Dönum boðin skattaskjólagögn frá sama manni og vill selja Íslendingum

tortola.goldenpavilion.02.jpg
Auglýsing

Sami maður og bauð íslenskum stjórn­völdum gögn um skattaund­an­skot þegna lands­ins til sölu bauð dönskum stjórn­völdum slík gögn líka. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans voru dönsk stjórn­völd mjög áfram um að kaupa gögnin síð­asta haust. Ekki hefur verið greint frá slíkum kaupum í dönskum fjöl­miðl­um.

Heim­ildir Kjarn­ans herma einnig tölu­verð sam­skipti hafi verið milli opin­berra aðila á Íslandi og í Dan­mörku um kaupin á gögn­un­um. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um að kaupa gögn­in, sem geyma upp­lýs­ingar um aflands­fé­lög skráð í eigu Íslend­inga í þekktum skatta­skjól­um. Gögnin voru fyrst boðin íslenskum yfir­völdum til sölu snemma á síð­asta ári.

Íslend­ingar enn ekki búnir að kaupa gögninÍ byrjun des­em­ber sendi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið frá sér til­kynn­ingu þar sem það heim­il­aði emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra að kaupa gögnin að ýmsum skil­yrðum upp­fyllt­um. Eitt þeirra skil­yrða var að greiðsla yrði ekki innt af hendi fyrir upp­lýs­ing­arnar nema að þær myndu leiða til auk­innar skatt­heimtu. Auk þess var sér­stak­lega tekið fram að gögnin hafi ekki mátt vera fengin með ólög­mætum hætt­i.  Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri sagði í sam­tali við Stöð 2 á milli jóla og nýárs að búast mætti við því að nið­ur­staða myndi liggja fyrir í mál­inu fyrir lok jan­ú­ar­mán­að­ar.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, gagnrýndi skattrannsóknarstjóra í viðtali við RÚV um helgina. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, gagn­rýndi skatt­rann­sókn­ar­stjóra í við­tali við RÚV um helg­ina.

Auglýsing

Svo leið jan­úar og ekk­ert gerð­ist. Þar til um helg­ina þegar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, gagn­rýndi emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra harð­lega fyrir fram­göngu sína í mál­inu í við­tali við RÚV, sagði að það yrði að rísa undir þeirri ábyrgð sinni að stunda skatt­rann­sóknir og að ekki kæmi til greina að „greiða fyrir gögn af þessum toga með ferða­töskum af seðlum til ein­hverra huldu­manna“.

Hund­ruð íslenskir aðilar sem áttu aflands­fé­lögÞegar selj­andi gagn­anna setti sig í sam­band við emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra í fyrra lét hann það hafa nöfn 50 íslenskra aðila sem vís­bend­ingar eru um að hafi stundað skattaund­an­skot. Um var að ræða tíu pró­sent þeirra gagna sem mað­ur­inn var með undir höndum og bauð til sölu.

Sá sem sendi sýn­is­hornið vill fá greitt fyrir að afhenda öll gögnin sem hann hefur undir hönd­um. Heim­ildir Kjarn­ans herma að dönskum yfir­völdum hafi verið boðið að kaupa gögn af sama manni og að sam­starf hafi verið milli íslenskra stofn­ana og danskra vegna máls­ins. Dan­irnir hafi verið mjög áfram um að kaupa gögnin en málið hefur ekki verið jafn áber­andi í fjöl­miðlum þar og hér og ekk­ert virð­ist hafa verið skrifað um hvort af kaup­unum hafi orðið eða ekki.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None