Hollenski Seðlabankinn hefur selt Deutsche Bank kröfur sínar í þrotabú Landsbanka Íslands. Kröfurnar eru vegna greiðslna hollenskra yfirvalda á innstæðutryggingum vegna Icesave-reikninga bankans og njóta forgangs í bú Landsbankans. Samkvæmt hollenska seðlabankanum hefur hann nú endurheimt þær 1,636 milljónir evra sem hann greiddi út vegna innstæðutryggingarinnar að öllu leyti. Hollensk yfirvöld eru því ekki lengur kröfuhafar í bú Landsbankans.
Hægt er að lesa tilkynningu hollenska Seðlabankans hér.
Ítarlega verður fjallað um málið í Kjarnanum á morgun.
Auglýsing