Dæmdur fyrir að segja frá drónadrápum

Eftir að hafa ofboðið beiting Bandaríkjahers á drónum til þess að ráðast gegn óvinum sínum í Afganistan ákvað ungur hermaður að gerast uppljóstrari. Í gær var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi.

Daniel Hale var í gær dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir að láta blaðamanni í té gögn frá Bandaríkjaher sem vörpuðu ljósi á það hvernig drónum hefur verið beitt í hernaði í Mið-Austurlöndum.
Daniel Hale var í gær dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir að láta blaðamanni í té gögn frá Bandaríkjaher sem vörpuðu ljósi á það hvernig drónum hefur verið beitt í hernaði í Mið-Austurlöndum.
Auglýsing

Daniel Ever­ett Hale, 33 ára gam­all fyrr­ver­andi sér­fræð­ingur í banda­ríska flug­hern­um, var í gær dæmdur í 45 mán­aða fang­elsi fyrir að láta blaða­manni í té leyni­legar upp­lýs­ingar sem vörp­uðu ljósi á það hvernig Banda­ríkja­her hafði beitt flygild­um, drón­um, í sprengju­árásum í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Hale var fund­inn sekur um að brjóta gegn njósn­a­lög­gjöf Banda­ríkj­anna, Espionage Act, en hann ját­aði fyrr á árinu að hafa lekið átta leyni­legum og þremur háleyni­legum skjöl­um, sem hann taldi eiga erindi við almenn­ing, til blaða­manns. Fyrst eftir að hann var ákærður árið 2019 hafði hann neitað sök og reynt að fá mál­inu vísað frá með því að færa rök fyrir því að beit­ing njósn­a­lög­gjaf­ar­innar gegn upp­ljóstr­unum eins og honum sjálfum færi gegn mál­frels­is­á­kvæði stjórn­ar­skrár Banda­ríkj­anna.

Það gekk ekki og ákæru­valdið fór fram á Hale yrði dæmdur í allt að 10 ára fang­elsi.

Skot­mörk dróna lítið hlut­fall lát­inna

Blaða­mað­ur­inn Jer­emy Scahill hjá vefrit­inu Intercept var blaða­mað­ur­inn sem Hale setti sig í sam­band við. Scahill not­aði upp­lýs­ing­arnar sem Hale fól honum til þess að segja ítar­lega frá flygilda­árásum Banda­ríkja­hers í frétta­skýr­ingum á vef Intercept og til þess að rita bók sem kom út árið 2016. Í bók­inni rit­aði Hale sjálfur einn kafla undir dul­nefni til þess að útskýra af hverju hann lak upp­lýs­ing­unum um dróna­hern­að­inn.

Á meðal þess eld­fimasta sem fram kom í skjöl­unum sem Hale lak til blaða­manns­ins var það að í flygild­is­árásum Banda­ríkja­hers í norð­aust­ur­hluta Afganist­ans frá jan­úar 2012 og fram í febr­úar 2013 hefðu fleiri en 200 manns verið drep­in. Þar af voru þó ein­ungis 35 ein­stak­lingar sem töld­ust form­lega skot­mörk árásanna.

Auglýsing

Hin sem létu­st, stundum konur og börn, voru ein­fald­lega svo óheppin að vera nærri skot­mörk­unum þegar banda­rískt flygildi, fjar­stýrt úr hund­ruð kíló­metra fjar­lægð, varp­aði sprengjum sínum með ban­vænum afleið­ing­um.

Á einu fimm mán­aða tíma­bili í þess­ari hern­að­ar­að­gerð í Afganistan voru, sam­kvæmt einu skjal­anna, nærri því 90 pró­sent þeirra sem lét­ust í dróna­árásum aðrir ein­stak­lingar en þeir sem árásin beind­ist gegn. Þessar upp­ljóstr­anir vöktu tölu­verða athygli og umræðu um sið­ferði þess að nota dróna í hern­aði.

Sam­viskan rak hann til leka

Hale gekk í banda­ríska flug­her­inn er hann var 21 árs gam­all. Nokkrum árum síð­ar, árið 2012, var hann sendur til Afganistan þar sem hann hafði hlut­verki að gegna við að stað­setja víga­menn óvin­ar­ins, en honum var falið að rekja stað­setn­ingu far­síma þeirra.

Stundum var ákveðið að láta til skara skríða gegn þeim sem Hale átti þátt í að finna. Nýlega skrif­aði hann dóm­ar­anum í mál­inu 11 blað­síðna langt hand­skrifað bréf, sem banda­rískir fjöl­miðlar hafa fjallað nokkuð um und­an­farna daga, í aðdrag­anda dóms­upp­kvaðn­ing­ar­innar í gær. Bréfið er til­finn­inga­þrung­ið, en þar lýsir Hale því hvernig upp­lifun hans af hlut­verki sínu í flug­hernum í Afganistan varð honum smám saman óbæri­leg.

Brot úr bréfi Hale til dómarans í máli hans.

Í bréf­inu segir Hale meðal ann­ars að hann hafi, allt frá því að hann fylgd­ist með fyrstu mann­skæðu dróna­árásinni sem hann átti þátt í, efast um rétt­læt­ingu gjörða sinna. Á hverjum ein­asta degi.

Hann skrifar einnig að þrátt fyrir að ef til vill hafi honum verið heim­ilt, sam­kvæmt reglum Banda­ríkja­hers um vald­beit­ingu, að taka þátt í að drepa þessa ókunn­ugu menn á voða­legan hátt, hafi hann velt því fyrir sér hvernig nokkur sæmd gæti falist í því.

„Hvað sem sæmd líð­ur, hvernig mátti það vera að nokkur hugs­andi mann­eskja gæti haldið áfram að trúa því að það væri nauð­syn­legt fyrir öryggi Banda­ríkj­anna að vera í Afganistan og drepa fólk, sem ekki á nokkurn hátt var ábyrgt fyrir árás­unum á þjóð okkar þann 11. sept­em­ber. Þrátt fyrir það var ég árið 2012, heilu ári eftir að Osama bin Laden var drep­inn í Pakistan, þátt­tak­andi í því að drepa unga villu­ráf­andi menn, sem voru ekk­ert nema börn þann 11. sept­em­ber,“ skrif­aði Hale meðal ann­ars í bréfi sínu.

Eftir að dómur var kveð­inn upp í gær sagði Hale að til þess að sinna því starfi að drepa fólk með drónum þyrftu menn á sama tíma að drepa hluta af sam­visku sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent