Dularfullir miðar dreifa gleði í neðanjarðarlestum í Osló

11188176_10153314639070409_2573026626645473686_n.jpg
Auglýsing

Þetta var einn af þessum dögum þegar lífið virt­ist fullt af hindr­un­um. Hen­rik Steen er blaða­maður og lausa­penni en þrátt fyrir góð­ærið hefur hann ekki beint hrasað um atvinnu­tæki­fær­in. Hann hafði því ákveðið að leita sér að auka­starfi og var á leið­inni til norsku Vinnu­mála­stofn­un­ar­innar til að sjá hvað væri í boði. Þreyttur og von­svik­inn sett­ist hann í neð­an­jarð­ar­lest­ina þegar hann sá hand­skrif­aðan miða á sæt­inu. Skyndi­lega varð dag­ur­inn betri og fram­tíðin virt­ist ekki jafn dökk og áður.

Í sam­tali við Aften­posten segir Hen­rik að ákvörð­unin um að leita til Vinnu­mála­stofn­unar hafi verið mjög erf­ið. Hann hafi alist upp við það að fólk ætti að bjarga sér sjálft og að félags­legur stuðn­ingur væri í raun ávísun á að eitt­hvað hefði farið úrskeið­is. „En þegar efna­hag­ur­inn var orð­inn þannig að ég þurfti að ákveða hvort ég keypti tann­krem eða rakk­rem ákvað ég að lokum að leita eftir aðstoð,“ segir Steen. Þennan dag var neð­an­jarð­ar­lestin nán­ast full en á sæt­inu sem Hen­rik sett­ist í var miði sem á stóð:

Auglýsing


„Kæri þú sem finnur mið­ann. Aldrei gleyma að þú ert ein­stök mann­eskja sem ert mik­ils virði og frá­bær eins og þú ert. Þú mátt aldrei glata trúnni á sjálfa þig, þú býrð yfir innri styrk til að gera allt sem þú vilt. Þú átt það skilið að þér líði vel. Meg­irðu eiga góðan dag.“Ein­föld skila­boð sem náðu beint til Hen­riks þar sem hann sat í lest­inni og þegar hann kom heim setti hann mynd af mið­anum á Face­book og þakk­aði nafn­lausa höf­und­inum fyr­ir. Fljót­lega fór sagan á flug og í ljós kom að fleiri höfðu fundið sam­bæri­lega miða. Ekki voru þó allir sann­færðir um að hér væri um góð­verk ein­stak­lings að ræða. Sumir töldu aug­ljóst að þetta væri aug­lýs­ing og að öll athygli á sam­fé­lags­miðlum væri því ein­göngu til þess fall­inn að breiða út augýs­ing­una. Sumir töl­uðu um að þetta liti út fyrir að vera orð­send­ing frá Englaskólanum sem Märtha Lou­ise prinsessa rekur ásamt fleir­um.

Vill ekki koma fram undir nafni

Fljót­lega eftir að frétta­miðlar fóru að fjalla um málið hafði hins vegar ung kona sam­band við Oslóarblaðið og sagð­ist vera sú sem skrif­aði mið­ana og kom þeim fyrir í lest­un­um. Hún vill þó ekki koma fram undir nafni því hún sagð­ist ekki gera þetta til að verða fræg eða til að fá athygli. Mið­arnir væru til að gleðja aðra og þannig ætti það að vera. Hún veit ekki hvort mið­arnir hefðu sömu áhrif ef fólk tengdi þá við nafn eða and­lit og þess vegna væri mik­il­vægt að hún kæmi ekki fram. „Það skiptir mig öllu máli að vita að ég getu haft svo mikil áhrif. Ég hefði aldrei trúað að mið­arnir fengju svo mikla og jákvæða athygli og að þeir hefðu svo mikla þýð­ingu fyrir aðra. Það kostar mig ekk­ert að skrifa mið­ana og ég mun halda áfram að gera það svo lengi sem þeir gleðja ein­hverja.“

s Einn af mið­un­um.

150 leiðir að betra sam­fé­lagiReyndar minna mið­arnir á átak norska Rauða kross­ins sem bendir fólki á 150 ein­faldar leiðir til að gera sam­fé­lagið örlítið betra. Það þarf nefni­lega ekki mikið til að gleðja aðra, til dæmis bara að hleypa ein­hverjum fram fyrir sig í röð­inni úti í búð, bjóða góðan dag­inn eða bara smæla framan í heim­inn eins og Megas sagði. Norsku mið­arnir smellpassa inn í þessa hugsun og minna okkur á hvað litlu hlut­irnir geta oft skipt miklu máli.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None