Dómsmálaráðherra: Kemur í ljós hvort dómur í máli hælisleitanda verður fordæmisgefandi

Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra á þingi í dag hvort hann ætli „í alvörunni að halda áfram að henda úr landi fólki sem dómstólar eru nýbúnir að segja að megi ekki henda úr landi“?

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra segir að það verði að koma í ljós hvort dómur sem féll í máli hæl­is­leit­anda fyrr í þessum mán­uði, þar sem stjórn­völdum var óheim­ilt að synja um end­ur­upp­töku máls á grund­velli þess að hann hafi sjálfur tafið mál­ið, verði for­dæm­is­gef­andi eða ekki.

Þetta kom fram í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag þar sem Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði dóms­mála­ráð­herra hvort hann ætli „í alvör­unni að halda áfram að henda úr landi fólki sem dóm­stólar eru nýbúnir að segja að megi ekki henda úr land­i“?

Hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur komst að þeirri nið­­ur­­stöðu fyrr í þessum mán­uði að stjórn­­völd hafi rang­­lega kennt Suleiman Al Mas­ri, palest­ínskum hæl­­is­­leit­anda, um tafir í máli sínu og var því óheim­ilt að synja honum um end­­ur­­upp­­­töku máls. Magnús Davíð Norð­da­hl, lög­maður nokk­urra flótta­manna sem til­heyra þessum hópi hæl­is­leit­enda, sagði dóm­inn for­dæm­is­gef­andi fyrir fjöl­mennan hóp hæl­is­leit­enda sem strand­aði hér á landi á tíma­bili kór­ónu­veirunn­ar.

Um 200 manns geta átt rétt á end­ur­upp­töku máls

Í vor var greint frá því að flóð­­bylgja brott­vís­ana væri fram und­an sem beind­ist að flótta­fólki sem hafði ílengst hér á landi vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Í fyrstu var greint frá því að um 300 manns væri að ræða, meðal ann­­­ars börn, og að stærstur hluti þeirra ætti að fara til Grikk­lands. Síðar greindi Útlend­inga­stofnun frá því að um 197 manns væru á lista stoð­­­deildar rík­­­is­lög­­­reglu­­­stjóra sem vísa ætti úr landi á næst­unni. Þeir gætu nú átt rétt á end­ur­upp­töku máls síns.

Auglýsing
„Hluti þessa hóps hafði þá verið á Íslandi í ár eða meira og hefði því lögum sam­kvæmt átt rétt á fullri efn­is­með­ferð umsókna sinna hér á landi. Stjórn­völd reyndu hins vegar að brott­vísa þessu fólki án tafar á þeim for­sendum að þau hefðu neitað að und­ir­gang­ast þvingað covid-­próf og með því sjálf tafið með­ferð máls­ins,“ sagði Arn­dís Anna á þingi í dag.

Með nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms er það skýrt að hennar mati að ólög­legt er að kenna umsækj­anda í þess­ari stöðu um tafir á máli og að íslenska rík­inu bæri að taka umsókn­ina fyr­ir.

„Nú hefur lög­reglan hins vegar haf­ist handa við að leita þetta fólk uppi, fólkið sem á rétt á end­ur­upp­töku máls síns í kjöl­far dóms­ins, til þess að reyna að henda því úr landi og á göt­una í Grikk­landi. Jafn­vel þó þetta fólk bíði enn eftir nið­ur­stöðu í máli sínu í kjöl­far dóms­ins,“ sagði hún.

Jón sagði umræddan dóm vera til rýn­ingar í ráðu­neyt­inu og Útlend­inga­stofnun og að það eigi eftir að koma í ljós hvort hann verði for­dæm­is­gef­andi fyrir önnur mál.

„Bú­inn að gera allt sem hægt var að ætl­ast til af hon­um“

Arn­dís Anna vís­aði í mál hæl­is­leit­anda sem vísað var úr landi nýlega. Mað­ur­inn fer með hlut­verk í leik­rit­inu Snákur í Borg­ar­leik­hús­inu og hefur sýn­ingum á leik­rit­inu nú verið frestað.

