Davíð Oddsson: Geir H. Haarde tók ákvörðunina um að lána Kaupþingi

Screen.Shot_.2015.02.16.at_.16.27.08.jpg
Auglýsing

Davíð Odds­son, fyrrum seðla­banka­stjóri og nú rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, segir að þar sem gjald­eyr­is­vara­forði Seðla­banka Íslands í októ­ber 2008 var til­kom­inn vegna skulda­bréfa­út­gáfu rík­is­sjóðs litu banka­stjórar Seðla­bank­ans svo á að það það yrði að vera vilji rík­is­stjórn­ar­inn­ar, ekki bank­ans, sem réði því hvort Kaup­þing fengi hann nán­ast allan að láni 6. októ­ber 2008. Hann tjáir sig um inni­hald sím­tals sem hann átti við Geir H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, vegna lán­veit­ing­ar­innar þennan dag þar sem hún er ákveðin í Reykja­vík­ur­bréfi Morg­un­blaðs­ins í dag. Upp­taka er til að sím­tal­inu en ekki hefur feng­ist leyfi hjá Geir til að gera hana opin­bera.

Í Reykja­vík­ur­bréf­inu seg­ir: „Þeir sem báðu um aðstoð­ina [Kaup­þing] héldu því fram, að rík­is­stjórnin vildi að þessi fyr­ir­greiðsla yrði veitt. Þess vegna fór sím­talið við for­sæt­is­ráð­herr­ann fram. Til­viljun réð því að það sím­tal var hljóð­rit­að. Þess vegna átti fyr­ir­greiðslan sér að lokum stað gegn alls­herj­ar­veði í banka sem tal­inn var standa mjög ríf­lega undir því.“

Vinstri stjórn­ að kenna að lánið fékkst ekki end­ur­greitt



Lán­veit­ingin til Kaup­þings var upp á 500 millj­ónir evra. Bank­inn var yfir­tekin af Fjár­mála­eft­ir­lit­inu þremur dögum eftir veit­ingu láns­ins og skatt­greið­endur hafa tapað 35 millj­örðum króna á veit­ingu láns­ins.

Auglýsing

Davíð segir að það hafi verið rík­is­stjórn Vinstri grænna og Sam­fylk­ingar að kenna að ekki inn­heimt­ist meira af lán­inu, en hún hafi séð um með­ferð og sölu á veð­inu sem tekið var fyrir því, danska bank­anum FIH. „Það hefur öllu ráðið um það hversu vel veðið hefur reynst. Þeir, sem flæmdir voru frá S.Í. með póli­tísku offorsi af því tagi, sem hafði verið óþekkt í ára­tugi á Íslandi, fengu engu um það ráð­ið. Ábyrgðin á því er ann­arra.

Bank­inn FIH er enn starf­andi og laus­leg skoðun á eigin fé bendir til að hann sé enn mun meira virði en veð­skuldin var. Þeir sem eiga bank­ann nú virð­ast því mega vera mjög ánægðir með við­skipti sín við Seðla­banka Íslands.“

FIH bank­anum var reyndar lokað vorið 2014. 2/3 hluti af við­skiptum bank­ans, alls um 900 við­skipta­vin­ir, voru seld til Spar Nord. Í frétt á vefnum fin­answatch.dk á þessum tíma sagði  orð­rétt: „FIH er hættur að leika banka“. Eina starf­semi FIH sem hélt áfram að vera til var fyr­ir­tækja­ráð­gjöf bank­ans.

Davíð segir að hann hafi aldrei verið spurður út í sím­talið við Geir allan þann tíma sem „hin bjána­lega umræða“ um það hefur staðið yfir né hvort hann væri því mót­fall­inn að sím­talið yrði birt. Það væri í raun­inni dul­ar­fyllra en sím­talið sjálft.

Jón Ásgeir og spuna­meist­arar

Til­efni skrifa Dav­íðs er umfjöllun fjöl­miðla um Al Thani dóm­inn. Hann rifjar upp orð Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar um að hann hefði á sínum tíma eytt millj­örðum króna í að verj­ast í efna­hags­brota­mál­um. „Ein­ungis örfáir menn í heim­inum ráða við slíkt. Ekki var hinn mikli kostn­aður sund­ur­greind­ur, en það blasir við að jafn­vel mynd­ar­legir lög­manns­reikn­ingar dýr­seldra lög­manna tóku aðeins til sín brot af slíkri ógn­ar­fjár­hæð. Vafa­lítið er að drjúgum hluta hennar var í því til­viki varið til kaupa á þjón­ustu fjöl­menns liðs spuna­meist­ara og það þótt engir ákærðir í nokkru máli á Íslandi hafi haft annan eins aðgang að fjöl­miðlum og sá sem í hlut átti og beitt þeim jafn frek­lega og gert var í þessu máli.“

Davíð fer yfir hvernig umfjöllun um Al Thani málið í Morg­un­blað­inu hafi borið höfuð og herðar yfir umfjöllun ann­arra miðla og hversu „skrýt­ið“ það hafi verið hvað áhugi Frétta­blaðs­ins á mál­inu hafi verið dræm­ur. „Dóm­ur­inn var for­síðu­frétt á föstu­dag og frekar um hann fjallað á inn­síðu (þar sem mynd af Óla spes var innan um myndir af hinum dæmd­u!), en svo ekk­ert meir. Allir aðrir almennir frétta­miðlar eru enn að gera sér mat úr dómn­um, sem flestum ber saman um að muni vera víð­tækt for­dæmi í öðrum mál­um.

