Ríkisskattstjóri skiptir um skoðun - slitabúin þurfa ekki að greiða þúsundir milljarða

sk--li-eggert.jpg
Auglýsing

Rík­is­skatt­stjóri hefur birt nýtt álit sitt um skatta­lega með­ferð krafna sem ekki fást greiddar við gjald­þrota­skipti fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja. Þar segir að skuldir umfram eignir sem ekki fást greiddar við upp­gjör á þrota­búi við gjald­þrota­skipti "telj­ist ekki til skatt­skyldra tekna sem eft­ir­gjöf skulda."

Þessi nið­ur­staða er þvert á nið­ur­stöðu bind­andi álits sem emb­ættið gaf út 22. apríl síð­ast­lið­inn þar sem sagði að skuldir sem ekk­ert fæst upp í í þrota­búum eigi að vera skatt­lagðar eins og tekj­ur. Ljóst er að slík túlkun hefði tæmt mörg þrotabú og lítið eða ekk­ert hefði orðið eftir til skipt­anna fyrir kröfu­hafa þeirra eftir að skatt­ur­inn hefði verið greidd­ur. Við­skipta­blaðið reikn­aði til dæmis út að þrotabú föllnu bank­anna hefðu þurft að greiða íslenska rík­inu sam­tals allt að 1.868 millj­arða króna í tekju­skatt sam­kvæmt túlk­un­inni.

Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri er spurður út í þessi sinna­skipti í Morg­un­blað­inu í dag. Þar segir hann að nauð­syn­legt hafi verið að draga fyrra álit til baka og gaum­gæfa túlkun máls­ins frek­ar. "Þegar búið var að gefa álitið út var það nið­ur­staða Rík­is­skatt­stjóra að það væri ekki nægj­an­lega yfir­far­ið. Það var farið yfir það og nið­ur­staðan er þessi. Menn geta velt fyrir sér hvort menn hafi haft rangt fyrir sér. Það er algengt í dóma­fram­kvæmd að dómur er kveð­inn upp í hér­aði og svo er Hæsti­réttur ann­arrar skoð­un­ar. Í þessu til­viki koma fleiri aðilar að mál­inu innan emb­ætt­is­ins, utan­að­kom­andi ráð­gjöf er fengin og málið skoðað nán­ar. Þá í kjöl­farið varð nið­ur­staðan sú sem birt er í nýju álit­i."

Auglýsing

Skil­uðu bind­andi áliti en drógu það til bakaEmb­ætti Rík­is­skatt­stjóra gaf út fyrra bind­andi álit­ið, að beiðni slita­stjórnar SPB, 22. apríl síð­ast­lið­inn. Þann 13. maí, eftir að fjöl­miðlar höfðu fjallað um víð­tækar afleið­ingar þess, dró emb­ættið álitið skyndi­lega til baka og sagði von á nýju áliti.

Í til­kynn­ingu sem Rík­is­skatt­stjóri sendi frá sér vegna þessa sagði: "Komið hefur í ljós að und­ir­bún­ingi þess var áfátt þar sem í álit­inu er ekki nægj­an­lega glöggur munur gerður á eft­ir­gefnum skuldum rekstr­ar­að­ila og ógreiddum kröfum við lok gjald­þrota­skipta. Verður því nýtt álit gefið út innan fárra daga[...] ­Rík­is­skatt­stjóri biðst vel­virð­ingar á óþæg­indum vegna þessa."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None