Davíð Oddsson: Geir H. Haarde tók ákvörðunina um að lána Kaupþingi

Screen.Shot_.2015.02.16.at_.16.27.08.jpg
Auglýsing

Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og nú ritstjóri Morgunblaðsins, segir að þar sem gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands í október 2008 var tilkominn vegna skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs litu bankastjórar Seðlabankans svo á að það það yrði að vera vilji ríkisstjórnarinnar, ekki bankans, sem réði því hvort Kaupþing fengi hann nánast allan að láni 6. október 2008. Hann tjáir sig um innihald símtals sem hann átti við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, vegna lánveitingarinnar þennan dag þar sem hún er ákveðin í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Upptaka er til að símtalinu en ekki hefur fengist leyfi hjá Geir til að gera hana opinbera.

Í Reykjavíkurbréfinu segir: „Þeir sem báðu um aðstoðina [Kaupþing] héldu því fram, að ríkisstjórnin vildi að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna fór símtalið við forsætisráðherrann fram. Tilviljun réð því að það símtal var hljóðritað. Þess vegna átti fyrirgreiðslan sér að lokum stað gegn allsherjarveði í banka sem talinn var standa mjög ríflega undir því.“

Vinstri stjórn að kenna að lánið fékkst ekki endurgreitt


Lánveitingin til Kaupþings var upp á 500 milljónir evra. Bankinn var yfirtekin af Fjármálaeftirlitinu þremur dögum eftir veitingu lánsins og skattgreiðendur hafa tapað 35 milljörðum króna á veitingu lánsins.

Auglýsing

Davíð segir að það hafi verið ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar að kenna að ekki innheimtist meira af láninu, en hún hafi séð um meðferð og sölu á veðinu sem tekið var fyrir því, danska bankanum FIH. „Það hefur öllu ráðið um það hversu vel veðið hefur reynst. Þeir, sem flæmdir voru frá S.Í. með pólitísku offorsi af því tagi, sem hafði verið óþekkt í áratugi á Íslandi, fengu engu um það ráðið. Ábyrgðin á því er annarra.

Bankinn FIH er enn starfandi og lausleg skoðun á eigin fé bendir til að hann sé enn mun meira virði en veðskuldin var. Þeir sem eiga bankann nú virðast því mega vera mjög ánægðir með viðskipti sín við Seðlabanka Íslands.“

FIH bankanum var reyndar lokað vorið 2014. 2/3 hluti af viðskiptum bankans, alls um 900 viðskiptavinir, voru seld til Spar Nord. Í frétt á vefnum finanswatch.dk á þessum tíma sagði  orðrétt: „FIH er hættur að leika banka“. Eina starfsemi FIH sem hélt áfram að vera til var fyrirtækjaráðgjöf bankans.

Davíð segir að hann hafi aldrei verið spurður út í símtalið við Geir allan þann tíma sem „hin bjánalega umræða“ um það hefur staðið yfir né hvort hann væri því mótfallinn að símtalið yrði birt. Það væri í rauninni dularfyllra en símtalið sjálft.

Jón Ásgeir og spunameistarar

Tilefni skrifa Davíðs er umfjöllun fjölmiðla um Al Thani dóminn. Hann rifjar upp orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að hann hefði á sínum tíma eytt milljörðum króna í að verjast í efnahagsbrotamálum. „Einungis örfáir menn í heiminum ráða við slíkt. Ekki var hinn mikli kostnaður sundurgreindur, en það blasir við að jafnvel myndarlegir lögmannsreikningar dýrseldra lögmanna tóku aðeins til sín brot af slíkri ógnarfjárhæð. Vafalítið er að drjúgum hluta hennar var í því tilviki varið til kaupa á þjónustu fjölmenns liðs spunameistara og það þótt engir ákærðir í nokkru máli á Íslandi hafi haft annan eins aðgang að fjölmiðlum og sá sem í hlut átti og beitt þeim jafn freklega og gert var í þessu máli.“

Davíð fer yfir hvernig umfjöllun um Al Thani málið í Morgunblaðinu hafi borið höfuð og herðar yfir umfjöllun annarra miðla og hversu „skrýtið“ það hafi verið hvað áhugi Fréttablaðsins á málinu hafi verið dræmur. „Dómurinn var forsíðufrétt á föstudag og frekar um hann fjallað á innsíðu (þar sem mynd af Óla spes var innan um myndir af hinum dæmdu!), en svo ekkert meir. Allir aðrir almennir fréttamiðlar eru enn að gera sér mat úr dómnum, sem flestum ber saman um að muni vera víðtækt fordæmi í öðrum málum.

