Donald Trump og Ted Cruz, sem báðir vilja hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi, eru báðir staddir á mótmælafundi gegn Íranssamkomulaginu svokallaða. Þrátt fyrir að vera keppinautar um útnefninguna eru þeir sameinaðir í mótmælum sínum gegn samkomulaginu. Þeir munu báðir tala á mótmælafundinum, sem fer fram fyrir framan þinghúsið í Washington.
https://youtu.be/FOCd-5OxCEI
Barack Obama Bandaríkjaforseti er þó búinn að tryggja nægan fjölda atkvæða í þinginu til þess að samkomulagið nái fram að ganga. Fjöldi þingmanna er orðinn nægilega mikill til þess að forsetinn þurfi ekki að beita neitunarvaldi sínu.
Auglýsing
Samningaviðræðurnar milli Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands annars vegar og Írans hins vegar hófust árið 2006. Þær snérust um kjarnorkuáætlun Írans, og þeim lauk með samkomulagi í júlí síðastliðnum. Kjarnorkueftirlitsmenn frá Sameinuðu þjóðunum munu fá víðtækan aðgang að Íran samkvæmt samkomulaginu og í staðinn verður einhverjum alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gegn landinu aflétt. Samningurinn kveður á um að Íranar hægi á kjarnorkuáætlun sinni, dragi úr auðgun úrans og lofi að smíða ekki kjarnorkusprengjur.