allison Parker og tökumaðurinn Adam Ward voru myrt í beinni útsendingu og viðmælandi þeirra særðist en er á batavegi eftir aðgerð.
Flanigan tók morðin sjálfur upp á myndband og setti myndbandið inn á samfélagsmiðlasíður sínar, á Facebook og Twitter. Búið er að loka reikningum hans þar.
Parker og Ward voru að taka upp viðtal í bænum Moneta í Bedford-sýslu, sem er í Virginiu-ríki í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC um málið átti árásin átti sér stað klukkan 06:45 að staðartíma í stórri verslunarmiðstöð, Bridgewater Plaza. Vicki Gardner, formaður viðskiptaráðs svæðisins, sem var viðmælandi Parker lifði af árásina en slasaðist umtalsvert. Samkvæmt frétt Roanoke Times er hún í bráðaaðgerð.