Tvö þúsund króna seðillinn er fallegastur - tekinn úr umferð

10000krsedillMarogBjarni.jpg
Auglýsing

Tvö þús­und króna seð­ill­inn, sem sækir myndefni í verk Jóhann­esar Kjar­vals, er fal­leg­asti seð­ill­inn að mati þátt­tak­enda í könnun þar um.

Á Safna­nótt síð­ast­lið­inn föstu­dag fór fram kosn­ing meðal þeirra sem mættu í Mynt­safn Seðla­bank­ans og Þjóð­minja­safns um það hvaða pen­inga­seð­ill, af þeim seðlum sem nú eru í umferð, væri fal­leg­ast­ur.

Starfs­menn Seðla­bank­ans tóku einnig þátt í kosn­ing­unni. „Kosn­ingin var spenn­andi og úrslitin mjög tví­sýn. Alls taldi tæp­lega þriðj­ung­ur, eða 32% þátt­tak­enda, að tvö þús­und króna seð­ill­inn væri fal­leg­asti pen­inga­seð­ill­inn. Álíka margir, eða 31% þátt­tak­enda töldu að nýi tíu þús­und króna seð­ill­inn væri fal­leg­asti seð­ill­inn,“ segir í frétt um kosn­ing­una frá Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

2000kall

Tíu þús­und króna seð­ill­inn sækir myndefni sitt og útlit í verk Jónasar Hall­gríms­son­ar.

Tvö þús­und króna seð­ill­inn hefur ekki verið mjög eft­ir­sóttur sem greiðslu­mið­ill og hefur því verið ákveðið fyrir nokkru að taka hann úr umferð, segir í frétt seðla­bank­ans. „Feg­urð virð­ist ekki fara saman við gagn­semi í þessu til­viki“ segir enn frem­ur.

Í lok síð­asta mán­aðar voru 127.500 tvö þús­und króna seðlar í umferð en tæp­lega 1,3 millj­ónir tíu þús­und króna seðla. Enn eru hins vegar fimm þús­und króna seðlar flestir í umferð eða 5,5 millj­ónir og þar á eftir koma ríf­lega fjórar millj­ónir þús­und króna seðla.

„Þess má til gam­ans geta að þegar greint er á milli gesta og starfs­manna Seðla­banka Íslands sem tóku þátt í kosn­ing­unni er nið­ur­staðan nán­ast alveg eins: Tvö þús­und króna seð­ill­inn rétt marði sigur á tíu þús­und króna seðl­inum og í báðum til­vikum lenti þús­und króna seð­ill­inn í neðsta sæti. Aðeins mun­aði einu atkvæði í báðum til­vikum varð­andi vin­sælasta seð­il­inn,“ segir í frétt seðla­bank­ans.

Meira úr sama flokkiInnlent
None