David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mun taka þátt í málþingi í Reykjavík dagana 28. til 29. október næstkomandi. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að forsætisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hafa þegar þekkst boð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að sitja málþingið.
Samhliða málþinginu munu Cameron og Sigmundur Davíð funda um samskipti Bretlands og Íslands og samstarf ríkjanna. Cameron verður fyrsti forsætisráðherra Bretlands sem kemur í heimsókn til Íslands síðan Winston Churchill steig á hafnarbakkan í Reykjavík í ágúst 1941 þegar Bretar höfuðu hér herlið á stríðsárunum.
Northern Futurer Forum er haldið í fimmta sinn og í fyrsta sinn á Íslandi. Málþingið er umræðuvettvangur níu þjóða, Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur, Eistlands, Lettlands og Litháen auk Bretlands. Á þinginu skiptast þjóðarleiðtogar, fræðimenn og sérfræðingar á skoðunum um valin mál.
Í þetta sinn verður fjallað um skapandi atvinnugreinar og nýsköpun í opinberum rekstri. Nánar má lesa um dagskrá þingsins á vefnum nff2015.is. Sigmundur Davíð lætur hafa eftir sér að Northern Future Forum sé „líflegri og óformlegri umræðuvettvangur en venja er til í alþjóðaskiptum“.