Enn einn haftahópurinn skipaður, Sigurður Hannesson í honum

siggihannesar.jpg
Auglýsing

Sig­urður Hann­es­son, einn nán­asti vinur og ráð­gjafi Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, verður skip­aður í nýjan sér­fræð­inga­hóp sem á að hrinda í fram­kvæmd áætlun stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta. Auk Sig­urðar verður Bene­dikt Gísla­son, sem hefur unnið að hafta­los­un­ar­málum fyrir Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra frá því í nóv­em­ber 2013, í hópn­um. Einn inn­lendur sér­fræð­ingur til verður skip­aður í hóp­inn. Frá þessu er greint í DV í dag.

Sig­urður er fram­kvæmda­stjóri eign­ar­stýr­ingar MP banka og mun taka sér leyfi frá þeim störfum á meðan að hann situr í hópn­um. Hann nýtur mik­ils trausts hjá Sig­mundi Davíð og var meðal ann­ars for­maður sér­fræð­inga­hóps stjórn­valda um höf­uð­stólslækkun verð­tryggðra hús­næð­is­lána. Sig­urður kynnti nið­ur­stöðu vinnu þess hóps í Hörpu í lok nóv­em­ber 2013 undir yfir­skrift­inni „Sátt­máli kyn­slóð­anna". Á grunni þeirrar vinnu var ráð­ist í nið­ur­færslu á völdum verð­tryggðum hús­næð­is­lánum um allt að 80 millj­arða króna.

Enn einn hafta­hóp­ur­innHóp­ur­inn sem Sig­urður og Bene­dikt setj­ast í er fjarri því að vera sá eini sem er starf­andi við losun fjár­magns­hafta.Í nóv­em­ber 2013 var skip­aður ráð­gjafa­hópur um afnám hafta. Á meðal þeirra sem sátu í þeim hópi var Bene­dikt Gísla­son.

Þá er líka til fram­kvæmda­stjórn um afnám hafta sem leidd er af Glenn Kim. Í henni situr meðal ann­ars áður­nefndur Bene­dikt Gísla­son. Aðrir í henni eru Freyr Her­manns­son og Eiríkur Svav­ars­son. Þessi fram­kvæmda­stjórn var skipuð í júlí síð­ast­liðn­um. Sam­hliða voru ráðnir erlendir ráð­gjafar til að hjálpa til við að stíga skref í átt að losun hafta. Á meðal þeirra sem voru ráðnir  lög­fræði­stofan Cle­ary Gott­lieb Steen & Hamilton.  Sá sem kemur fram fyrir hennar hönd í þessum málum er Lee Buchheit, fyrrum samn­inga­maður Íslands í Ices­a­ve-­deil­unni.

Auglýsing

Hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton starfar lögmaðurinn Lee Buchheit, sem leiddi á sínum tíma síðustu Icesave- samninganefndina. Hann hefur stýrt vinnu lögmannsstofunnar fyrir íslenska ríkið. Hjá Cle­ary Gott­lieb Steen & Hamilton starfar lög­mað­ur­inn Lee Buchheit, sem leiddi á sínum tíma síð­ustu Ices­a­ve- samn­inga­nefnd­ina. Hann hefur stýrt vinnu lög­manns­stof­unnar fyrir íslenska rík­ið.

Tvær áætl­anir sem tengj­ast losun fjár­magns­hafta voru kynntar fyrir sam­ráðs­nefnd stjórn­mála­flokk­anna um afnám hafta þann 4. des­em­ber 2014. Önnur áætl­unin snýst um að knýja eig­endur aflandskróna til að skipta eignum sínum yfir í skulda­bréf til meira en 30 ára og hin snýst um flatan útgöngu­skatt á allar eignir sem vilja yfir­gefa íslenska hag­kerf­ið. Slíkur skattur myndi leggj­ast jafnt á inn­lendar sem erlendar eign­ir. Kim og Buchheit sáu um þessa kynn­ingu.

Útgöngu­skattur á allaÖnnur kall­ast Project Slack og snýst um að láta eig­endur aflandskróna, sem í dag eru um 300 millj­arðar króna, skipta krónu­eignum sínum yfir í skulda­bréf í erlendum myntum til meira en 30 ára á afslætti.Morg­un­blaðið hefur sagt frá til­urð þess­arrar áætl­unar áður.

Hitt sem var kynnt fyrir nefnd­inni var hug­mynd um flatan útgöngu­skatt á allar eignir sem vildu fara út fyrir höft. Það þýðir að skatt­ur­inn myndi leggj­ast á bæði inn­lendar og erlendar eignir þrota­búa Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans.

Þeir Kim og Buchheit ræddu hins vegar ekk­ert um hversu hár útgöngu­skatt­ur­inn ætti að vera á fund­in­um. Morg­un­blaðið hefur sagt að hann eigi að vera 35 pró­sent. Á fund­inum kom hins vegar skýrt fram að mark­mið til­lagn­anna væri ekki að afla tekna fyrir íslenska rík­ið, heldur að afnema fjár­magns­höft. Það þýði samt ekki að ríkið geti ekki hagn­ast mjög á aðgerð­un­um, enda stærð þrota­búa föllnu bank­anna um tvö þús­und millj­arðar króna. Mörg hund­ruð millj­arðar króna gætu því fallið rík­inu í skaut gangi áætl­an­irnar eft­ir.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None