Danir deila enn um Múhameðsteikningarnar - Þrír Danir á dauðalista Al Qaeda samtakanna

rsz_h_52284373.jpg
Auglýsing

Þótt tíu ár séu liðin síðan Jót­land­s­póst­ur­inn birti Múhameð­steikn­ingar Kurts Westergaard deila Danir enn um hvort rétt hafi verið að birta þær. Kenn­arar eru ósam­mála um hvort rétt sé að sýna teikn­ing­arnar í kennslu­stundum þegar fjallað er um Múhameð­skrís­una eins og Danir kalla þetta mál.

Það var fyrir hálf­gerða til­viljun að Múhameð­steikn­ing­arnar urðu til. Nokkrir blaða­menn og rit­höf­undar voru í sam­kvæmi í Kaup­manna­höfn sum­arið 2006 og þar sagði einn þeirra frá því að sér gengi illa að fá ein­hvern til að mynd­skreyta barna­bók sem hann hefði skrifað um Múhameð spá­mann. Þeir teikn­arar sem hann hefði rætt hefðu allir færst undan og gjarna nefnt að þeir vildu ekki verða fyrir barð­inu á reiðum múslímum.

Tveimur árum fyrr var hol­lenski leik­stjór­inn Theo van Gogh myrtur skömmu eftir að hann lauk gerð stutt­mynd­ar­innar „Su­bmission“ sem fjallar um múslím­skar kon­ur. Einn gest­anna í áður­nefndu sam­kvæmi var frétta­maður Ritzau frétta­stof­unnar sem nokkrum vikum síðar skrif­aði frétt sem bar yfir­skrift­ina „Danskir lista­menn hræddir við að gagn­rýna Íslam“. Fréttin vakti mikla athygli og á rit­stjórn­ar­fundi Jót­land­s­pósts­ins stakk blaða­maður uppá því að danskir teikn­arar yrðu beðnir að teikna mynd af Múhameð spá­manni, eins og þeir sæju hann fyrir sér. Fimmtán teikn­arar svöruðu, tólf þeirra sendu mynd, þrír vildu ekki taka þátt.

Auglýsing

30. sept­em­ber 2005



Laug­ar­dag­inn 30. sept­em­ber 2005 birti Jót­land­s­póst­ur­inn teikn­ing­arnar tólf. Þær voru mjög ólíkar að gerð en ein þeirra skar sig algjör­lega úr. Hana hafði Kurt Westergaard teikn­að, en hann var fastur teikn­ari Jót­land­s­pósts­ins á þessum tíma. Mynd hans sýndi höfuð spá­manns­ins með sprengju í vefj­ar­hett­in­um. Eng­inn texti fylgdi teikn­ing­unni en hún var merkt (signeruð) K W, svo ekki fór á milli mála hver höf­und­ur­inn var. Á rit­stjórn Jót­land­s­pósts­ins taldi fólk sig vita að teikn­ing­arn­ar, og sér­ílagi mynd Westergaards, myndu vekja athygli. Engan grun­aði hins vegar að hún myndi valda slíkum úlfa­þyt sem raun varð á.

Sendi­herrar vildu fund með for­sæt­is­ráð­herra



Sam­tök múslíma í Dan­mörku og fleiri löndum mót­mæltu sam­dæg­urs harð­lega birt­ingu teikn­ing­anna. Ell­efu sendi­herrar múslíma­landa í Dan­mörku ósk­uðu eftir að fá að hitta And­ers Fogh Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra en ráð­herr­ann synj­aði þeirri beiðni. Sam­tök ísla­mista báðu dönsku rík­is­stjórn­ina að bregð­ast við með ein­hverjum hætti, og biðj­ast afsök­un­ar, en ekki var orðið við þeirri beiðni. Jót­land­s­póst­inum bár­ust hót­anir og paki­stönsk ung­menna­sam­tök lögðu fé til höf­uðs Westergaard.

Danskir múslímar í her­ferð gegn Dan­mörku



Hópur danskra múslíma ferð­að­ist um nokkra vikna skeið í árs­lok 2005 um Mið­aust­ur­lönd. Hóp­ur­inn hélt fyr­ir­lestra vítt og breitt um birt­ingu Múhameð­steikn­ing­anna, til­gang­ur­inn var að hvetja til mót­mæla gegn Dan­mörku. Hóp­ur­inn heim­sótti meðal ann­ars full­trúa Hamas sam­tak­anna og Hez­bollah sam­tak­anna í Líbanon.

Eftir þessar heim­sóknir hófust mikil mót­mæli gegn Dan­mörku í mörgum múslíma­ríkjum og fjöl­mörg sam­tök og trú­ar­leið­togar hvöttu fólk til að snið­ganga danskar vör­ur. Tugir þús­unda tóku þátt í mót­mælum gegn Dan­mörku þar sem hrópuð voru slag­orð gegn Dönum og danski þjóð­fán­inn brenndur á götum úti.  Víða kom til óeirða og kveikt var í danska sendi­ráð­inu í Sýr­landi og danskri ræð­is­skrif­stofu í Líbanon. Skemmdir voru unnar á sendi­ráðum og ræð­is­skrif­stofum í Indónesíu, Afganistan og fleiri lönd­um. Talið er að á annað hund­rað manns hafi lát­ist í þessum mót­mæl­um.

