Hinn skrautlegi Kim Dotcom lifir nokkuð ævintýralegu lifi. En að undanförnu virðist allt ganga á afturfótunum hjá stofnanda niðurhalssíðnanna MEGA og Megaupload. Nýverið hætti PayPal að taka við greiðslum frá viðskiptavinum MEGA sem gerir það að verkum að allt fjárflæði til Dotcom vegna hennar var stöðvað. Aðgerðin kemur á vondum tíma fyrir Dotcom sem virðist vera orðinn nokkuð félítill. Hann hefur að minnsta kosti biðlað til hæstaréttar í Nýja Sjálandi, þar sem hann býr um þessa mundir, um að aflétta frystingu á eignum sínum sem metnar eru á um tólf milljón dala, um 1,6 milljarða króna, svo hann geti borgað leigu, borgað lögmönnum sínum og keypt í matinn. Eignirnar voru frystar vegna mála sem rekin eru gegn Dotcom þar sem því er haldið fram að niðurhalssíðurnar hans séu ólöglegar.
Samkvæmt frétt Business Insider eru peningavandamál ekki það eina sem Dotcom er að glíma við þessa daganna, því einhver myrti einn af svönunum hans og konan hans, Mona Dotcom, stakk af með 17 ára strák sem hann hafði ráðið til að spila tölvuleiki við fjölskyldumeðlimi.
PayPal closes MEGA's account under pressure from Visa/MC due to end-to-end encryption. https://t.co/viQ0QuIEC6 pic.twitter.com/DWTDazVyvr
— MEGA (@MEGAprivacy) February 27, 2015
Svanurinn myrtur
Undanfarin ár hefur Dotcom búið á Nýja Sjálandi, en bandarísk stjórnvöld vilja mjög hafa hendur í hári þessa finnsk-þýska internet-frumkvöðli. Hann sagði frá því í lok síðasta árs að hann væri orðinn félaus og ljóst að ákvörðun PayPal um að loka greiðslugáttinni hans mun einungis dýpka þá hít.
Ekki það að Dotcom hafi liðið skort undanfarin ár. Hann leigir eitt íburðarmesta hús sem fyrirfinnst í Nýja Sjálandi og á lóðinni hans búa meðal annars svanir. Þeim fækkaði reyndar um einn fyrir skemmstu, en Dotcom heldur því fram að einn svana hans hafi verið myrtur fyrr í þessum mánuði.
My swan was murdered :-( pic.twitter.com/lBDShYf7we
— Kim Dotcom (@KimDotcom) February 15, 2015
Í kjölfarið óskaði hann eftir nýju heimili fyrir maka hins myrta svans þar sem sá virðist haldinn slæmu þunglyndi og neitar að éta eftir ástvinamissinn. Dotcom telur auk þess að svanurinn sé ekki lengur öruggur þar sem hann býr nú eftir morðið á maka hans.
The widowed Swan is deteriorating. Doesn't move. Doesn't eat. So sad. #HeartbrokenSwan pic.twitter.com/mu2jOxv0ic
— Kim Dotcom (@KimDotcom) February 15, 2015
Stakk af með 17 ára ungling
Til að bæta gráu ofan á svart þá fór eiginkona Dotcom, og móðir tvíbura hans, frá honum seint á síðasta ári. Hún stakk af með 17 ára dreng sem Dotcom hafði ráðið til að spila tölvuleiki við fjölskyldumeðlimi. Miðað við viðbrögð Dotcom á Twitter þá hefur brotthlaup konu hans ekki farið neitt sérstaklega vel í hann, en þau berjast nú hatrammlega fyrir dómstólum vegna eignaskipta í kjölfar skilnaðarins. Ef fullyrðingar Dotcom um blankheit eru réttar er hins vegar ólíklegt að Mona geti átt von á miklum peningum frá honum.
I helped & hired a 17yr old troubled kid to play Xbox with Mona's brothers. 1 year ago he decided to play with Mona. pic.twitter.com/WRBH7MWotA
— Kim Dotcom (@KimDotcom) February 18, 2015