Tvö þúsund króna seðillinn er fallegastur - tekinn úr umferð

10000krsedillMarogBjarni.jpg
Auglýsing

Tvö þús­und króna seð­ill­inn, sem sækir myndefni í verk Jóhann­esar Kjar­vals, er fal­leg­asti seð­ill­inn að mati þátt­tak­enda í könnun þar um.

Á Safna­nótt síð­ast­lið­inn föstu­dag fór fram kosn­ing meðal þeirra sem mættu í Mynt­safn Seðla­bank­ans og Þjóð­minja­safns um það hvaða pen­inga­seð­ill, af þeim seðlum sem nú eru í umferð, væri fal­leg­ast­ur.

Starfs­menn Seðla­bank­ans tóku einnig þátt í kosn­ing­unni. „Kosn­ingin var spenn­andi og úrslitin mjög tví­sýn. Alls taldi tæp­lega þriðj­ung­ur, eða 32% þátt­tak­enda, að tvö þús­und króna seð­ill­inn væri fal­leg­asti pen­inga­seð­ill­inn. Álíka margir, eða 31% þátt­tak­enda töldu að nýi tíu þús­und króna seð­ill­inn væri fal­leg­asti seð­ill­inn,“ segir í frétt um kosn­ing­una frá Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

2000kall

Tíu þús­und króna seð­ill­inn sækir myndefni sitt og útlit í verk Jónasar Hall­gríms­son­ar.

Tvö þús­und króna seð­ill­inn hefur ekki verið mjög eft­ir­sóttur sem greiðslu­mið­ill og hefur því verið ákveðið fyrir nokkru að taka hann úr umferð, segir í frétt seðla­bank­ans. „Feg­urð virð­ist ekki fara saman við gagn­semi í þessu til­viki“ segir enn frem­ur.

Í lok síð­asta mán­aðar voru 127.500 tvö þús­und króna seðlar í umferð en tæp­lega 1,3 millj­ónir tíu þús­und króna seðla. Enn eru hins vegar fimm þús­und króna seðlar flestir í umferð eða 5,5 millj­ónir og þar á eftir koma ríf­lega fjórar millj­ónir þús­und króna seðla.

„Þess má til gam­ans geta að þegar greint er á milli gesta og starfs­manna Seðla­banka Íslands sem tóku þátt í kosn­ing­unni er nið­ur­staðan nán­ast alveg eins: Tvö þús­und króna seð­ill­inn rétt marði sigur á tíu þús­und króna seðl­inum og í báðum til­vikum lenti þús­und króna seð­ill­inn í neðsta sæti. Aðeins mun­aði einu atkvæði í báðum til­vikum varð­andi vin­sælasta seð­il­inn,“ segir í frétt seðla­bank­ans.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None