Danski herinn orðinn fornbílaklúbbur

Bushmaster_Counter_IED_Lane_Tarin_Kowt.jpg
Auglýsing

Þessa fyr­ir­sögn, reyndar með spurn­inga­merki fyrir aft­an, mátti lesa í einu dönsku dag­blað­anna fyrr í vik­unni. Þegar betur var að gáð kom í ljós að við­kom­andi blaða­maður hafði tekið sér skálda­leyfi en eigi að síður leyn­ist í orðum hans nokkur sann­leik­ur. Skrif hans fjalla semsé um, bíla hers­ins, einkum þá bryn­vörðu (líkj­ast skrið­drek­um) og marga hefur lík­lega rekið í rogastans við lest­ur­inn.

Þótt ýmsa hafi kannski grunað að tækja­bún­aður hers­ins, sér í lagi bíla­flot­inn væri ekki í topp­lagi, eins og sagt er, hafa fæstir senni­lega gert sér grein fyrir að hann væri, að stærstum hluta, kom­inn á forn­bíla­ald­ur­inn.

Eld­gam­alt dót



Bryn­varðir bílar hers­ins, kall­aðir PMV, eru frá sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar, skrið­drek­arnir frá 1965 og flutn­ing­bíl­arnir frá árunum í kringum 1990. Her­inn á sam­tals 65 PMV bíla, þeir eru nán­ast ónot­hæfir, ein­ungis 5 eru nokkurn veg­inn öku­fær­ir. Það er ekki bara ald­ur­inn sem er ástæð­an. Á bíl­ana hefur verið sett bryn­vörn marg­falt meiri og þyngri en áður tíðk­að­ist, og annar bún­aður sömu­leið­is, og þeir hreint ekki byggðir fyrir þennan mikla þunga. Afleið­ingin er sú að í bíl­unum bilar allt sem bilað get­ur.

Í hern­aði er ekki reiknað með dvöl á verk­stæði en ástandið á bíla­flota danska hers­ins er þannig að mestan hluta tím­ans eru bíl­arnir á við­gerð­ar­verk­stæðum og geta svo kannski aðeins keyrt nokkur hund­ruð metra áður en eitt­hvað annað gefur sig og þá er aftur komið til kasta við­gerð­ar­mann­anna.

Auglýsing

Ekki er ástandið betra á skrið­dreka­flota hers­ins. Skrið­drek­arn­ir, Haubits M109, eru frá árinu 1965 og af 24 slíkum sem her­inn ræður yfir eru aðeins 6 gang­fær­ir, hinir 18 standa í skemmum hers­ins og verða ekki not­aðir til ann­ars en í vara­hluti. Þar að auki eru byss­urnar á þessum sex drekum svo gam­al­dags og úr sér gegnar að þær eru nán­ast ónot­hæf­ar. Mið­un­ar­bún­að­ur­inn er ekki nákvæm­ari en svo að mjög ólík­legt er að kúla hæfi það sem miðað er á, getur skeikað allt að 150 metrum á lengd­ina og öðru eins til hlið­ar.

Skriðdreki af gerðinni Haubits M109. Mynd: Wikimedia Commons Skrið­dreki af gerð­inni Haubits M109. Mynd: Wiki­media Comm­ons

Her­inn á enn­fremur nokkra bryn­varða bíla af gerð­inni Leop­ard. Þeir eru líka komnir til ára sinna en telj­ast þó not­hæf­ir. Á her­æf­ingu sem haldin var í Pól­landi fyrir nokkru bil­uðu nær allir Leop­ard bíl­arn­ir. Flestir „venju­leg­ir“ bílar danska hers­ins eru líka ára­tuga gamlir og þótt þeir séu not­hæfir er við­halds­kostn­að­ur­inn mik­ill.

Hefur orðið að treysta á aðra



Á und­an­förnum árum hefur tals­verður fjöldi danskra her­manna verið í Írak og Afganist­an. Í báðum þessum löndum hefur her­inn orðið að treysta á aðstoð ann­arra, einkum Banda­ríkja­manna og Breta. Í við­tali við Jót­land­s­póst­inn fyrir nokkrum dögum sagði einn af yfir­mönnum hers­ins að það væri ekki æski­legt fyrir her­inn að vera svona upp á aðra kom­inn en í áður­nefndum tveim löndum hefði ekki verið um annað að ræða.

Stjórn­mála­menn­irnir hafa ekki hlustað



Yf­ir­menn hers­ins eru ekki fúsir að tjá sig mikið um ástandið og enn ófús­ari að benda á söku­dólga. Þeir hafa sagt rík­is­stjórn lands­ins verði að taka allar ákvarð­anir um meiri háttar end­ur­nýjun tækja­bún­aðar hers­ins og um ára­bil hafi slík mál ekki haft for­gang. ­Yf­ir­stjórn hers­ins lagði í apríl til við rík­is­stjórn Helle Thorn­ing-Schmidt að keyptur yrði tækja­bún­aður fyrir um einn millj­arð króna (tutt­ugu millj­arða íslenska) en ákvörð­un­inni var slegið á frest.

Carl Holst varn­ar­mála­ráð­herra sagði í við­tali fyrr í vik­unni að öllum sé ljóst að ástandið sé óvið­un­andi en gert sé ráð fyrir háum fjár­veit­ingum til tækja­kaupa hers­ins á næst­unni. Næsta skref sé að velja bún­að­inn. Ráð­herr­ann sagði að yfir­stjórn hers­ins væri til­búin með ákveðnar til­lögur í þeim efnum og þar sé gert ráð fyrir að öku­tækja­floti hers­ins verði algjör­lega end­ur­nýj­aður á næstu árum

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None