CCP tapaði níu milljörðum í fyrra - eigið fé neikvætt og starfsfólki fækkar hratt

EVE.Online..Mining.jpg
Auglýsing

Tölvu­leikja­fyr­ir­tækið CCP tap­aði alls 65,7 millj­ónum dala, um 8,7 millj­örðum króna, á síð­asta ári. Það tap bæt­ist við halla­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins á árinu 2013, þegar það tap­aði 21,3 millj­ónum dala, eða 2,4 millj­örðum króna. Því nemur sam­an­lagt tap CCP á tveimur árum um ell­efu millj­örðum króna. Eigin fé fyr­ir­tæk­is­ins var nei­kvætt um síð­ustu ára­mót um 15,3 millj­ónir dala, um tvo millj­arða króna. Þetta kemur fram í frétt DV í dag sem byggir á nýjasta árs­reikn­ingi CCP sem skilað var inn til fyr­ir­tækja­skráar á þriðju­dag.

Helsta ástæða taps­ins er gjald­færður rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­að­ur. Hann jókst mikið bæði síð­ustu ár og var til að mynda 11,4 millj­arðar króna í fyrra. Árið áður var gjald­fært um 5,5 millj­arða króna vegna hans. Kostn­að­ur­inn er bæði til­komin vegna áfram­hald­andi þró­unar á Eve Online, en einnig vegna kostn­aðar sem lagt var út í vegna fyrstu per­sónu­skot­leiks­ins DUST 514 og World of Dark­ness, sem var blás­inn af í fyrra.

Tekjur CCP, sem eru fyrst og fremst til komnar vegna Eve Online leiks­ins, lækk­uðu um rúman millj­arð króna í fyrra. ­Starfs­mönnum CCP fækk­aði tölu­vert á síð­asta ári, úr 504 í 339. Þar spilar stóra rullu að hætt var við fram­leiðslu á World of Dark­ness. Sam­hliða þeirri ákvörðun voru 56 stöðu­gildi lögð nið­ur.

Auglýsing

Fer CCP úr landi?

 Í Frétta­blað­inu á mið­viku­dag var greint frá því að rætt hafi verið um það á síð­asta árs­fundi CCP að flytja hluta starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins úr landi. Sé til dæmis í skoðun að flytja höf­uð­stöðvar þess til ann­ars lands. Fjár­magns­höft sem eru við lýði á Íslandi skipta þar miklu og gera það erf­ið­ara fyrir CCP að fá starfs­fólk við hæfi og að laða að fjár­festa.


Hilmar Veigar Pétursson.Hilmar Veigar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri CCP, flutti fræga ræðu á Iðn­þingi í byrjun mars 2014 sem gaf ýmis vand­kvæði sem fylgja rekstri fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi til kynna. Þar fór hann meðal ann­ars yfir feril CCP, hinn mikla upp­gang sem fyr­ir­tækið hefði gengið í gegnum og hvernig það væri að stýra alþjóð­legu fyr­ir­tæki í höftum og með íslenskri krónu.
Hilmar sagði einnig frá því að til­boðum um að færa CCP til útlanda hefði rignt inn og að erlend sendi­ráð hér­lendis væru mjög dug­leg að tala við fyr­ir­tæki sem „vit er í“. Í dag væri staðan þannig að þeir sem næðu árangri á hans vett­vangi settu ekki upp fyr­ir­tæki á Íslandi. Hann hefði hins vegar ákveðið að CCP yrði áfram á Íslandi í stað þess að fara til dæmis til Kana­da, en þar bauðst CCP að borga enga skatta í fimm ár ef það flytti sig.
Hilmar sagði ástæðu þess að hann hefði ekki flutt fyr­ir­tækið ein­vörð­ungu byggða á til­finn­ing­um. Eftir á að hyggja hefði það ekki verið sér­stak­lega góð ákvörð­un. „Það stenst enga skoðun ef maður skoðar stað­reynd­irn­ar. Það meikar ekk­ert sens,“ sagði hann í ræðu sinni.
Kjarn­inn greindi frá því í apríl í fyrra að erlendir hlut­hafar CCP hafi verið afar óánægðir með tap­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins á árinu 2013 og komið þeim skila­boðum sterkt til skila á aðal­fundi síð­asta árs. Það hafi búið til nýja samn­ings­stöðu fyrir þá sem vilja flytja höf­uð­stöðvar CCP burt frá Íslandi. Þegar þeir komu hingað til lands til að vera við­staddir aðal­fund CCP ræddu þeir, og aðrir hlut­hafar fyr­ir­tæk­is­ins, fram og til baka um flutn­ing höf­uð­stöðva úr landi. Ljóst er að þær við­ræður eru fjarri því að vera að deyja út.


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None