Skattauppljóstranir valda titringi í breskum stjórnmálum

h_51731301.jpg
Auglýsing

Upp­ljóstr­anir fjöl­miðla um að HSBC bank­inn hafi aðstoðað þús­undir manna um allan heim við að skjóta pen­ingum undan skatti hafa vakið mikla athygli víða í dag. Ekki síst hefur málið vakið upp umræðu í breskum stjórn­mál­um, en innan við 100 dagar eru í kosn­ingar í Bret­landi. Flokk­arnir saka hver annan um ábyrgð á mál­inu.

Búið er að boða til sér­stakrar umræðu um málið í neðri deild breska þings­ins klukkan 15:30 í dag. Þá verður málið rætt á fundi end­ur­skoð­un­ar­nefndar þings­ins síðar í vik­unni og munu skatta­yf­ir­völd svara fyrir málið á þeim fundi.

„Þetta er mjög alvar­legt mál og rík­is­stjórnin þarf að svara alvar­legum spurn­ing­um,“ sagði Ed Mili­band, leið­togi Verka­manna­flokks­ins í morg­un. Það er einkum tvennt sem stjórn­ar­and­staðan vill ræða. Ann­ars vegar er það Stephen Green, sem var banka­stjóri og síðar stjórn­ar­for­maður bank­ans á tíma­bil­inu sem gögnin taka til. Hins vegar hvers vegna ekki hafi verið gengið harðar fram í mál­inu, þar sem skatta­yf­ir­völd hafa haft list­ann yfir mögu­lega skattsvik­ara undir höndum frá árinu 2010.

Auglýsing

h_01814515 (1) Stephen Green var banka­stjóri og stjórn­ar­for­maður HSBC áður en hann varð ráð­herra undir David Camer­on. Hann neitar að tjá sig.

 

Green starf­aði fyrir HSBC í 28 ár. Hann var banka­stjóri árin 2003 til 3006, og stjórn­ar­for­maður frá 2006 til 2010. Gögnin sem var lekið til fjöl­miðla nú eru frá árunum 2005 til 2007. Green sagði sig frá störfum fyrir bank­ann til þess að ger­ast versl­un­ar­ráð­herra í rík­is­stjórn David Camer­on. Hann starf­aði sem ráð­herra til árs­ins 2013 en er nú þing­maður í lávarða­deild­inni.

Skipun hans sem ráð­herra tók gildi átta mán­uðum eftir að skatta­yf­ir­völd í Bret­landi fengu afrit af list­anum sem nú hefur ratað í fjöl­miðla.

Green neitar enn sem komið er að tjá sig um mál­ið.

Marg­aret Hod­ge, sem er þing­maður Verka­manna­flokks­ins og for­maður end­ur­skoð­un­ar­nefndar þings­ins, sagði við BBC í morgun að annað hvort hafi Green verið „sof­andi við stýrið, eða hann vissi þetta og tók því þátt í vafasömum skatta­gjörn­ing­um. Hvorn veg­inn sem er þá var hann mað­ur­inn við stjórn­völ­inn og ég held að hann þurfi að svara mik­il­vægum spurn­ingum nú.“ Hodge við­ur­kenndi þó að margt af því sem átti sér stað hjá HSBC hafi gerst á meðan Verka­manna­flokk­ur­inn var við völd, en sagði að tím­arnir hefðu breyst síðan þá. Hún varp­aði einnig fram spurn­ingum um ábyrgð skatta­yf­ir­valda.

David Cameron hefur varið ákvörðun sína um að ráða Green sem ráð­herra. „Stephen Green var frá­bær versl­un­ar­ráð­herra, hann stóð sig vel. En ég vil líka bæta því við að engin rík­is­stjórn hefur gert meira en þessi til að ráð­ast gegn skattsvikum og skattaund­anskot­i.“

Nick Clegg, leið­togi frjáls­lyndra demókrata hefur dæm­inu upp á Verka­manna­flokk­inn og sagt að lek­inn sýn­i einna helst að Verka­manna­flokk­ur­inn hafi leyft bönk­unum að starfa án almenni­legs ramma og reglna. „Við höfum gert tals­vert meira við að taka til í bönk­unum en Verka­manna­flokk­ur­inn gerði nokkurn tím­ann.“

Skatta­yf­ir­völd í Bret­landi segj­ast hafa end­ur­heimt 135 millj­ónir punda í gegnum upp­lýs­ingar af list­an­um. Farið hafi verið skipu­lega í gegnum öll gögnin og skatt­ar, vextir og sektir hafi verið greiddar af þeim sem földu eignir í Sviss til að kom­ast hjá því að borga skatt. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu.

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None