Dularfullir miðar dreifa gleði í neðanjarðarlestum í Osló

11188176_10153314639070409_2573026626645473686_n.jpg
Auglýsing

Þetta var einn af þessum dögum þegar lífið virt­ist fullt af hindr­un­um. Hen­rik Steen er blaða­maður og lausa­penni en þrátt fyrir góð­ærið hefur hann ekki beint hrasað um atvinnu­tæki­fær­in. Hann hafði því ákveðið að leita sér að auka­starfi og var á leið­inni til norsku Vinnu­mála­stofn­un­ar­innar til að sjá hvað væri í boði. Þreyttur og von­svik­inn sett­ist hann í neð­an­jarð­ar­lest­ina þegar hann sá hand­skrif­aðan miða á sæt­inu. Skyndi­lega varð dag­ur­inn betri og fram­tíðin virt­ist ekki jafn dökk og áður.

Í sam­tali við Aften­posten segir Hen­rik að ákvörð­unin um að leita til Vinnu­mála­stofn­unar hafi verið mjög erf­ið. Hann hafi alist upp við það að fólk ætti að bjarga sér sjálft og að félags­legur stuðn­ingur væri í raun ávísun á að eitt­hvað hefði farið úrskeið­is. „En þegar efna­hag­ur­inn var orð­inn þannig að ég þurfti að ákveða hvort ég keypti tann­krem eða rakk­rem ákvað ég að lokum að leita eftir aðstoð,“ segir Steen. Þennan dag var neð­an­jarð­ar­lestin nán­ast full en á sæt­inu sem Hen­rik sett­ist í var miði sem á stóð:

Auglýsing


„Kæri þú sem finnur mið­ann. Aldrei gleyma að þú ert ein­stök mann­eskja sem ert mik­ils virði og frá­bær eins og þú ert. Þú mátt aldrei glata trúnni á sjálfa þig, þú býrð yfir innri styrk til að gera allt sem þú vilt. Þú átt það skilið að þér líði vel. Meg­irðu eiga góðan dag.“Ein­föld skila­boð sem náðu beint til Hen­riks þar sem hann sat í lest­inni og þegar hann kom heim setti hann mynd af mið­anum á Face­book og þakk­aði nafn­lausa höf­und­inum fyr­ir. Fljót­lega fór sagan á flug og í ljós kom að fleiri höfðu fundið sam­bæri­lega miða. Ekki voru þó allir sann­færðir um að hér væri um góð­verk ein­stak­lings að ræða. Sumir töldu aug­ljóst að þetta væri aug­lýs­ing og að öll athygli á sam­fé­lags­miðlum væri því ein­göngu til þess fall­inn að breiða út augýs­ing­una. Sumir töl­uðu um að þetta liti út fyrir að vera orð­send­ing frá Englaskólanum sem Märtha Lou­ise prinsessa rekur ásamt fleir­um.

Vill ekki koma fram undir nafni

Fljót­lega eftir að frétta­miðlar fóru að fjalla um málið hafði hins vegar ung kona sam­band við Oslóarblaðið og sagð­ist vera sú sem skrif­aði mið­ana og kom þeim fyrir í lest­un­um. Hún vill þó ekki koma fram undir nafni því hún sagð­ist ekki gera þetta til að verða fræg eða til að fá athygli. Mið­arnir væru til að gleðja aðra og þannig ætti það að vera. Hún veit ekki hvort mið­arnir hefðu sömu áhrif ef fólk tengdi þá við nafn eða and­lit og þess vegna væri mik­il­vægt að hún kæmi ekki fram. „Það skiptir mig öllu máli að vita að ég getu haft svo mikil áhrif. Ég hefði aldrei trúað að mið­arnir fengju svo mikla og jákvæða athygli og að þeir hefðu svo mikla þýð­ingu fyrir aðra. Það kostar mig ekk­ert að skrifa mið­ana og ég mun halda áfram að gera það svo lengi sem þeir gleðja ein­hverja.“

s Einn af mið­un­um.

150 leiðir að betra sam­fé­lagiReyndar minna mið­arnir á átak norska Rauða kross­ins sem bendir fólki á 150 ein­faldar leiðir til að gera sam­fé­lagið örlítið betra. Það þarf nefni­lega ekki mikið til að gleðja aðra, til dæmis bara að hleypa ein­hverjum fram fyrir sig í röð­inni úti í búð, bjóða góðan dag­inn eða bara smæla framan í heim­inn eins og Megas sagði. Norsku mið­arnir smellpassa inn í þessa hugsun og minna okkur á hvað litlu hlut­irnir geta oft skipt miklu máli.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None