Dagur B. Eggertsson: Finnur til með Árna Páli en mikið þarf að gerast innan Samfylkingar

14264637819_60c97fb948_b.jpg
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, segir að mikið þurfi að ger­ast innan Sam­fylk­ing­ar­innar til að breyta stöðu flokks­ins, sem mælist með sögu­lega lítið fylgi í könn­un­um. „Þetta er auð­vitað ekki staða sem neinn jafn­að­ar­maður vill sjá,“ sagði Dagur í Viku­lok­unum á Rás 1 í dag.

Þar var hann spurður um stöðu Árna Páls Árna­son­ar, for­manns flokks­ins, í ljósi þess að fylgi hans virð­ist í frjálsu falli og hvort að Árni Páll væri raun­veru­lega rétti mað­ur­inn til að laga stöð­una. Dagur svar­aði því ekki afdrátt­ar­laust en sagði að Árni Páll hefði fengið afger­andi kosn­ingu sem for­maður árið 2013 þegar hann sigr­aði Guð­bjart Hann­es­son í for­manns­kjöri, og skýrt umboð til að leiða flokk­inn. „Ég hef í raun mikla samúð með honum í stöð­unni eins og hún er. Þetta hefur ekki gengið vel. En ég bíð, eins og aðr­ir, eftir næsta flokk­stjórn­ar­fundi og ég held að þetta snú­ist ekki bara um einn for­ystu­mann eða for­yst­una heldur líka þessa skýru póli­tík. Það er líka bara eitt ár síðan að Sam­fylk­ing­unni gekk býsna vel í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.“

Sá flokk­stjórn­ar­fundur fer fram í haust. Árni Páll sigr­aði Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dótt­ur, þing­mann flokks­ins, í for­manns­slag með einu atkvæði í fyrra­vor. Sá munur er á þeirri kosn­ingu og því þegar Árni Páll var kos­inn for­maður 2013 að ein­ungis lands­fund­ar­full­trúar tóku þátt í henni.

Auglýsing

Tala ekki nógu skýrt fyrir hvar flokk­ur­inn stendurDagur sagð­ist halda að Árni Páll, og raunar allur þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefði verið að hugsa sinn gang í sum­ar.

Hann telur einnig að hluti af ástæð­unni fyrir litlu fylgi flokks­ins sé að Sam­fylk­ingin hafi ekki talað nógu skýrt um hvar hún standi í meg­in­átaka­málum sam­tím­ans, sem að mati Dags eru arð­ur­inn af auð­lind­inni, hvernig við skiptum tekjum og í atvinnu­mál­unum eru átökin á milli grænnar fram­tíð­ar­sýnar og grárr­ar. „mínum huga er alveg skýrt að Sam­fylk­ingin á að vinna að því öllum árum að arð­ur­inn að auð­lind­inni fari til þjóð­ar­inn­ar, tala fyrir jöfn­uði og jöfnun tæki­færum allra, að þetta sé vel­ferð­ar­sam­fé­lag[...] og hún á að tala fyrir grænni fram­tíð­ar­sýn. Fjöl­breytt­ara atvinnu­líf­i.“

Staðan verri en í afhroð­inu 2013Í nýj­ustu könnun Gallup, sem birt var fyrir fjórum dögum síð­an, mæld­ist Sam­fylk­inginein­ungis með níu pró­sent fylgi, sem er lægsta fylgi flokks­ins sam­kvæmt mæl­ingum síðan í maí 1998, ári áður en flokk­ur­inn bauð fyrst fram til Alþing­is.

Sögu­lega hefur fylgið því aldrei verið lægra. Flokk­ur­inn fékk 26,8 pró­sent atkvæða þegar hann bauð fyrst fram árið 1999, 31 pró­sent í kosn­ing­unum 2003, 26,8 pró­sent árið 2007 og 29,8 pró­sent í alþing­is­kosn­ing­unum árið 2009. Eftir þær kosn­ingar var Sam­fylk­ingin stærsti flokkur lands­ins og leiddi fyrstu hreinu vinstri­st­jórn­ina.Flokk­ur­inn beið hins vegar afhroð í kosn­ing­unum í apríl 2013 og fékk ein­ungis 12,9 pró­sent atkvæða. Aldrei nokkru sinni í sögu íslenskra stjórn­mála hefur einn flokkur tapað jafn miklu fylgi á milli kosn­inga og Sam­fylk­ingin gerði á milli áranna 2009 og 2013.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None