Dönsk fyr­ir­tæki urðu illa úti



Sam­tök danskra iðn­fyr­ir­tækja lýstu yfir þungum áhyggjum vegna ástands­ins og hvöttu Jót­land­s­póst­inn til að biðj­ast afsök­unar á birt­ingu mynd­anna. Mörg dönsk fyr­ir­tæki urðu illa úti vegna tap­aðra við­skipta, einkum í Mið­aust­ur­lönd­um. Mjólk­ur­vinnslu­fyr­ir­tækið Arla tap­aði til dæmis rúm­lega tveimur millj­örðum króna (tæpum fjöru­tíu millj­örðum íslenskum). Smám saman dró úr mót­mælum og ástandið virt­ist vera að kom­ast í eðli­legt horf.

Í febr­úar 2008 hand­tók danska lög­reglan þrjá menn sem höfðu skipu­lagt að ráða teiknar­ann Kurt Westergaard af dög­um. Í kjöl­farið birtu öll helstu dag­blöð Dan­merkur Múhameð­steikn­ing­arn­ar. Þau vildu þannig sýna fram á að ekki væri hægt að hefta tján­ing­ar­frelsið með hót­unum og til­ræð­um.

Ný mót­mæla­alda



Þessar nýju mynd­birt­ingar urðu til þess að hrinda nýrri mót­mæla­bylgju af stað. Fjöl­mennar mót­mæla­sam­komur voru víða haldnar og danski þjóð­fán­inn brennd­ur. Rit­stjóri Jót­land­s­pósts­ins neit­aði að biðj­ast afsök­unar á mynd­birt­ing­unni en sagði í yfir­lýs­ingu að birt­ing mynd­anna færi ekki í bága við dönsk lög en hún hún hefði greini­lega mis­boðið mörgum múslímum og það bæri að afsaka. Baðst semsé ekki beint afsök­un­ar. And­ers Fogh Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra neit­aði sem fyrr að biðj­ast afsök­unar sagð­ist virða tján­ing­ar­frelsið þótt hann sjálfur myndi aldrei láta sér detta í hug að sýna eða tala um Múhameð, Jesús eða aðrar trú­ar­legar fyr­ir­myndir með þeim hætti að fólk gæti móðg­ast.

Þrír Danir á dauða­lista Al Qaeda sam­tak­anna



Þótt nú séu liðin tíu ár frá því að Múhameð­steikn­ing­arnar voru birtar telur danska leyni­þjón­ustan að enn telj­ist „tals­verð“ hryðju­verkaógn í land­inu eins og atburð­irnir í febr­úar sl. þegar hryðjverka­maður myrti tvo menn í Kaup­manna­höfn, sýni best Þótt nú um stundir sé kannski hljótt um teikn­ing­arnar séu þeir margir sem enn hugsi Dönum þegj­andi þörf­ina. Ekki sé heldur hægt að líta fram­hjá því að meðal tíu efstu manna á dauða­lista Al Qaeda sam­tak­anna séu þrír Dan­ir. Þessir þrír eru Carsten Juste sem var aðal­rit­stjóri Jót­land­s­pósts­ins 2003 – 2008, Flemm­ing Rose, hann var menn­ing­ar­rit­stjóri Jót­land­s­pósts­ins þegar teikn­ing­arnar voru birtar en er nú rit­stjóri erlendra frétta á blað­inu. Þriðji Dan­inn á lista Al Qaeda er svo teikn­ar­inn Kurt Westergaard. Þessir þrír menn njóta allir lög­reglu­vernd­ar.

Eru Múhameð­steikn­ing­arnar kennslu­efni?



Birt­ing Múhameð­steikn­ing­anna í Jót­land­s­póst­inum árið 2005, og síðar í fleiri blöð­um, og það sem fylgdi í kjöl­farið er í dag hluti náms­efnis í dönskum skól­um. Engir deila um það. Hins vegar er tals­vert deilt um það meðal danskra skóla­manna hvort rétt sé að teikn­ing­arnar sjálfar séu hluti þess náms­efn­is. Þeir sem eru því hlynntir segja að teikn­ing­arnar séu jú það sem allt sner­ist um og það væri því bein­línis óeðli­legt að hafa þær ekki með. Auk þess geti hver sem er séð þessar teikn­ingar á net­inu.

And­stæð­ingar þess að hafa teikn­ing­arnar sem hluta náms­efnis segja það aug­ljóst að nem­endur geti séð mynd­irnar en ef þær væru hluti náms­efn­is­ins væri verið að ögra ákveðnum hópi nem­enda og slíkt sé óþarfi. Ekki hefur verið tekin um það ákvörðun innan Mennta­mála­ráðu­eyt­is­ins danska hvort teikn­ing­arnar skuli vera hluti náms­efnis eða ekki. Enn sem komið er er það í valdi hvers skóla hvernig þessum málum er hátt­að. Í nýlegri skoð­ana­könnun dag­blaðs­ins Berl­ingske kom fram að 57% Dana eru hlynnt því að mynd­irnar séu hluti náms­efn­is­ins.

Það má bæta því hér við að Prent­frels­is­sam­tökin dönsku gerðu árið 2009 samn­ing við Kurt Westergaard. Sam­tökin fengu leyfi til að prenta 1000 plaköt með teikn­ingu Westergaards af Múhameð sem sprengj­una í vefj­ar­hett­inum og 1000 kaffi­krúsir með þess­ari sömu mynd. Hluti sölu­verðs­ins gekk til teikn­ar­ans. Bæði plakötin og kaffi­r­krús­irnar seld­ust upp á örfáum dög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None