Kjarninn hefur undanfarna daga birt brot úr upptöku sem gerð var á hitafundi starfsmanna DV með Þorsteini Guðnasyni, nýjum stjórnarformanni útgáfufélags DV, og Hallgrími Thorsteinssyni, nýráðnum ritstjóra. Upptökurnar gefa mjög góða innsýn inn í þá ólgu og þær áhyggjur sem starfsmenn DV hafa vegna yfirvofandi brottreksturs Reynis Traustasonar úr stóli ritstjóra og af tilgangi nýrra aðaleigenda til að komast yfir DV. Á meðal þess sem þeir hafa miklar áhyggjur af er að aðilar sem séu DV afar óvinveittir séu á meðal þeirra sem stóðu að uppkaupum á hlutabréfum í félaginu síðustu misseri og að þessir aðilar geti mögulega farið að skoða tölvupósta starfsfólks.
Á upptökunni er einnig farið yfir hvernig Þorsteinn Guðnason eignaðist hluti í DV, hverjir samstarfsmenn hans eru og hversu mikla peninga þeir hafa sett í það að eignast ráðandi hlut.
Hægt er að hlusta á upptökuna í heils sinni hér að neðan.
[audio mp3="http://kjarninn.s3.amazonaws.com/old/2014/09/DV-I.mp3"][/audio]
[audio mp3="http://kjarninn.s3.amazonaws.com/old/2014/09/DV-II.mp3"][/audio]