Óttarr Proppé einn í framboði til formanns Bjartrar framtíðar - kosið síðar í dag

15587878788_12ab6b6939_b.jpg
Auglýsing

Alþing­is­mað­ur­inn Ótt­arr Proppé er einn í fram­boði til for­manns Bjartrar fram­tíðar á árs­fundi flokks­ins sem fram fer í dag. Áður hafði Guð­laug Krist­jáns­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórnar í Hafn­ar­firði og sveita­stjórn­ar­full­trúi flokks­ins þar, til­kynnt um fram­boð til for­ystu­starfa fyrir flokk­inn, meðal ann­ars í emb­ætti for­manns. Sam­kvæmt frétt sem birt­ist á heima­síðu Bjartrar fram­tíðar fyrir skemmstu kemur hins vegar fram að Guð­laug sæk­ist nú ein­vörð­ungu eftir emb­ætti stjórn­ar­for­manns flokks­ins. Það gera Bryn­hildur S. Björns­dóttir (gjald­keri og vara­þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar), Preben Pét­urs­son (vara­þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar) og Matth­ías Freyr Matth­í­as­son.

Ótt­arr tekur við for­mennsku af Guð­mundi Stein­gríms­syni, sem er ekki í fram­boði á fund­in­um. Bryn­hildur Pét­urs­dóttir verður nýr þing­flokks­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar. Um það var tekin ákvörðun á þing­flokks­fundi í gær. Hún tekur við af Róberti Mars­hall.

Kosið verður um for­mann og stjórn­ar­for­mann Bjartrar fram­tíðar klukkan 14:30 í dag. Úrslit verða kynnt klukkan 16:50 og hægt er að horfa á beint streymi frá fund­inum hér að neð­an.

Auglýsing

https://www.youtu­be.com/watch?v=J9YtX6vqIHc

 

Ótt­arr Proppé til­kynnti um fram­boð sitt til for­manns 28. ágúst síð­ast­lið­inn með stöðu­upp­færslu á Face­book.

11908276_10205697208484070_2085379276_n

 

Nokkur ólga hefur verið innan Bjartrar fram­tíðar und­an­farin miss­eri, og gagn­rýndi Heiða Kristín Helga­dótt­ir, fyrrum stjórn­ar­for­maður flokks­ins, Guð­mund Stein­gríms­son, for­mann hans, vegna slæmrar stöðu flokks­ins í við­tali við Kjarn­ann, en flokk­ur­inn mælist nú með aðeins fjög­urra pró­senta fylg­i. Miðað við það fylgi myndi Björt fram­tíð ekki ná inn manni í kom­andi kosn­ing­um. ­Flokk­ur­inn mæld­ist með um 20 pró­sent fylgi í könn­unum  í fyrra­haust.

Í kjöl­far gagn­rýni sinnar á Guð­mund sagð­ist Heiða Kristín opin fyrir því að sækj­ast eftir for­manns­emb­ætt­inu ef vilji væri fyrir því hjá flokks­mönn­um. Guð­mund­ur til­kynnti í kjöl­far­ið að hann hefði engan áhuga á for­manns­slag og myndi leggja fram til­lögu um að æðstu emb­ætti flokks­ins myndu róter­ast. Þá til­lögu ætlar hann ennþá að leggja fram á árs­fundi Bjartrar fram­tíðar í byrjun sept­em­ber. Verði sú til­laga sam­þykkt mun starf for­manns og þing­flokks­for­manns róter­ast á milli sex þing­manna Bjartrar fram­tíðar en aðrir gegna starfi stjórn­ar­for­manns. Guð­mundur hefur nú ákveðið að leggja til­lög­una ekki fram til atkvæða­greiðslu á árs­fund­inum heldur að vísa henni til nýrrar laga­nefndar flokks­ins til umfjöll­un­ar.

Skömmu áður hafð­i Guð­mundur greint frá því að hann ætli að hætta sem for­maður Bjartrar fram­tíðar á árs­fund­in­um. Róbert Mars­hall mun einnig segja af sér sem þing­flokks­for­maður flokks­ins.

Heiða Kristín til­kynnti svo þann 26. ágúst að hún ætli ekki að bjóða sig fram til for­manns flokks­ins. Í bréfi til flokks­manna, sem hún birti einnig á Twitt­er og Face­book, kom fram að breyt­ing­arnar sem flokk­ur­inn sé að ganga í gegnum snú­ist ekki um hana eða hennar metnað heldur um það að flokk­ur­inn geti end­ur­vakið áhuga kjós­enda og fundið neist­ann sem til þarf til að hrífa aðra með.

Ég hef ákveðið að bjóða mig ekki fram til for­manns Bjartrar fram­tíð­ar. Breyt­ing­arnar sem BF er að ganga í gegnum snú­ast...

Posted by Heiða Kristín on Wed­nes­day, Aug­ust 26, 2015„Metn­aður minn liggur í því að leggja því verk­efni lið og ég met stöð­una þannig að það verði best gert með því að ég taki sæti á Alþingi í haust í fæð­ing­ar­or­lofi Bjartar Ólafs­dóttur og veiti nýrri for­ystu stuðn­ing til góðra verka. Þar vil ég sjá konu fremsta meðal jafn­ingja.“ Hún sagði einnig að sá dagur kunni að koma að hún bjóði sig fram til for­ystu, en sá tíma­punktur sé ekki núna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None