DV boðar hertar samskiptareglur í athugasemdakerfi

15003216120-c28ef99ddf-z.jpg
Auglýsing

Egg­ert Skúla­son, nýráð­inn annar rit­stjóri DV, boðar hertar sam­skipta­reglur í athuga­semda­kerfi á vef­síðu mið­ils­ins, og að þær verði kynntar bráð­lega. Þetta kemur fram í fyrsta leið­ara sem Egg­ert skrifar fyrir DV, og birt­ist í morg­un.

Þar seg­ir: „At­huga­semda­kerfi DV hefur oftar en ekki verið skot­spónn þeirra sem telja að umræðan á net­inu sé fyrir neðan allar hellur og oft og tíðum ótæk. Auð­vitað er það svo að oft er umræðan í þessu kerfi góð og jafn­vel mál­efna­leg. Á nýju ári mun DV.is setja strang­ari reglur um það með hvaða hætti fólk tjáir sig. Þessar reglur verða kynntar hið fyrsta og eru við­leitni til þess að bæta orð­ræð­una.“

Striga­kjöftum veitt sak­ar­upp­gjöfUm leið og nýju sam­skipta­regl­urnar hjá DV verða kynntar mun mið­ill­inn veita þeim „sak­ar­upp­gjöf“ sem hafa verið bann­aðir frá þátt­töku í athuga­semda­kerf­inu. „Með því sitja allir við sama borð og geta tjáð sig og vita þá af nýjum regl­um. Víða um heim eru athuga­semda­kerfi af þessu tagi í boði fyrir áskrif­endur og almenn­ing. Að sama skapi gilda reglur um þá tján­ingu. DV vill með nýjum reglum stuðla að betri, sann­gjarn­ari og mál­efna­legri umræðu á vef­síðu sinni DV.is,“ skrifar Egg­ert Skúla­son í leið­ara.

Þá segir rit­stjór­inn að rit­stjórn­ar­stefna blaðs­ins muni verða sú sama að meg­in­uppi­stöðu. „Ára­móta­heitið er ein­falt í sniðum og lýtur að því að vanda sig aðeins meira á nýju ári. Þegar dansað er á brún­inni þurfa menn að standa klárir á hvar þeir stíga nið­ur.“

Auglýsing

Að lokum skrifar Egg­ert: „DV er fjöl­mið­ill sem gagn­rýnir og veitir aðhald. DV er hvorki í stjórn né stjórn­ar­and­stöðu. DV fer sínar eigin leiðir og er ekk­ert óvið­kom­and­i.“

 

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None