Það tóku svo sannarlega fleiri eftir þessu. Það gat ekki farið fram hjá neinum að millistjórnendur á miðlum 365 langaði bersýnilega til þess að lágmarkskröfur um faglega blaðamennsku fengju notið sín. En það fór heldur ekki á milli mála að snarlega var gripið í taumana. Til að fela vandræðaganginn við það að kæfa umræðuna var reynt að drepa henni á dreif. Og var þá ekki réttast að byrja rétt einu sinni spunann um það þegar „gjaldeyrisforðinn var gefinn Kaupþingi“ eins og það er gjarnan orðað og svo undrunarhrópin um það, af hverju megi ekki spila samtalið á milli forsætisráðherrans og seðlabankastjórans!“

Þráhyggja og andúð þeirra sem vilja heyra símtalið


Davíð snýr sér síðan að fréttastofu RÚV og gagnrýnir hana fyrir að taka upp umfjöllun um símtalið fræga. „Þarna var ótrúlega langt seilst í þráhyggju sinni og andúð. Því í einum af lengstu dómum í sögu Hæstaréttar Íslands er ekki minnst á þetta mál.

Og ekki var hægt að segja að neitt nýtt hefði gerst í þessu atriði síðan fjárlaganefnd undir forystu Björns Vals Gíslasonar fjallaði um þetta mál í heilan vetur og vantaði þá ekki áhuga Fréttastofunnar.

Öll sú mikla rannsókn endaði með því að Björn Valur og meirihluti hans suðu saman stuttan áróðurspistil, sem hefði ekki getað orðið ómerkilegri, þótt hann hefði verið settur saman í vetrarbyrjun, áður en allur leikaraskapurinn hófst, sem engu skilaði.

„Fréttastofan“, sem fylgdist áköf og gagnrýnislaust með þessum hallæristilburðum helsta liðþjálfa Steingríms J. Sigfússonar, tók þó aldrei eftir því, að allan veturinn sem fjárlaganefndin fimbulfambaði um þetta bað hún seðlabankastjórnann, sem allt gekk út á að ófrægja, aldrei um að koma á sinn fund og gera grein fyrir málinu. Sjálfsagt vegna þess, að þá hefði ekki þurft fleiri fundi“.

Segir Jón Ásgeir hafa beitt fjölmiðlum sínum

Davíð segir að málið hafi ekki verið flókið. Reynt hafi verið að bjarga Glitni, sem hafi verið nánast gjaldþrota, með því að leysa hluta af eignarhaldi hans til ríkisins, enda talið að ef einn banki færi myndu líklega allir fara. „Ekki var heldur talið útilokað að ríkissjóður kynni að hafa bolmagn til að bjarga einum banka. Ef reikningar Glitnis og upplýsingar um lánalínur og fleira væru réttar, þótti ekki vonlaust að honum mætti hugsanlega bjarga. Tækist það væri ekki víst að áhlaup yrði gert á hina. Síðar komu auðvitað gleggri og verri upplýsingar í ljós. En svo urðu þau undur, að aðaleigandi þessa banka á fallandi fæti (og helsti skuldari hans og allra hinna bankanna) ákvað að reyna að beita fjölmiðlaveldi sínu og pólitískum áhrifum, einkum í Samfylkingunni, til að knýja fram betra boð frá ríkisstjórninni. Hann dró því að boða til hluthafafundar. Þar með voru örlög Glitnis innsigluð. Veruleikafirringin var algjör. Atbeini ríkisins kom því ekki til.

Því mun hafa verið talið að svigrúm kynni að verða til þess að bjarga næsta banka sem riðaði, Kaupþingi, enda létu eigendur hans þannig að með tiltekinni aðstoð héldist hann á réttum kili. Því héldu forsvarsmenn Landsbankans einnig fram um sinn banka og hafa síðar sumir fullyrt að ákveðið hafi verið að kosta því svigrúmi sem til var til að bjarga Kaupþingi fremur en L.Í. En þegar þarna var komið og eftir að hafa séð innviði Glitnis var stjórnvöldum landsins orðið ljóst, að áhættan við björgunaraðgerðir var mjög mikil. L.Í. hafði ekki veð fram að bjóða gegn þeirri aðstoð sem forsvarsmenn bankans héldu fram að myndi duga þeim til bjargar. Síðari tíma vitneskja gerir það að vísu ekki trúverðugt.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None