Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, Gústafs Níelssonar.
„Skipun varamanns í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar í gær er ekki í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins og voru því mistök af okkar hálfu,“ segir í yfirlýsingu sem borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík sendu frá sér rétt í þessu.
Þar segir ennfremur: „Við berjumst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs.
Skipun varamanns í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar í gær er ekki í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins og voru því mistök af okkar hálfu.
Greta Björg Egilsdóttir tekur sæti varamanns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar."
Moskuandstæðingur og flokksbundinn sjálfstæðismaður
Framsókn og flugvallarvinir skipuðu í gær Gústaf Níelsson, sagnfræðing og yfirlýstan andstæðing byggingar mosku í Reykjavík, sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar.Þetta kom fram á Vísi.is. Þar var haft eftir Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, að allskonar raddir eigi að hljóma í mannréttindaráði borgarinnar.
Gústaf, sem er bróðir Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann er flokksbundinn þeim flokki og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks hans