Dagurinn í dag er „Leif Erikson Day“ í Bandaríkjunum

obama.jpg
Auglýsing

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, sendi árlega kveðju sína til heims­byggð­ar­innar í til­efni af degi Leifs Eiríks­sonar út í gær. Dag­ur­inn er hald­inn hátíð­legur í Banda­ríkj­unum í dag, 9. októ­ber, til að heiðra arf­leið Banda­ríkj­anna og minn­ingu þeirra Nor­rænu manna sem námu land í Norð­ur­-Am­er­íku fyrir rúm­lega þús­und árum síð­an.

Leif­ur, sem fékk síðar við­ur­nefnið „hinn heppni“ eftir að hafa bjargað skips­brots­mönnum af skeri, var íslenskur land­könn­uður sem talin er hafa komið fyrstur Evr­ópu­búa til Norð­ur­-Am­er­íku í kringum árið 1000, tæpum fimm hund­ruð árum áður en Krist­ó­fer Kól­umbus nam land í nýja heim­in­um.

Í yfir­lýs­ingu Obama kemur fram að þegar Leif­ur, sonur Íslands og barna­barn Nor­egs, hafi farið frá sínum Nor­rænu heim­kynnum og siglt vestur þegar þorri heims­ins var óþekkt­ur. Því sé til­efni til að við­ur­kenna hug­rekki og áræðni þeirra sem lögðu í þann könn­un­ar­leið­angur í leit að nýjum tæki­fær­um.

Auglýsing

Yfir­lýs­ing Barack Obama frá því í gær í heild sinni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None