Skattauppljóstranir valda titringi í breskum stjórnmálum

h_51731301.jpg
Auglýsing

Upp­ljóstr­anir fjöl­miðla um að HSBC bank­inn hafi aðstoðað þús­undir manna um allan heim við að skjóta pen­ingum undan skatti hafa vakið mikla athygli víða í dag. Ekki síst hefur málið vakið upp umræðu í breskum stjórn­mál­um, en innan við 100 dagar eru í kosn­ingar í Bret­landi. Flokk­arnir saka hver annan um ábyrgð á mál­inu.

Búið er að boða til sér­stakrar umræðu um málið í neðri deild breska þings­ins klukkan 15:30 í dag. Þá verður málið rætt á fundi end­ur­skoð­un­ar­nefndar þings­ins síðar í vik­unni og munu skatta­yf­ir­völd svara fyrir málið á þeim fundi.

„Þetta er mjög alvar­legt mál og rík­is­stjórnin þarf að svara alvar­legum spurn­ing­um,“ sagði Ed Mili­band, leið­togi Verka­manna­flokks­ins í morg­un. Það er einkum tvennt sem stjórn­ar­and­staðan vill ræða. Ann­ars vegar er það Stephen Green, sem var banka­stjóri og síðar stjórn­ar­for­maður bank­ans á tíma­bil­inu sem gögnin taka til. Hins vegar hvers vegna ekki hafi verið gengið harðar fram í mál­inu, þar sem skatta­yf­ir­völd hafa haft list­ann yfir mögu­lega skattsvik­ara undir höndum frá árinu 2010.

Auglýsing

h_01814515 (1) Stephen Green var banka­stjóri og stjórn­ar­for­maður HSBC áður en hann varð ráð­herra undir David Camer­on. Hann neitar að tjá sig.

 

Green starf­aði fyrir HSBC í 28 ár. Hann var banka­stjóri árin 2003 til 3006, og stjórn­ar­for­maður frá 2006 til 2010. Gögnin sem var lekið til fjöl­miðla nú eru frá árunum 2005 til 2007. Green sagði sig frá störfum fyrir bank­ann til þess að ger­ast versl­un­ar­ráð­herra í rík­is­stjórn David Camer­on. Hann starf­aði sem ráð­herra til árs­ins 2013 en er nú þing­maður í lávarða­deild­inni.

Skipun hans sem ráð­herra tók gildi átta mán­uðum eftir að skatta­yf­ir­völd í Bret­landi fengu afrit af list­anum sem nú hefur ratað í fjöl­miðla.

Green neitar enn sem komið er að tjá sig um mál­ið.

Marg­aret Hod­ge, sem er þing­maður Verka­manna­flokks­ins og for­maður end­ur­skoð­un­ar­nefndar þings­ins, sagði við BBC í morgun að annað hvort hafi Green verið „sof­andi við stýrið, eða hann vissi þetta og tók því þátt í vafasömum skatta­gjörn­ing­um. Hvorn veg­inn sem er þá var hann mað­ur­inn við stjórn­völ­inn og ég held að hann þurfi að svara mik­il­vægum spurn­ingum nú.“ Hodge við­ur­kenndi þó að margt af því sem átti sér stað hjá HSBC hafi gerst á meðan Verka­manna­flokk­ur­inn var við völd, en sagði að tím­arnir hefðu breyst síðan þá. Hún varp­aði einnig fram spurn­ingum um ábyrgð skatta­yf­ir­valda.

David Cameron hefur varið ákvörðun sína um að ráða Green sem ráð­herra. „Stephen Green var frá­bær versl­un­ar­ráð­herra, hann stóð sig vel. En ég vil líka bæta því við að engin rík­is­stjórn hefur gert meira en þessi til að ráð­ast gegn skattsvikum og skattaund­anskot­i.“

Nick Clegg, leið­togi frjáls­lyndra demókrata hefur dæm­inu upp á Verka­manna­flokk­inn og sagt að lek­inn sýn­i einna helst að Verka­manna­flokk­ur­inn hafi leyft bönk­unum að starfa án almenni­legs ramma og reglna. „Við höfum gert tals­vert meira við að taka til í bönk­unum en Verka­manna­flokk­ur­inn gerði nokkurn tím­ann.“

Skatta­yf­ir­völd í Bret­landi segj­ast hafa end­ur­heimt 135 millj­ónir punda í gegnum upp­lýs­ingar af list­an­um. Farið hafi verið skipu­lega í gegnum öll gögnin og skatt­ar, vextir og sektir hafi verið greiddar af þeim sem földu eignir í Sviss til að kom­ast hjá því að borga skatt. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None