„Hann hafði verði hér í um tvö ár, var orð­inn vina­marg­ur, virkur í sjálf­boða­starfi og að læra íslensku, búinn að gera allt sem hægt var að ætl­ast til af hon­um. Sá maður er einmitt einn þess­ara ein­stak­linga sem var vísað úr landi með valdi þrátt fyrir að hann bíði nið­ur­stöðu end­ur­upp­töku­beiðni sinnar og er hann nú fár­veikur og lyfja­laus á göt­unni í Grikk­land­i,“ sagði Arn­dís Anna.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

Jón sagði að velta mætti því fyrir sér hvoru væri um að kenna, „þeim sem neit­aði að fara í Covid-­próf til að væri hægt að fram­fylgja nið­ur­stöðu á stjórn­sýslu­stigi, á tveimur stjórn­sýslu­stig­um, um að hafna við­kom­andi vernd á Íslandi og mót­töku­landið gerði kröfu um að það fylgdi Covid-­próf“.

Arn­dís Anna svar­aði dóms­mála­ráð­herra og sagði að í nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms var kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að fram­kvæmd lög­reglu á þving­uðum Covid-­prófum væri ekki með þeim hætti að hægt væri að kenna ein­stak­lingnum um taf­irnar þar sem það þótti ekki skýrt að við­kom­andi hefði neitað að taka Covid-­próf.

„Það er ekk­ert sem bendir til þess að fólk hafi yfir höfuð skilið hvað væri í gangi. Því var skipað að exa við já eða nei. Og á þessu byggðu íslensk stjórn­völd. Þetta var fellt úr gildi. Það liggur ekk­ert fyrir um að neinn hafi neitað því að taka Covid-­próf í fyrsta lag­i,“ sagði þing­mað­ur­inn.

„Það eru brott­vís­anir í gangi“

Jón sagð­ist vona að fyr­ir­liggj­andi frum­varp um breyt­ingar á lögum um útlend­inga, sem hann mælti fyrir á Alþingi í gær, muni skýra stöð­una í útlend­inga­mál­um. „Það eru brott­vís­anir í gang­i,“ sagði ráð­herrann, sem vonar að breyt­ingar á útlend­inga­lögum muni auð­velda stjórn­völdum að svara því hverjir eiga í raun erindi til lands­ins.

Þetta er í fimmta sinn sem dóms­mála­ráð­herra úr röðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins leggur fram breyt­ingar á útlend­inga­lögum síðan þau tóku gildi snemma árs 2017. Frum­varpið var síð­ast lagt fram í febr­úar en náði þá ekki fram að ganga, líkt og í fyrri skipt­in.

Arn­dís Anna benti dóms­mála­ráð­herra á að með þeim breyt­ingum sem hann leggur fram nú sé hann í raun og veru að fjölga málum sem þessum með því að fella úr gildi þá reglu sem hefði gert það að verkum að mann­inum sem vísað var úr landi nýlega, og fleiri, hefðu fengið nið­ur­stöðu í máli sínu fyrir ári síð­an.

Kemur í ljós hvort umræðan hafi eitt­hvað þroskast

Jón sagði hann og Arn­dísi Önnu greina algjör­lega á um inni­hald frum­varps­ins. „Hátt­virtur þing­maður kemur reyndar úr þing­flokki þar sem það hefur verið kallað ógeðis­frum­varpið ítrekað í umræð­unn­i,“ sagði Jón. Það hafi hún hins vegar ekki gert í fyrstu umræðu um frum­varpið í gær heldur talað um hve áhrifin væru lítil af frum­varp­inu en þess á milli sjái hún á því mikla van­kanta.

„Þannig að mér fannst vera svo­lítið villu­ráf­andi umræða sem frá Pírötum kom alveg sér­stak­lega í þessu máli. Við sjáum hvort hún hefur eitt­hvað þroskast á morg­un,“ sagði dóms­mála­ráð­herra. Umræðu um breyt­ingar á útlend­inga­lögum verður fram haldið í þing­inu á morg­un, fimmtu­dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent