Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi árlega kveðju sína til heimsbyggðarinnar í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar út í gær. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum í dag, 9. október, til að heiðra arfleið Bandaríkjanna og minningu þeirra Norrænu manna sem námu land í Norður-Ameríku fyrir rúmlega þúsund árum síðan.
Leifur, sem fékk síðar viðurnefnið „hinn heppni“ eftir að hafa bjargað skipsbrotsmönnum af skeri, var íslenskur landkönnuður sem talin er hafa komið fyrstur Evrópubúa til Norður-Ameríku í kringum árið 1000, tæpum fimm hundruð árum áður en Kristófer Kólumbus nam land í nýja heiminum.
Í yfirlýsingu Obama kemur fram að þegar Leifur, sonur Íslands og barnabarn Noregs, hafi farið frá sínum Norrænu heimkynnum og siglt vestur þegar þorri heimsins var óþekktur. Því sé tilefni til að viðurkenna hugrekki og áræðni þeirra sem lögðu í þann könnunarleiðangur í leit að nýjum tækifærum.