David Carr, blaðamaður á New York Times, lést skyndilega í gær, 58 ára að aldri. Hann hneig niður í vinnunni og fannst þar um níu í gærkvöldi að staðartíma. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á spítala. Blaðið greindi frá andláti hans á Twitter strax í gærkvöldi, og á forsíðu blaðsins í dag.
Breaking News: David Carr, Media Columnist for The New York Times, Is Dead at 58 http://t.co/uM7jLsiPjv
— The New York Times (@nytimes) February 13, 2015
Carr var vel þekktur blaðamaður og var meðal annars ein helsta stjarna heimildarmyndar um blaðið, Page One: Inside The New York Times, sem kom út árið 2011. Hann hóf störf hjá blaðinu árið 2002 sem viðskiptablaðamaður og fjallaði mikið um fjölmiðla og menningu. Hann hélt síðast úti dálkinum The Media Equation og birtist síðasti pistill hans þar á miðvikudag.
Remembering David Carr: Here are 1,776 NYT pieces penned by David Carr. http://t.co/azGzyTQkpa pic.twitter.com/jjSESPxWKd — NYT Archives (@NYTArchives) February 13, 2015
Dean Baquet’s msg to the @nytimes newsroom about the devastating passing of David Carr. pic.twitter.com/odA6D55pPv
— Clifford Levy (@cliffordlevy) February 13, 2015
Í bókinni The Night of the Gun, sem eru æviminningar Carr og komu út árið 2008, segir hann ítarlega frá fortíð sinni sem eiturlyfjasjúklingur og því hvernig hann náði sér á strik á ný.
Sama kvöld og hann lést stjórnaði Carr umræðum fyrir TimesTalks um myndina Citizenfour við aðalviðfangsefni myndarinnar, Edward Snowden, leikstjórann Lauru Poitras og Glenn Greenwald blaðamann. Umræðurnar voru teknar upp fyrir New York Times, og má horfa á þær hér að neðan.