Skattauppljóstranir valda titringi í breskum stjórnmálum

h_51731301.jpg
Auglýsing

Upp­ljóstr­anir fjöl­miðla um að HSBC bank­inn hafi aðstoðað þús­undir manna um allan heim við að skjóta pen­ingum undan skatti hafa vakið mikla athygli víða í dag. Ekki síst hefur málið vakið upp umræðu í breskum stjórn­mál­um, en innan við 100 dagar eru í kosn­ingar í Bret­landi. Flokk­arnir saka hver annan um ábyrgð á mál­inu.

Búið er að boða til sér­stakrar umræðu um málið í neðri deild breska þings­ins klukkan 15:30 í dag. Þá verður málið rætt á fundi end­ur­skoð­un­ar­nefndar þings­ins síðar í vik­unni og munu skatta­yf­ir­völd svara fyrir málið á þeim fundi.

„Þetta er mjög alvar­legt mál og rík­is­stjórnin þarf að svara alvar­legum spurn­ing­um,“ sagði Ed Mili­band, leið­togi Verka­manna­flokks­ins í morg­un. Það er einkum tvennt sem stjórn­ar­and­staðan vill ræða. Ann­ars vegar er það Stephen Green, sem var banka­stjóri og síðar stjórn­ar­for­maður bank­ans á tíma­bil­inu sem gögnin taka til. Hins vegar hvers vegna ekki hafi verið gengið harðar fram í mál­inu, þar sem skatta­yf­ir­völd hafa haft list­ann yfir mögu­lega skattsvik­ara undir höndum frá árinu 2010.

Auglýsing

h_01814515 (1) Stephen Green var banka­stjóri og stjórn­ar­for­maður HSBC áður en hann varð ráð­herra undir David Camer­on. Hann neitar að tjá sig.

 

Green starf­aði fyrir HSBC í 28 ár. Hann var banka­stjóri árin 2003 til 3006, og stjórn­ar­for­maður frá 2006 til 2010. Gögnin sem var lekið til fjöl­miðla nú eru frá árunum 2005 til 2007. Green sagði sig frá störfum fyrir bank­ann til þess að ger­ast versl­un­ar­ráð­herra í rík­is­stjórn David Camer­on. Hann starf­aði sem ráð­herra til árs­ins 2013 en er nú þing­maður í lávarða­deild­inni.

Skipun hans sem ráð­herra tók gildi átta mán­uðum eftir að skatta­yf­ir­völd í Bret­landi fengu afrit af list­anum sem nú hefur ratað í fjöl­miðla.

Green neitar enn sem komið er að tjá sig um mál­ið.

Marg­aret Hod­ge, sem er þing­maður Verka­manna­flokks­ins og for­maður end­ur­skoð­un­ar­nefndar þings­ins, sagði við BBC í morgun að annað hvort hafi Green verið „sof­andi við stýrið, eða hann vissi þetta og tók því þátt í vafasömum skatta­gjörn­ing­um. Hvorn veg­inn sem er þá var hann mað­ur­inn við stjórn­völ­inn og ég held að hann þurfi að svara mik­il­vægum spurn­ingum nú.“ Hodge við­ur­kenndi þó að margt af því sem átti sér stað hjá HSBC hafi gerst á meðan Verka­manna­flokk­ur­inn var við völd, en sagði að tím­arnir hefðu breyst síðan þá. Hún varp­aði einnig fram spurn­ingum um ábyrgð skatta­yf­ir­valda.

David Cameron hefur varið ákvörðun sína um að ráða Green sem ráð­herra. „Stephen Green var frá­bær versl­un­ar­ráð­herra, hann stóð sig vel. En ég vil líka bæta því við að engin rík­is­stjórn hefur gert meira en þessi til að ráð­ast gegn skattsvikum og skattaund­anskot­i.“

Nick Clegg, leið­togi frjáls­lyndra demókrata hefur dæm­inu upp á Verka­manna­flokk­inn og sagt að lek­inn sýn­i einna helst að Verka­manna­flokk­ur­inn hafi leyft bönk­unum að starfa án almenni­legs ramma og reglna. „Við höfum gert tals­vert meira við að taka til í bönk­unum en Verka­manna­flokk­ur­inn gerði nokkurn tím­ann.“

Skatta­yf­ir­völd í Bret­landi segj­ast hafa end­ur­heimt 135 millj­ónir punda í gegnum upp­lýs­ingar af list­an­um. Farið hafi verið skipu­lega í gegnum öll gögnin og skatt­ar, vextir og sektir hafi verið greiddar af þeim sem földu eignir í Sviss til að kom­ast hjá því að borga skatt. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None