Dönum boðin skattaskjólagögn frá sama manni og vill selja Íslendingum

tortola.goldenpavilion.02.jpg
Auglýsing

Sami maður og bauð íslenskum stjórn­völdum gögn um skattaund­an­skot þegna lands­ins til sölu bauð dönskum stjórn­völdum slík gögn líka. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans voru dönsk stjórn­völd mjög áfram um að kaupa gögnin síð­asta haust. Ekki hefur verið greint frá slíkum kaupum í dönskum fjöl­miðl­um.

Heim­ildir Kjarn­ans herma einnig tölu­verð sam­skipti hafi verið milli opin­berra aðila á Íslandi og í Dan­mörku um kaupin á gögn­un­um. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um að kaupa gögn­in, sem geyma upp­lýs­ingar um aflands­fé­lög skráð í eigu Íslend­inga í þekktum skatta­skjól­um. Gögnin voru fyrst boðin íslenskum yfir­völdum til sölu snemma á síð­asta ári.

Íslend­ingar enn ekki búnir að kaupa gögninÍ byrjun des­em­ber sendi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið frá sér til­kynn­ingu þar sem það heim­il­aði emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra að kaupa gögnin að ýmsum skil­yrðum upp­fyllt­um. Eitt þeirra skil­yrða var að greiðsla yrði ekki innt af hendi fyrir upp­lýs­ing­arnar nema að þær myndu leiða til auk­innar skatt­heimtu. Auk þess var sér­stak­lega tekið fram að gögnin hafi ekki mátt vera fengin með ólög­mætum hætt­i.  Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri sagði í sam­tali við Stöð 2 á milli jóla og nýárs að búast mætti við því að nið­ur­staða myndi liggja fyrir í mál­inu fyrir lok jan­ú­ar­mán­að­ar.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, gagnrýndi skattrannsóknarstjóra í viðtali við RÚV um helgina. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, gagn­rýndi skatt­rann­sókn­ar­stjóra í við­tali við RÚV um helg­ina.

Auglýsing

Svo leið jan­úar og ekk­ert gerð­ist. Þar til um helg­ina þegar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, gagn­rýndi emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra harð­lega fyrir fram­göngu sína í mál­inu í við­tali við RÚV, sagði að það yrði að rísa undir þeirri ábyrgð sinni að stunda skatt­rann­sóknir og að ekki kæmi til greina að „greiða fyrir gögn af þessum toga með ferða­töskum af seðlum til ein­hverra huldu­manna“.

Hund­ruð íslenskir aðilar sem áttu aflands­fé­lögÞegar selj­andi gagn­anna setti sig í sam­band við emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra í fyrra lét hann það hafa nöfn 50 íslenskra aðila sem vís­bend­ingar eru um að hafi stundað skattaund­an­skot. Um var að ræða tíu pró­sent þeirra gagna sem mað­ur­inn var með undir höndum og bauð til sölu.

Sá sem sendi sýn­is­hornið vill fá greitt fyrir að afhenda öll gögnin sem hann hefur undir hönd­um. Heim­ildir Kjarn­ans herma að dönskum yfir­völdum hafi verið boðið að kaupa gögn af sama manni og að sam­starf hafi verið milli íslenskra stofn­ana og danskra vegna máls­ins. Dan­irnir hafi verið mjög áfram um að kaupa gögnin en málið hefur ekki verið jafn áber­andi í fjöl­miðlum þar og hér og ekk­ert virð­ist hafa verið skrifað um hvort af kaup­unum hafi orðið eða ekki.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None