„Þau skilja að sum okkar eru öfugsnúin og afbrigðileg“

Screen-Shot-2015-01-21-at-11.00.56.png
Auglýsing

Gústaf Níels­son, nýskip­aður vara­mað­ur­ Fram­sóknar og flug­valla­vina í Mann­réttinda­ráði Reykja­vík­ur, skrif­aði grein í Morg­un­blaðið árið 2005, undir fyr­ir­sögn­inni Að elska sitt eigið kyn, þar sem hann for­dæmdi laga­frum­varp sem gerði sam­kyn­hneigðum kleift að ætt­leiða börn og ganga í hjóna­band.

Skip­unin hefur vakið hörð við­brögð og ekki síst inn­an­ Fram­sókn­ar­flokks­ins en á meðal þeirra sem hafa gagn­rýnt skip­un­ina eru Eygló Harð­ar­dóttir félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra, Jóhanna María Sig­munds­dóttir þing­maður og Birkir Jón Jóns­son odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi.

Sagði sam­kyn­hneigð óeðli­legaÍ áður­nefndri grein skrifar Gústaf Níels­son, sem er sagn­fræð­ingur að mennt: „Er það ekki hámark sjálfselsk­unnar að leggja ást á sitt eigið kyn, og slík ást getur aldrei borið ávöxt. En úr því að sú nöt­ur­lega stað­reynd blasir við, er rétt­ast að gera þá kröfu á ríkið að börn séu til útdeil­ingar handa hommum og les­b­íum í hjóna­bandi - í jafn­rétt­is­skyni. Þá er auð­vitað eng­inn að huga að þeim sjálf­sögðu mann­rétt­indum barna, að eiga bæði föður og móð­ur, sem öll börn jú eiga, því ekk­ert barn verður til nema fyrir til­verknað sæðis karls og eggs konu. Ég geri ráð fyrir því að umboðs­maður barna hafi ein­hverja rök­studda skoðun á þessu, eða eru sjón­ar­mið hans óþörf í mann­rétt­inda- og jafn­rétt­is­bar­áttu homma og lesbí­a?“

Í grein­inni gengur Gústaf svo langt að kalla sam­kyn­hneigð afbrigði­lega. „Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar með sagt að slík hátt­semi sé eðli­leg, heldur þvert á móti. En hin kristnu sam­fé­lög Vest­ur­landa eru frjáls­lynd og umburð­ar­lynd. Þau skilja að sum okkar eru öfug­snúin og afbrigði­leg og láta refsi­laust í dag, enda kær­leiks­boð­skap­ur­inn grunn­tónn í trúnni. En fyrr má nú rota en dauð­rota, það var aldrei mein­ingin að leiða hið afbrigði­lega og ófrjóa til önd­veg­is.“

Auglýsing

Gústaf segir í grein­inni að íslenskt sam­fé­lag hafi á und­an­förnum árum komið veru­lega til móts við sam­kyn­hneigða. Laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar feli í sér marg­hátt­aðar rétt­ar­bæt­ur, sem margir geti fall­ist á. „En mörkin hljótum við að draga við frumætt­leið­ingu (með hlið­sjón af mann­rétt­indum barna) og gift­ingu í kirkjum lands­ins. Sam­kyn­hneigðir geta mér að meina­lausu stofnað sína sér­kirkju og iðkað þar sína homma- og les­b­íuguð­fræði og lagað hana að sínum hug­mynda­heimi. En á því er eng­inn áhugi, vegna þess að það á að kné­setja þjóð­kirkj­una með góðu eða illu, en kljúfa hana ella.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None