Danska ríkisútvarpið (DR) birtir áhrifamikið myndband á Fésbókar-síðu sinni af eyðileggingunni sem blasir við á Gasa eftir sprengjuárásir ísraelska hersins á borgina sem fram fóru síðastliðið sumar.
Á myndbandinu má sjá hvernig heilu hverfin hafa verið jöfnuð við jörðu, en myndbandið sem DR birtir er tekið úr dróna. Sjón er sögu ríkari.
Loftárásir Ísraela á Gasa hófust 8. júlí, eftir að þrír ísraelskir drengir voru myrtir af liðsmönnum Hamas, og stóðu yfir í sjö vikur. Á sama tíma hófust eldflaugaárásir Palestínumanna á Gasa yfir til Ísrael. Talið er að yfir 2.200 manns hafi fallið í árásunum, langflestir Palestínumenn.
Auglýsing