Það tóku svo sann­ar­lega fleiri eftir þessu. Það gat ekki farið fram hjá neinum að milli­stjórn­endur á miðlum 365 lang­aði ber­sýni­lega til þess að lág­marks­kröfur um fag­lega blaða­mennsku fengju notið sín. En það fór heldur ekki á milli mála að snar­lega var gripið í taumana. Til að fela vand­ræða­gang­inn við það að kæfa umræð­una var reynt að drepa henni á dreif. Og var þá ekki rétt­ast að byrja rétt einu sinni spunann um það þegar „gjald­eyr­is­forð­inn var gef­inn Kaup­þingi“ eins og það er gjarnan orðað og svo undr­un­ar­hrópin um það, af hverju megi ekki spila sam­talið á milli for­sæt­is­ráð­herr­ans og seðla­banka­stjór­ans!“

Þrá­hyggja og andúð þeirra sem vilja heyra sím­talið



Da­víð snýr sér síðan að frétta­stofu RÚV og gagn­rýnir hana fyrir að taka upp umfjöllun um sím­talið fræga. „Þarna var ótrú­lega langt seilst í þrá­hyggju sinni og andúð. Því í einum af lengstu dómum í sögu Hæsta­réttar Íslands er ekki minnst á þetta mál.

Og ekki var hægt að segja að neitt nýtt hefði gerst í þessu atriði síðan fjár­laga­nefnd undir for­ystu Björns Vals Gísla­sonar fjall­aði um þetta mál í heilan vetur og vant­aði þá ekki áhuga Frétta­stof­unn­ar.

Öll sú mikla rann­sókn end­aði með því að Björn Valur og meiri­hluti hans suðu saman stuttan áróð­ur­spistil, sem hefði ekki getað orðið ómerki­legri, þótt hann hefði verið settur saman í vetr­ar­byrj­un, áður en allur leik­ara­skap­ur­inn hóf­st, sem engu skil­aði.

„Frétta­stof­an“, sem fylgd­ist áköf og gagn­rýn­is­laust með þessum hall­æristil­burðum helsta lið­þjálfa Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, tók þó aldrei eftir því, að allan vet­ur­inn sem fjár­laga­nefndin fimb­ul­fambaði um þetta bað hún seðla­banka­stjórn­ann, sem allt gekk út á að ófrægja, aldrei um að koma á sinn fund og gera grein fyrir mál­inu. Sjálf­sagt vegna þess, að þá hefði ekki þurft fleiri fund­i“.

Segir Jón Ásgeir hafa beitt fjöl­miðlum sínum

Davíð segir að málið hafi ekki verið flók­ið. Reynt hafi verið að bjarga Glitni, sem hafi verið nán­ast gjald­þrota, með því að leysa hluta af eign­ar­haldi hans til rík­is­ins, enda talið að ef einn banki færi myndu lík­lega allir fara. „Ekki var heldur talið úti­lokað að rík­is­sjóður kynni að hafa bol­magn til að bjarga einum banka. Ef reikn­ingar Glitnis og upp­lýs­ingar um lána­línur og fleira væru rétt­ar, þótti ekki von­laust að honum mætti hugs­an­lega bjarga. Tæk­ist það væri ekki víst að áhlaup yrði gert á hina. Síðar komu auð­vitað gleggri og verri upp­lýs­ingar í ljós. En svo urðu þau und­ur, að aðal­eig­andi þessa banka á fallandi fæti (og helsti skuld­ari hans og allra hinna bank­anna) ákvað að reyna að beita fjöl­miðla­veldi sínu og póli­tískum áhrif­um, einkum í Sam­fylk­ing­unni, til að knýja fram betra boð frá rík­is­stjórn­inni. Hann dró því að boða til hlut­hafa­fund­ar. Þar með voru örlög Glitnis inn­sigl­uð. Veru­leikafirr­ingin var algjör. Atbeini rík­is­ins kom því ekki til.

Því mun hafa verið talið að svig­rúm kynni að verða til þess að bjarga næsta banka sem rið­aði, Kaup­þingi, enda létu eig­endur hans þannig að með til­tek­inni aðstoð héld­ist hann á réttum kili. Því héldu for­svars­menn Lands­bank­ans einnig fram um sinn banka og hafa síðar sumir full­yrt að ákveðið hafi verið að kosta því svig­rúmi sem til var til að bjarga Kaup­þingi fremur en L.Í. En þegar þarna var komið og eftir að hafa séð inn­viði Glitnis var stjórn­völdum lands­ins orðið ljóst, að áhættan við björg­un­ar­að­gerðir var mjög mik­il. L.Í. hafði ekki veð fram að bjóða gegn þeirri aðstoð sem for­svars­menn bank­ans héldu fram að myndi duga þeim til bjarg­ar. Síð­ari tíma vit­neskja gerir það að vísu ekki trú­verð­ug­t.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None