Tvö þúsund króna seðillinn er fallegastur - tekinn úr umferð

10000krsedillMarogBjarni.jpg
Auglýsing

Tvö þús­und króna seð­ill­inn, sem sækir myndefni í verk Jóhann­esar Kjar­vals, er fal­leg­asti seð­ill­inn að mati þátt­tak­enda í könnun þar um.

Á Safna­nótt síð­ast­lið­inn föstu­dag fór fram kosn­ing meðal þeirra sem mættu í Mynt­safn Seðla­bank­ans og Þjóð­minja­safns um það hvaða pen­inga­seð­ill, af þeim seðlum sem nú eru í umferð, væri fal­leg­ast­ur.

Starfs­menn Seðla­bank­ans tóku einnig þátt í kosn­ing­unni. „Kosn­ingin var spenn­andi og úrslitin mjög tví­sýn. Alls taldi tæp­lega þriðj­ung­ur, eða 32% þátt­tak­enda, að tvö þús­und króna seð­ill­inn væri fal­leg­asti pen­inga­seð­ill­inn. Álíka margir, eða 31% þátt­tak­enda töldu að nýi tíu þús­und króna seð­ill­inn væri fal­leg­asti seð­ill­inn,“ segir í frétt um kosn­ing­una frá Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

2000kall

Tíu þús­und króna seð­ill­inn sækir myndefni sitt og útlit í verk Jónasar Hall­gríms­son­ar.

Tvö þús­und króna seð­ill­inn hefur ekki verið mjög eft­ir­sóttur sem greiðslu­mið­ill og hefur því verið ákveðið fyrir nokkru að taka hann úr umferð, segir í frétt seðla­bank­ans. „Feg­urð virð­ist ekki fara saman við gagn­semi í þessu til­viki“ segir enn frem­ur.

Í lok síð­asta mán­aðar voru 127.500 tvö þús­und króna seðlar í umferð en tæp­lega 1,3 millj­ónir tíu þús­und króna seðla. Enn eru hins vegar fimm þús­und króna seðlar flestir í umferð eða 5,5 millj­ónir og þar á eftir koma ríf­lega fjórar millj­ónir þús­und króna seðla.

„Þess má til gam­ans geta að þegar greint er á milli gesta og starfs­manna Seðla­banka Íslands sem tóku þátt í kosn­ing­unni er nið­ur­staðan nán­ast alveg eins: Tvö þús­und króna seð­ill­inn rétt marði sigur á tíu þús­und króna seðl­inum og í báðum til­vikum lenti þús­und króna seð­ill­inn í neðsta sæti. Aðeins mun­aði einu atkvæði í báðum til­vikum varð­andi vin­sælasta seð­il­inn,“ segir í frétt seðla­bank­ans.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None